Morgunblaðið - 10.06.2016, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016
Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður
Sími: 560 4300 | www.saltkaup.is
Kíktu á heimasíðunawww.saltkaup.is
Tunnurnar fást hjá okkur.
60 lítra
220 lítra
120 lítra
Blómastampur
30 lítra
116 lítra trétunna
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Útsýnispallurinn við Gullfoss var þétt skipaður
þegar ljósmyndara bar að garði í vikunni. Ferða-
mennirnir voru vel búnir, bæði tækjum og fatn-
aði í öllum regnbogans litum. Mávur sem átti leið
hjá ákvað að setja svip sinn á landslagið og gripu
gestir tækifærið og smelltu af. Ráðlegt er að
halda í regnjakkann næstu daga, til öryggis, en
spáð er austlægri átt og lítilsháttar rigningu
öðru hverju sunnan- og vestanlands.
Mávur myndaður í fyrirsætustörfum
Morgunblaðið/Ómar
Margt ber fyrir augu ferðamanna við Gullfoss
Benedikt Bóas
Lára Halla Sigurðardóttir
„Kennarar felldu samninginn og því
erum við komin aftur á byrjunarreit,
það er ljóst,“ segir Inga Rún Ólafs-
dóttir, formaður samninganefndar
sveitarfélaga, en kennarar felldu í
gær nýjan kjarasamning.
Á kjörskrá voru 4.453, en 65,84%
þátttaka var í atkvæðagreiðslunni.
Já við samningunum sagði 741, eða
25,27%, en nei sögðu 2.118 manns,
eða 72,24%. Auðir seðlar voru 73
talsins, eða 2,49%. Formaður Félags
grunnskólakennara, Ólafur Lofts-
son, telur vantraust grunnskóla-
kennara í garð sveitarfélaganna
helstu ástæðu þess að kjarasamn-
ingar stéttarinnar voru felldir. Ekki
hafi verið staðið nógu vel að út-
færslu ákveðinna atriða í núgildandi
samningi og því hafi kosningin farið
á þennan veg.
Spurð um gagnrýni Ólafs segist
Inga Rún vera að heyra hana í
fyrsta sinn. „Ég hef ekki heyrt það
áður. Ég get ekki svarað fyrir kenn-
ara í þeim efnum. Nú förum við yfir
þessi mál með þeim og við ætlum að
gera það.“
Óskýr texti
Spurður hvort niðurstaðan hafi
komið á óvart segir Ólafur svo ekki
vera. Eftir að samningurinn hafi
verið kynntur hafi hann verið rædd-
ur meðal kennara og þar hafi
óánægjan skinið í gegn.
„Árið 2014 sömdum við um nokk-
ur atriði er lutu að breytingu á
vinnuumhverfi, gæslumálum,
breyttri viðveru og öðru slíku. Á
þeim tíma fóru sveitarfélögin mjög
illa að ráði sínu hvað varðar fram-
kvæmdina á kjarasamningnum og
þetta hefur verið mjög erfiður vetur.
Sum sveitarfélög hreinlega misnot-
uðu ákvæði um gæsluna,“ segir Ólaf-
ur. Hann segir að í samningnum sem
grunnskólakennarar höfnuðu sé
kveðið á um launahækkanir en ein-
hverjir hafi talið að þær væru ekki
nógu miklar. „Síðast en ekki síst
fannst mönnum textinn varðandi
vinnuumhverfið ekki nógu skýr.
Þegar menn upplifðu það ofan í
þetta vantraust fór bara sem fór,“
segir Ólafur.
Deilendur munu hittast í dag til að
fara yfir stöðuna. „Við þurfum, eðli
málsins samkvæmt, að halda áfram
að ræða saman. Nú er boltinn svolít-
ið hjá sveitarfélögunum,“ segir Ólaf-
ur. Inga Rún segir að samnings-
aðilar muni hittast með opnum huga.
Spurð hvort stefni í kennaraverkfall
segir hún: „Ég get ekki svarað fyrir
kennara. Þeir hafa verkfallsrétt en
vonandi náum við að leysa úr þessu.“
Deilan aftur á byrjunarreit
Kennarar felldu kjarasamning með miklum meirihluta Ekki var staðið nógu
vel að útfærslu ákveðinna atriða Leysist vonandi svo ekki komi til verkfalls
Í hnút Kennarar felldu samning.
Morgunblaðið/Golli
Liðlega 7.600 umsóknir um grunn-
og framhaldsnám bárust Háskóla
Íslands fyrir komandi skólaár, en
umsóknarfrestur um grunnnám
rann út 5. júní. Að þessu sinni bár-
ust 4.500 umsóknir um grunnnám
og rúmlega 3.100 um framhalds-
nám.
Flestar umsóknir í grunnnám
bárust heilbrigðisvísindasviði, eða
1.135. Í þeim hópi eru 297 nem-
endur sem hafa skráð sig í inntöku-
próf í læknisfræði og sjúkraþjálfun
í læknadeild; 246 í læknisfræði og
51 í sjúkraþjálfun. Flestir sóttu þó
um nám í viðskiptafræði, alls 390,
en greinin hefur um nokkurt skeið
verið sú vinsælasta innan skólans.
Nærri 560 umsóknir bárust
menntavísindasviði að þessu sinni.
Athygli vekur að flestar þeirra
voru í íþrótta- og heilsufræði, eða
112. Háskólaráð Háskóla Íslands
ákvað á fundi sínum í febrúar fyrr á
árinu að flytja námsbrautina til
Reykjavíkur og verður kennt í
fyrsta sinn í Reykjavík nú í haust.
Til samanburðar voru umsóknir 34
í fyrra. Samkvæmt upplýsingum
frá deildinni er ekki hægt að stað-
festa hvort um metfjölda umsókna í
íþrótta- og heilsufræði er að ræða.
„Þetta segir okkur að það er vilji
til að stunda þessa námsleið í bæn-
um,“ segir Védís Grönvold íþrótta-
kennari, sem var ráðin verkefna-
stjóri í tengslum við flutning náms-
leiðarinnar til Reykjavíkur.
Háskóli Íslands mun leigja að-
stöðu í Laugardalnum, svo sem í
Laugardalshöll og Laugardalslaug.
„Þetta er betri aðstaða en var fyrir
austan. Við erum með mjög hæfa
og vel menntaða kennara sem geta
komið þekkingu sinni vel á fram-
færi í þessari nýju aðstöðu,“ segir
Védís.
Hún telur einnig aukinn áhuga á
heilsurækt stuðla að fleiri umsókn-
um í námið. erla@mbl.is
Aðsókn eykst í íþróttafræði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Laugarvatn Íþrótta- og heilsufræði
verður kennd í Reykjavík í haust.
112 sóttu um nám í
íþróttafræði Fagið
kennt í Reykjavík
Ingi Björn Inga-
son og Jakob Við-
ar Grétarsson
voru í gær
dæmdir í þriggja
ára fangelsi í
Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir
hópnauðgun sem
átti sér stað í apr-
íl árið 2014. Sam-
kvæmt því sem
fram kemur í dómnum nauðguðu
þeir í sameiningu konu á heimili
Inga Björns. Fram kemur í dómnum
að konan hafi verið að skemmta sér
á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi
þegar hún hafi orðið viðskila við vini
sína en hitt Inga og Jakob. Hún
sagðist ekki muna hvernig hún hefði
endað með þeim í leigubíl fyrir utan
staðinn en skyndilega hefði hún ver-
ið komin í ókunnugt hús. Mennirnir
neita báðir sök en í dómnum segir að
framburður þeirra hafi ekki verið á
einn veg. Þá kemur fram að Jakob
hafi tekið upp myndskeið á síma sinn
sömu nótt og atburðurinn átti sér
stað. Auk þess að vera dæmdir í
þriggja ára fangelsi voru mennirnir
dæmdir til að greiða konunni miska-
bætur og allan sakarkostnað.
Dæmdir
fyrir hóp-
nauðgun
Héraðsdómur
Reykjavíkur
Tveir menn fengu
þriggja ára dóm
Flugfreyjufélag Íslands og Ice-
landair hafa gert með sér kjara-
samning, en samningar höfðu verið
lausir frá því í september. Samning-
urinn var undirritaður á miðviku-
dag, sama dag og lög voru sett á að-
gerðir flugumferðarstjóra þegar
Alþingi samþykkti frumvarp til laga
um kjaramál Félags íslenskra flug-
umferðarstjóra.
Samningurinn var kynntur flug-
freyjum í gær. Að sögn Bryndísar
Hlöðversdóttur ríkissáttasemjara
gekk ferlið ágætlega. „Þessu lauk
með samningi, sem er alltaf besta
leiðin.“ Flugfreyjur eiga einnig í
kjaraviðræðum við WOW air og
Flugfélag Íslands. Ekki hefur verið
skrifað undir samninga við þau fé-
lög. Ríkissáttasemjari fundaði með
félaginu og Flugfélagi Íslands í gær.
Bryndís er bjartsýn á það samtal
sem stendur yfir og verður næsti
fundur í þarnæstu viku.
Samið við
flugfreyjur