Morgunblaðið - 10.06.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016
Af ástæðum sem eru í senn óljós-ar og dularfullar var undir-
ritað samkomulag á milli ríkis og
borgar árið 2013 um lokun einnar
af brautum Reykjavíkurflugvallar.
Þetta var eftir kosningar 2013, sem
gerir málið enn
undarlegra en
ella.
Áhöld hafaverið uppi
um hvort þetta samkomulag hafi
haft þá þýðingu sem borgaryfirvöld
hafa haldið fram, sem sagt að loka
þyrfti neyðarbraut vallarins.
Nú segir hæstiréttur að svo séog viðbrögð innanríkisráð-
herra eru þau að þá þurfi ekki að
spyrja frekar og málið sé úr sög-
unni.
Höskuldur Þórhallsson, formað-ur umhverfis- og skipulags-
nefndar Alþingis, bregst við á ann-
an hátt. Hann ætlar að leggja fram
frumvarp í ágúst þess efnis að völl-
urinn verði óbreyttur nema þingið
ákveði annað.
Hvort sem verður er ljóst aðborgaryfirvöld hafa unnið
áfangasigur. Borgarstjóri talar
reyndar um fullnaðarsigur en það
er frekar reigingur en raunveru-
leiki.
Málið er engu að síður graf-alvarlegt því að núverandi
borgaryfirvöld, þvert á vilja
borgarbúa og landsmanna allra,
hafa það að markmiði að loka flug-
vellinum að fullu. Það væri fulln-
aðarsigur.
Mikilvægt er að þeir sem viljaflugvöllinn þar sem hann er
bregðist nú ákveðið við og tryggi
að áfangasigurinn verði ekki að
fullnaðarsigri.
Flugvöllurinn er
nú í stórhættu
STAKSTEINAR
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Meðal loftþrýstingur fyrstu átta
daga júnímánaðar hefur aðeins einu
sinni verið sjónarmun hærri en nú í
Reykjavík. Það var árið 1897. Loft-
þrýstingur var nærri því eins hár og
nú sömu júnídaga árin 1931, 1971 og
2009, að sögn Trausta Jónssonar
veðurfræðings. Hann segir að eitt-
hvað muni meðaltalið síga næstu
daga, en það gerði loftþrýstingurinn
í hinum árunum líka – nema árið
1971.
Óvenju langvarandi þurrkatíð hef-
ur verið á Suðausturlandi í vor og
sumar. Trausti sagði að á
Suðausturlandi þyrfti líklega að fara
aftur til vorsins 2005 til að finna
ámóta þurrviðrakafla og þar fyrir
aftan til voranna 1979 og 1958.
„Segja má að þurrkurinn nú hafi
staðið frá því viku af apríl í Horna-
firði og austur í Breiðdal. Í Nes-
kaupstað og á Seyðisfirði hefur lítið
rignt í mánuð. Í Mýrdal og þar fyrir
vestan rigndi nokkuð í síðustu viku
maí, eins og hér í Reykjavík, en úr-
koma hefur í allt vor samt verið
mjög lítil þar miðað við það sem
venjulegt er á þeim slóðum,“ sagði
Trausti.
Hann sagði að ekki væri spáð mik-
illi úrkomu næstu tíu daga, mestri
þó vestast á landinu.
Langvinnur
háþrýstingur
í borginni
Óvenjulangt þurrkatímabil hefur
verið á Suðausturlandi í vor og sumar
Morgunblaðið/Eggert
Blíða Bjartviðri hefur verið í Reykjavík og Nauthólsvíkin alltaf vinsæl.
Veður víða um heim 9.6., kl. 18.00
Reykjavík 13 alskýjað
Bolungarvík 17 skýjað
Akureyri 14 skýjað
Nuuk 21 léttskýjað
Þórshöfn 9 skýjað
Ósló 17 skýjað
Kaupmannahöfn 15 skýjað
Stokkhólmur 14 skýjað
Helsinki 10 skýjað
Lúxemborg 24 heiðskírt
Brussel 15 heiðskírt
Dublin 18 skýjað
Glasgow 22 skýjað
London 22 heiðskírt
París 23 heiðskírt
Amsterdam 20 heiðskírt
Hamborg 19 léttskýjað
Berlín 23 heiðskírt
Vín 20 skýjað
Moskva 11 rigning
Algarve 34 heiðskírt
Madríd 34 heiðskírt
Barcelona 26 léttskýjað
Mallorca 27 heiðskírt
Róm 21 léttskýjað
Aþena 23 léttskýjað
Winnipeg 24 heiðskírt
Montreal 8 rigning
New York 19 heiðskírt
Chicago 19 skýjað
Orlando 29 rigning
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
10. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:03 23:53
ÍSAFJÖRÐUR 1:36 25:29
SIGLUFJÖRÐUR 1:16 25:16
DJÚPIVOGUR 2:19 23:36
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þéri i
Veitingastaðir, kaffihús
ísbúðir & booztbarir velja
Vitamix blandara