Morgunblaðið - 10.06.2016, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Stefnt er að því að auglýsa lýsingu
fyrir deiliskipulag Landmannalauga
í næsta mánuði. Þá er vonast til að
hægt verði að auglýsa skipulagið og
ganga frá því næsta vetur þannig að
hægt verði að hefjast handa við
framkvæmdir á næsta ári.
„Það er ótrúlega góð sátt um
þetta. Okkur tókst að finna sáttaflöt
með öllum sem hagsmuna eiga að
gæta,“ segir Þorgils Torfi Jónsson,
oddviti Rangárþings ytra, eftir fund
starfshóps sem stýrir gerð deili-
skipulags fyrir Landmannalaugar.
Unnið er að deiliskipulaginu á
grundvelli tillögu VA arkitekta og
Landmótunar sem vann fyrstu verð-
laun í samkeppni um skipulag Land-
mannalauga. Fyrirtækin vinna að
þarfagreiningu og deiliskipulagi fyr-
ir svæðið. Ákveðið var í gær að halda
opinn kynningarfund um stöðu
skipulagsins eftir að lýsing deili-
skipulagsins verður auglýst.
Fái sinn fyrri lit
Mikið álag er á Landmannalaug-
um. Talið er að þangað leggi leið sína
um 130 þúsund manns á ári, aðallega
yfir sumarmánuðina. Svæðið er á
rauðum lista Umhverfisstofnunar
yfir svæði sem eru í hættu.
Hugmyndirnar sem unnið er með
ganga út á það að létta álagi af þessu
fjölsótta svæði og stýra umferð.
Laugarnar sjálfar haldi sér og skáli
Ferðafélags Íslands en bílaumferð
þangað verði takmörkuð. Gert er ráð
fyrir að byggja upp aðstöðu fyrir
laugargesti norðan við laug-
arsvæðið, við Námskvísl. Þar verði
skiptiaðstaða, snyrtingar, aðstaða
fyrir göngufólk til að borða nesti og
hugsanlega einnig afdrep fyrir land-
vörð. Þorgils Torfi reiknar með að
fyrst verði ráðist í uppbyggingu á
þeirri aðstöðu og sér fyrir sér að
samvinna verði um það. Innheimt
verði gjöld fyrir veitta þjónustu til
að standa undir uppbyggingu og
rekstri.
Öll önnur uppbygging í þágu
ferðamanna verði á nýju þjón-
ustusvæði, norðan Námshrauns. Þar
er gert ráð fyrir lóðum fyrir ferða-
þjónustu, tjaldsvæðum og bílastæð-
um. Það er um hálfan annan kíló-
metra frá skála Ferðafélagsins.
Þangað verður fólksflutningum
beint.
„Ásýnd Landmannalauga mun
gjörbreytast. Svæðið við laugina
verður fyrst og fremst hugsað fyrir
gangandi ferðafólk. Þessar breyt-
ingar eru hugsaðar til þess að Land-
mannalaugar komist af rauðum lista
Umhverfisstofnunar og geti orðið
sjálfbærar á ný,“ segir Þorgils Torfi.
Umhverfisstofnun hefur skipt
fjármagni sem fékkst til að auka
landvörslu á Suðurlandi. Í fyrstu var
gert ráð fyrir 17 vikum í vörslu í frið-
landi að Fjallabaki en ríflega 6 vik-
um hefur verið bætt við. Landverðir
verða starfandi frá 20. júní til 24.
september.
Framkvæmdir geti
hafist á næsta ári
Gangur í skipulagsvinnu fyrir Landmannalaugar
Teikning/VA arkitektar ehf.
Þjónustuhús Fólksflutningum verður beint að nýju ferðaþjónustusvæði,
norðan við Námshraun, til að létta álagi á Landmannalaugum.
Anna Sigríður Einarsdóttir
Árni Grétar Finnsson
Ákvörðun Sigríðar Bjarkar Guðjóns-
dóttur, lögreglustjóra á höfuðborgar-
svæðinu, um að víkja lögreglufulltrúa
í fíkniefnadeild lögreglunnar frá
störfum hefur verið kærð til innanrík-
isráðuneytisins. Héraðssaksóknari
felldi niður mál lögreglufulltrúans í
fyrradag, en málið hafði verið til
rannsóknar hjá embættinu í nærri
hálft ár.
Í málum sem þessum er sérstök
nefnd sem metur hvort forsendur hafi
staðið til að leysa viðkomandi starfs-
mann frá störfum. Lögreglufulltrúinn
ákvað þó, í samráði við Kristján B.
Thorlacius, lögmann sinn, að kæra
ákvörðunina til ráðuneytisins. Það er
mat þeirra að ekki sé samræmi á milli
þess hvernig viðbrögð voru í þessu
máli og öðrum. „Grundvöllurinn fyrir
því sem við settum í kærunni til inn-
anríkisráðuneytisins var að lögreglu-
stjóraembættið gætti ekki að reglun-
um um meðalhóf og jafnræði þegar
það tók þessa ákvörðun,“ sagði Krist-
ján í samtali við mbl.is í gær.
Ekki sambærilegt LÖKE-máli
Kristján telur að mál lögreglu-
mannsins Gunnars Scheving Thor-
steinssonar, sem oft er nefnt LÖKE-
málið, sé ekki sambærilegt þessu
máli. „Þar var Gunnar t.d. ekki leyst-
ur frá störfum fyrr en það var búið að
gefa út ákæru. Hann var sendur heim
á launum, en það var ekki notuð sama
aðferð í máli míns umbjóðanda. Hann
var leystur frá störfum á hálfum
grunnlaunum 14. janúar sl. og síðan
er málið búið að taka næstum fimm
mánuði,“ sagði Kristján og bætti við
að flestir geti ímyndað sér að slíkar
tekjur dugi skammt.
Krafa um ígrundaða ákvörðun
Snorri Magnússon, formaður
Landssambands lögreglumanna, tek-
ur undir að meðalhófs hafi ekki verið
gætt við ákvarðanatöku lögreglu-
stjóra. „Ákvörðunin hefur í för með
sér íþyngjandi áhrif á viðkomandi
starfsmann. Það er lagaáskilnaður
um að stjórnvaldsákvarðanir megi
ekki ganga lengra en góðri meðal-
hófsreglu gegnir. Þau tilvik sem við
skoðum í þessu sambandi eru þess
eðlis að þau bera með sér að það sé
ekki gætt að meðalhófsreglu og að
þetta sé mjög handahófskennd
ákvarðanataka. Út á það gengur kær-
an,“ segir Snorri.
Nú mun málið fara fyrir sérstaka
nefnd sem starfar samkvæmt 27. gr.
laga um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins. Nefndin mun meðal
annars meta hvort ákvörðunin hafi
verið lögmæt á þeim tíma sem hún
var tekin og hvaða gögn hafi legið til
grundvallar ákvörðuninni. „Við höf-
um dæmi þess að þessi nefnd hafi
komist að því að ákvarðanir lögreglu-
stjóra hafi ekki verið réttmætar.
Nefndin mun fjalla um málið og ljúka
athugun sinni á því óháð niðurstöðu
héraðssaksóknara.“
Gæti verið fordæmisgefandi
Snorri segir að málið geti vel verið
fordæmisgefandi fyrir aðra starfs-
menn lögreglunnar. „Það er skemmst
frá því að segja að Aldís Hilmarsdótt-
ir var færð til í starfi af því er hún tel-
ur vegna eindregins stuðnings síns
við þennan tiltekna lögreglufulltrúa.
Það eru fleiri einstaklingar sem hafa
orðið fyrir áhrifum af þessari rann-
sókn,“ segir Snorri.
Morgunblaðið/Eggert
Lögreglumenn Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglu-
manna, segir málið geta haft víðtæk áhrif innan lögregluembættisins.
„Handahófs-
kennd ákvarð-
anataka“
Lögreglufulltrúi
» Rannsókn héraðssaksókn-
ara á máli lögreglufulltrúans
hófst fyrir um hálfu ári síðan.
» Búið er að kæra ákvörðun
lögreglustjórans á höfuðborg-
arsvæðinu að víkja lögreglu-
fulltrúanum frá störfum.
» Formaður Landssambands
lögreglumanna segir ákvörð-
unina hafa verið handahófs-
kennda.
Ákvörðun lögreglustjóra um brott-
vikningu kærð til innanríkisráðuneytis
Jóhann Hjartarson gerði jafntefli
við Guðmund Kjartansson í 9. um-
ferð Skákþings Íslands í gær og
deilir nú toppsætinu með Héðni
Steingrímssyni og Braga Þorfinns-
syni, sem unnu sínar skákir. Þre-
menningarnir hafa hlotið sex og
hálfan vinning. Teflt er í Tónlistar-
skóla Seltjarnarness en mótinu lýk-
ur á morgun. benedikt@mbl.is
Mikil spenna á
toppnum í skákinni
„Okkur líst betur á að fara í þá
vinnu að gera svæðið austan við
Þjórsá og inn í Skaftafellssýslur
að þjóðgarði. Hafa hann ekki
stærri en það,“ segir Þorgils
Torfi Jónsson um hugmyndir
um einn þjóðgarð á miðhálend-
inu. Myndi friðland að Fjallabaki
falla inn í hann. Hann segir að
þjóðgarðurinn yrði ansi kröftug-
ur. Hann myndi snýast um fimm
eldfjöll, Torfajökulseldstöðina,
Heklu, Tindfjöll, Eyjafjallajökul
og Kötlu. Tekur Þorgils Torfi
fram að ekki hafi verið kannað
formlega hvort áhugi sé á þessu
hjá hinum sveitarfélögunum.
Kröftugur
þjóðgarður
FRIÐLAND AÐ FJALLABAKI
Mikið úrval af sumarfatnaði
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:781-5100
Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16
www.facebook.com/spennandi
Vertu upplýstur!
blattafram.is
VIÐ HÖFUM TÆKIFÆRI
TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR
ATBURÐ SEM FELUR Í SÉR
OFBELDI.
NOTUM VIÐ TÆKIFÆRIN?