Morgunblaðið - 10.06.2016, Síða 14

Morgunblaðið - 10.06.2016, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Kanadíski læknirinn Gabor Maté mun næstkomandi sunnudag halda fyrirlestra á sviði ávanabindingar í Silfurbergi í Hörpu í Reykjavík. Maté er einkum þekktur fyrir rannsóknir sínar á fíkn og þær með- ferðir sem hann beitir, en einnig fyrir athuganir á athyglisbresti, þroska og hegðun barna og orsök- um og meðferð streitu. „Ég hef mikla reynslu af því að vinna með heilbrigðisvandamál á borð við fíkn og hef gefið út fjöl- mörg fræðirit því tengd auk þess sem ég hef sinnt kennslu á því sviði,“ segir Maté í samtali við Morgunblaðið og bendir á að hann sæki reynslu sína víða. Þannig vann Maté meðal annars um árabil á heilsugæslustöð í miðborg Vancouv- er þar sem hann kynntist og sinnti fjölmörgum einstaklingum sem lent höfðu í klóm ávana- og fíkniefna. Margir þeirra voru einnig haldnir alvarlegum sjúkdómum á borð við geðsjúkdóma. Æskan geymir ástæðu fíknar „Flestir líta svo á að fíkn sé annað hvort bein afleiðing af röngum eða slæmum ákvörðunum einstaklings eða að um sé að ræða einhvers kon- ar sjúkleika í heila,“ segir Maté og heldur áfram: „Þegar fólk ánetjast einhverju er það vanalega að flýja tilfinningasársauka. Fyrsta spurn- ingin er því ekki: Af hverju fíkn? heldur: Af hverju sársauki? Og sársaukinn stafar af einhverju sem átti sér stað í æsku,“ segir hann og bætir við að fíkn eigi því uppruna sinn í áfalli í æsku. Aðspurður segir Maté þá fíkn sem hann talar um ekki einungis tengjast notkun viðkomandi á vímu- efnum á borð við áfengi og fíkniefni. Fíknin getur, að hans sögn, einnig komið fram sem spila-, matar- og kynlífsfíkn eða kaupfíkn. „Öll fíkn, hvort sem hún tengist efnum eða hegðun viðkomandi, er tilraun til að flýja andlega vanlíðan og streitu. Til að skilja ástæðuna þurfum við að skoða líf viðkomandi og hvað henti hann í æsku,“ segir hann. Þétt og mikil dagskrá Dagskráin í Hörpu hefst klukkan 10 með stuttri kynningu á starfi og verkum Maté. Að því loknu hefst fyrsti fyrirlestur hans af þremur og mun sá taka til fíknar og stríðsins gegn fíkniefnum. Að loknu hádegis- hléi hefst annar fyrirlestur hans sem fjallar um tengsl áfalla í æsku við geðsjúkdóma og fíkn. Lokafyrir- lestur Maté verður um skaða- minnkandi aðgerðir fyrir ein- staklinga með alvarlegan vímu- efnavanda, en öllum fyrirlestrum lýkur með umræðum og spurn- ingum úr sal. „Ég á von á því að fulltrúar frá Rauða krossinum mæti, heilbrigðis- starfsfólk og einstaklingar sem sjálfir glíma við fíknivanda,“ segir Maté en nálgast má frekari upplýs- ingar um viðburðinn og Gabor Maté á heimasíðu Hörpu. Rót fíknar má rekja til æsku viðkomandi  Gabor Maté heldur fyrirlestra um fíknivanda í Hörpu um helgina  Skoða þarf líf fólks til að finna ástæðu fíknar Ljósmynd/Wikipedia Fræðimaður Gabor Maté mun um helgina flytja ávörp í Hörpu. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Píratar halda aðalfund um helgina. Fundurinn verður settur um hádegi á morgun í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík. Fundinum á svo að ljúka kl. 18.00 á sunnudag. Búist er við um 150 fundargestum. Skráðir gestir hafa forgang að fund- argögnum, sætum og veitingum. Fundurinn er öllum opinn svo lengi sem húsrúm leyfir. Fólk getur skráð sig til þátttöku á heimasíðu Pírata (piratar.is). Einnig er hægt að skrá sig við komuna á fundinn. Húsið verður opnað kl. 11.00 á morgun. Á dagskrá aðalfundarins er m.a. Pírataskóli, kynning á starfsmönn- um flokksins og grasrót Pírata. Þá mun framkvæmdaráð fara yfir árið og greina frá skýrslu stjórnar og fjármálum. Þá munu borgarfulltrúi og þingflokkurinn vera með fram- sögu á fundinum. Kosið verður nýtt sjö manna fram- kvæmdaráð á fundinum og jafn margir til vara. Framkvæmdaráðið ber ábyrgð á rekstri félagsins. Fimm aðalmenn og jafn margir varamenn eru kosnir úr hópi fólks sem hefur gefið kost á sér til setu í fram- kvæmdaráðinu og skilað inn hags- munaskráningu. Síðan eru tveir að- almenn og tveir varamenn slembivaldir úr hópi fundarmanna og annarra sem gefa kost á sér í slembivalið. Einnig verða kosin úr- skurðarnefnd og trúnaðarráð, þrír fulltrúar í hvora nefnd. Auk þess verða afgreiddar laga- breytingatillögur sem liggja fyrir fundinum. Aðalfundur Pírata er haldinn á hverju ári og ber að halda hann fyrir lok september. Sigríður Bylgja Sig- urjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pí- rata, sagði að ákveðið hefði verið að flýta fundinum nú vegna alþingis- kosninga í haust. Píratar flýttu aðalfundinum Morgunblaðið/Þórður Píratar Aðalfundur hefst á morgun. Myndin var tekin á aðalfundi 2015.  Fundurinn er öllum opinn  Skráðir gestir njóta forgangs að gögnum og mat STORMUR EHF | KLETTHÁLSI 15 | S: 577 1717 | WWW.STORMUR.IS Verð frá 1.690.000 kr. Fjórhjól Buggy bílar Vinnubílar Vorum að fá sendingu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.