Morgunblaðið - 10.06.2016, Síða 16

Morgunblaðið - 10.06.2016, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016 Gengisskráning 9. júní 2016 Kaup Sala Mið DOLLARI 122,27 122,85 122,56 STERLINGSPUND 176,67 177,53 177,1 KANADADOLLARI 95,92 96,48 96,2 DÖNSK KRÓNA 18,644 18,754 18,699 NORSK KRÓNA 14,976 15,064 15,02 SÆNSK KRÓNA 14,996 15,084 15,04 SVISSN. FRANKI 127,09 127,81 127,45 JAPANSKT JEN 1,148 1,1548 1,1514 SDR 172,79 173,81 173,3 EVRA 138,66 139,44 139,05 MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 173,0856 Heimild: Seðlabanki Íslands Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Norska laxeldisfélagið Måsøval hefur keypt 53,5% hlutafjár í íslenska félaginu Laxa fiskeldi ehf. Gengið var frá samn- ingum þess efnis í fyrradag. Laxa hefur leyfi til árlegrar framleiðslu á 6.000 tonnum af laxi í sjókvíum í Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Berufirði. Einnig hefur Laxa keypt seiðaeldisstöðvar á Bakka og Fiskalóni í Ölfusi. Um 1,3 milljónir seiða eru nú í eldi og verða sett í sjókvíar í maí að ári. Stefnt er að fyrstu slátrun í nóv- ember 2018. Måsøval var stofnað árið 1973 og hef- ur framleiðslu sína í Noregi. Í tilkynningu segir að með aðkomu félagsins skapist góður rekstrargrundvöllur fyrir Laxa fisk- eldi þar sem fjármögnun sé tryggð, auk þess sem mannauði og þekkingu sé til að dreifa hjá Måsøval sem nýtist vel. Norskt félag kaupir 53,5% í Laxa fiskeldi ● Tilboð að fjárhæð 400 milljónir að nafnvirði bárust í skuldabréfaflokk Reykjavíkurborgar, RVKN 35 1. Var ávöxtunarkrafan á bilinu 6,8%-7,25%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafn- virði 260 milljónir og var ávöxtunar- krafa 6,9%. Útistandandi í flokknum fyrir voru 2,9 milljarðar að nafnvirði og er heildarstærð skuldabréfaflokksins nú tæplega 3,2 milljarðar að nafnvirði. Reykjavík tekur til- boðum í skuldabréf STUTTAR FRÉTTIR ... BAKSVIÐ Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Alls sóttu 26.985 Íslendingar um miða á EM í Frakklandi í sumar, en það nemur 8,15% af íslensku þjóðinni. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, segir að sam- kvæmt UEFA muni hver og einn stuðningsmaður sem sækir Frakk- land heim eyða að meðaltali 93 þúsundum króna. „Við vitum í raun ekkert hverju Íslendingar eiga eftir að eyða á mótinu og það verður líka að hafa í huga að inni í þessari tölu er ekki flug né miða- verð á leiki.“ Hleypur á milljörðum króna Dr. Sigurður Jóhannesson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, segir ljóst að landsmenn muni eyða einhverjum milljörðum en það hafi ekki nein veruleg áhrif á hagkerfið. „Íslendingar fara mikið til út- landa í frí og ég hugsa að stór hluti af þessu fólki hefði farið hvort sem er, en auðvitað munar um þetta,“ segir Sigurður en laus- lega reiknað segir hann að áætla megi að kostnaður Íslendinga sem fylgja landsliðinu út verði á bilinu fimm til sex milljarðar króna. „Innflutningur okkar er ein- hvers staðar á stærðargráðunni þúsund milljarðar og fimm til sex milljarðar í því vega ekki þungt. Að sumu leyti má kannski segja að þetta sé gott, því þetta tekur mesta hitann af hagkerfinu þegar ferðamannastraumurinn er mestur hér á landi. Það þarf þá ekki að sinna þessum tæpu 30 þúsund Ís- lendingum sem fara á Evrópu- meistaramótið.“ Í viðtali hjá BBC Björn Berg verður í viðtali í fréttaskýringarþættinum Outside Source sem sýndur verður í beinni útsendingu frá Frakklandi af BBC News. Björn hefur verið fenginn sem sérfræðingur í fjármálum og viðskiptum tengdum Evrópumeist- aramótinu í knattspyrnu og fjallar m.a um áhrif mótsins á franskan efnahag. „Verið er að velta því fyrir sér hvort Frakklandi komi fjárhags- lega vel út úr mótinu eða ekki. Þá verður rætt um það hverjir greiða fyrir mótið að mestu og hverjir fái tekjurnar,“ segir Björn. Á fræðslufundi á vegum VÍB í gær var þessum spurningum m.a. velt upp en upptöku af fundinum og eldri fræðslufundum um fjármál í fótboltanum má finna á vib.is/fot- bolti Verkföll og hryðjuverkaógn Ýmsir óvissuþættir eru í kring- um stórmót á borð við EM og bendir Björn t.d. á fjárfestingar í innviðum sem oft er talið að hafi góð efnahagsleg áhrif. „Það spilar margt inn í vanga- veltur um efnahagsáhrif. Því mið- ur hafa t.d. tíð verkföll og núna hryðjuverkaógn orðið til þess að mikið er um afbókanir ferðamanna til Frakklands, þó EM tempri það kannski um tíma.“ Íslendingar eyða allt að sex milljörðum á EM í sumar AFP Fótbolti Gífurlegur kostnaður fylgir því að halda stórmót á borð við EM en því fylgja líka töluverðar tekjur. Peningarnir á EM » Tæplega 27 þúsund Íslend- ingar sóttust eftir miða á EM eða yfir 8% þjóðarinnar. » Kostnaður Íslendinga sem fylgja landsliðinu nemur allt að sex milljörðum króna. » UEFA telur meðaleyðslu hvers stuðningsmanns vera 93 þúsund krónur en það er utan miðaverðs og flugs. » Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri VÍB mun ræða efnahagsleg áhrif EM á BBC.  Yfir 8% þjóðarinnar fer til Frakklands til að fylgjast með íslenska landsliðinu Landsvirkjun hefur samið við Evrópska fjárfestingabankann (EIB) um lán að fjárhæð 125 millj- ónir evra, sem jafngildir nær 17,5 milljörðum króna. Lánið er án rík- isábyrgðar. Er fjárhæðinni ætlað að mæta kostnaði við hönnun, bygg- ingu og rekstur 90 MW jarðvarma- virkjunar Landsvirkjunar á Þeista- reykjum. Þegar hafa verið boraðar og prófaðar níu vinnsluholur á Þeistareykjum, sem eru 30 kíló- metra suðaustur af Húsavík. Fyrsta verkefnið hér í fimm ár Þetta er fyrsta verkefni Evr- ópska fjárfestingabankans hérlend- is frá árinu 2011 en þá lánaði bank- inn 70 milljónir evra, jafngildi tæpra 10 milljarða á núverandi gengi, til byggingar Búðarhálsvirkj- unar. „Það er bankanum mikil ánægja að geta stutt við þetta mikilvæga orkuverkefni, sem er gott dæmi um stuðning bankans við orkugeirann um alla Evrópu,“ segir Cristian Popa, framkvæmdastjóri og yfir- maður verkefna fjárfestingabank- ans í ríkjum EFTA, í tilkynningu um lántökuna. Hann segir þekkingu Íslendinga á þessu sviði vera í fremstu röð og framkvæmdir á Ís- landi séu fyrirmynd jarðvarmaverk- efna um heim allan. Stofnað var til Evrópska fjárfest- ingabankans árið 1958 og lánar hann til verkefna sem styðja mark- mið Evrópusambandsins. Með samningum við EFTA árið 1994, hefur honum verið heimilt að lána til verkefna hér á landi. jonth@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þeistareykir Fjármögnun hönn- unar og byggingar kemur frá EIB. EIB fjármagnar Þeistareyki  Landsvirkjun tekur um 17,5 milljarða króna lán Feld u það

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.