Morgunblaðið - 10.06.2016, Side 18

Morgunblaðið - 10.06.2016, Side 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016 Vatnskæld kælitæki Einstaklega hljóðlát tæki fyrir t.d. kerfis- loft eða á vegg hitataekni.is Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is 0 10 20 30 40 50 60 70 80 0 500 1,000 1,500 2 ,000 2,500 3,000 Fjárframlög ríkja til ESB árið 2014, í milljörðum evra Bretland í Evrópusambandinu Heimildir: Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins Íbúafjöldi (milljónir) Þýskaland Frakkland Frakkland Ítalía Ítalía Spánn Spánn Pólland Rúmenía Holland Holland Svíþjóð Pólland Belgía Belgía Grikkland Önnur Önnur Bretland 64,3 Bretland 2.254 Lands- framleiðsla í milljörðum evra Þýskaland Bretland 11,3 Frakkland Ítalía Spánn Svíþjóð Belgía Pólland Danmörk Grikkland Önnur lönd Finnland Portúgal 19,6 14,4 9,9 3,8 Holland 6,4 3,7 3,5 2,2 Austurríki 2,7 1,8 1,8 1,6 Þýskaland 25,8 Segja Brexit ógna einingu Bretlands  Sir John Major og Tony Blair vara við úrsögn úr ESB Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Sir John Major og Tony Blair, fyrr- verandi forsætisráðherrar Bret- lands, vöruðu í gær við því að úrsögn landsins úr Evrópusambandinu, Brexit, myndi „ógna einingu Bret- lands“ og grafa undan friði á Norður-Írlandi. Sir John og Blair heimsóttu Norð- ur-Írland tveimur vikum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að ESB og sögðu að ein- ing landsins væri í veði í þjóðarat- kvæðinu. Sir John sagði að „alvarleg hætta“ væri á nýrri þjóðaratkvæða- greiðslu í Skotlandi um sjálfstæði frá Bretlandi og hann taldi líklegt að skoskir aðskilnaðarsinnar færu þá með sigur af hólmi ef Bretar gengju úr ESB en meirihluti Skota væri hlynntur aðild að sambandinu. Sir John var forsætisráðherra stjórnar Íhaldsflokksins á árunum 1990 til 1997 en Blair fór fyrir stjórn Verkamannaflokksins 1997 til 2007. Þeir gegndu mikilvægu hlutverki í viðræðum sem leiddu til friðarsamn- ings á Norður-Írlandi árið 1998. Forsætisráðherrarnir fyrrverandi sögðu í heimsókninni í gær að úr- sögn Bretlands úr ESB myndi stefna hagsæld og „framtíð Norður- Írlands“ í hættu með því að grafa undan friðinum. Bill Clinton, fyrr- verandi forseti Bandaríkjanna, hélt því sama fram í grein sem birt var í tímaritinu New Statesman. „Mjög ábyrgðarlaust“ Theresa Villiers, Norður-Írlands- málaráðherra ríkisstjórnar breska Íhaldsflokksins, hafnaði þessari við- vörun í gær. Villiers, sem er hlynnt úrsögn Bretlands úr ESB, sagði að stuðningur Norður-Íra við friðar- samkomulagið væri „bjargtraustur“. „Það verður ekki afturhvarf til ófrið- ar fortíðarinnar á Norður-Írlandi, hver sem niðurstaða þjóðaratkvæð- isins verður, og að halda öðru fram væri mjög ábyrgðarlaust,“ sagði ráð- herrann. AFP Berjast gegn úrsögn Sir John Major og Tony Blair ganga yfir Friðarbrúna í Derry á Norður-Írlandi í gær þegar þeir fóru þangað í heimsókn. Þúsundir manna komu saman til að kveðja Muhammad Ali á bæna- samkomu sem haldin var að ísl- ömskum sið í heimaborg hnefa- leikakappans, Louisville í Kentucky-ríki, síðdegis í gær. Ali varð þrisvar sinnum heims- meistari í hnefaleikum og var einn- ig þekktur fyrir baráttu sína fyrir réttindum blökkumanna í Banda- ríkjunum. Hann hét Cassius Clay en breytti nafni sínu í Muhammad Ali eftir að hann snerist til íslamstrúar árið 1964. Hann lést á föstudaginn var, 74 ára að aldri, eftir að hafa þjáðst af parkinsonsveiki, hægfara taugasjúkdómi, í áratugi. Bænasamkoman í gær stóð í 30 mínútur og var haldin í íþróttahúsi þar sem síðasta hnefaleikaeinvígi Alis í heimaborginni fór fram. Líkkistu hans verður síðan ekið um Louisville í dag. Meðal annars verður farið að æskuheimili hans í borginni og safni sem kennt er við hann og um Muhammad Ali- breiðstræti áður en hann verður borinn til grafar að viðstöddum ættingjum hans og vinum. Á meðal líkmannanna verða leikarinn Will Smith, sem lék Ali í kvikmynd, og Lennox Lewis, fyrrverandi heims- meistari í hnefaleikum. Ennfremur verður minningar- athöfn um Ali á íþróttaleikvangi í Louisville síðdegis í dag. Bill Clin- ton, fyrrv. forseti Bandaríkjanna, og gamanleikarinn Billy Crystal, flytja þá ræður. Meðal viðstaddra verður Recep Tayyip Erdogan, for- seti Tyrklands, sem vottaði minn- ingu Alis virðingu sína í gær, sagði að hann hefði ekki aðeins verið hnefaleikakappi, heldur einnig frelsishetja sem hefði barist „í þágu allra kúgaðra manna í heiminum“. Hnefaleikakappinn Muhammad Ali kvaddur á bænasamkomu í Louisville í gær og verður borinn til grafar í heimaborginni í dag AFP Þúsundir manna báðu fyrir Ali Stjórnvöld í Ísrael afturkölluðu í gær ferðaheimildir yfir 80.000 Palestínu- manna á Vesturbakkanum og bjuggu sig undir að senda þangað hundruð hermanna eftir að tveir pal- estínskir byssumenn skutu fjóra Ísr- aela til bana og særðu fimm í kaffi- húsi í Tel Aviv. Á myndum úr eftirlitsvélum sáust árásarmennirnir ganga rólega inn í kaffihúsið áður en þeir tóku upp byssurnar og hófu skothríð. Flestir gesta veitingastaðarins hlupu burt í ofboði en nokkrir veittu árásar- mönnunum mótspyrnu. Ríkisstjórn Ísraels sagðist hafa afturkallað ferðaleyfi um 83.000 Pal- estínumanna í föstumánuði múslíma og talið er að það auki spennuna sem hefur verið á Vesturbakkanum síð- ustu mánuði, að sögn fréttaveitunn- ar AFP. Vinnuleyfi 204 ættingja árásarmannanna í Ísrael voru einnig afturkölluð. Stjórnin sagði að ör- yggissveitir landsins myndi grípa til frekari aðgerða til að koma í veg fyr- ir fleiri árásir. Talsmaður Hamas, samtaka íslamista sem eru við völd á Gaza-svæðinu, fagnaði árásinni og lýsti henni sem „hetjudáð“. AFP Blóðsúthellingar Ísraelar faðmast eftir skotárás í kaffihúsi í Tel Aviv. Urðu fjórum að bana í kaffihúsi  Ferðaleyfi Palestínumanna afturkölluð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.