Morgunblaðið - 10.06.2016, Page 20

Morgunblaðið - 10.06.2016, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Evrópumótiðí knatt-spyrnu karla 2016 hefst í kvöld með leik Frakklands og Rúmeníu. Þetta er í fimm- tánda sinn sem mótið er hald- ið, en að þessu sinni á það sér- stakan stað í hjörtum íslenskra knattspyrnuaðdá- enda, þar sem íslenska karla- landsliðið leikur nú í fyrsta sinn á stórmóti í vinsælustu hópíþrótt heims. Það hefur verið að mörgu að hyggja í aðdraganda móts- ins, og hafa gestgjafarnir frönsku lagt sig í líma við að tryggja að mótið fari sem best fram og öryggisgæsla verði í hámarki, sér í lagi eftir hin skelfilegu hryðjuverk í nóv- ember síðastliðnum, sem meðal annars beindust óbeint að franska landsliðinu. Gera má ráð fyrir því að miklar til- finningar muni fylgja mótinu meðal heimamanna, ekki síst ef franska landsliðið nær góð- um árangri. Vert er að hafa í huga að af- rek íslenska liðsins er þegar unnið, sama hvernig leikirnir í riðlakeppninni fara. Líklega áttu fæstir von á því að liðinu tækist að tryggja sig beint í lokakeppnina en það tókst með gríðarlegri vinnu, sam- heldni og öflugri liðsheild. Takist að virkja þá kosti á ný þarf íslenska liðið engu að kvíða. Vitanlega yrði það mikið fagnaðarefni ef bætt yrði í hinn ótrúlega árangur Íslands í undan- keppninni, án þess þó að menn láti draumana hlaupa með sig í gönur. Takist það ekki geta bæði leikmenn og stuðningsmenn huggað sig við að liðið hefur þegar náð frábærum árangri, auk þess sem annað mót kemur eftir þetta. En árangurinn í íslenskri knattspyrnu einskorðast ekki við karlalandsliðið. Kvenna- landsliðið er hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á Evr- ópumóti kvennalandsliða í þriðja sinn í röð. Það er mark- verður árangur hjá konunum okkar og samanlagt staðfestir þetta að vel er staðið að mál- efnum knattspyrnunnar hér á landi. Miklu skiptir fyrir framtíðina að ungir iðkendur eigi sér fyrirmyndir sem þeir geta litið upp til, og landsliðin okkar tvö uppfylla svo sann- arlega það hlutverk. Mestu máli skiptir þó að landsmenn njóti stundar- innar, hvort sem það verður á völlunum sjálfum, á skipu- lögðum mannamótum innan- lands, heima í stofu eða hvar sem þeir kjósa að upplifa þessa veislu. Því að fram und- an er sannkölluð knatt- spyrnuveisla. Íslenska karlalands- liðið á stórmóti í fyrsta sinn} Knattspyrnuveisla Meirihlutinn ískóla- og frístundaráði Reykjavíkur ákvað í fyrradag að rétt væri að stytta viðveru barna á frístunda- heimilum borgarinnar um heilt kortér. Frá og með næsta hausti skal loka heim- ilunum á slaginu kl. 17.00. Með þessum aðgerðum er ætlunin að spara fjórar millj- ónir króna á þessu ári og ell- efu milljónir á næsta ári. Fjárhagsstaða borgar- innar er að sönnu skelfileg, þökk sé áralangri óstjórn vinstriflokkanna, og það munar um hverja krónu. Engu að síður virkar það sem argasta öfugmælavísa þegar hagrætt er í grunnþjónustu við börn um upphæð sem nemur um 15 milljónum króna á tveimur árum, á sama tíma og rúmlega tí- faldri þeirri upphæð er sól- undað í þrengingu við Grens- ásveg. Þá þrengingu bað enginn um og enginn hefur nokkurn minnsta áhuga henni á svo vitað sé, utan meirihlutans í borgarstjórn, sem sá gullið tækifæri til að sóa skattfé í gæluverk- efni. Því miður eru engin teikn á lofti um að þessi afstaða til málefna borgarinnar taki breytingum með núverandi flokka, Samfylkingu, VG, Pírata og Bjarta framtíð, við stjórnvölinn. Rusli verður leyft að safnast upp, veggja- krot fær að vaða uppi um alla veggi, snjór er ekki ruddur, götur eru ekki lagaðar og börn fá mat sem uppfyllir ekki lágmarkskröfur. Í ofan- álag bætist nú við að börn og foreldrar sem áður gátu treyst á vissa þjónustu frá borginni munu ekki geta það lengur. En það skiptir engu máli. Áfram verður for- gangsraðað í þágu gæluverk- efnanna. Hagrætt er hjá börnunum en gæluverkefnin halda velli} Meirihlutinn krækir í kortér A fhverju finnst mörgum það ekki vera neitt tiltökumál að borga nokkra hundraðkalla fyrir að leggja bílnum sínum í miðbænum á meðan skotist er í búðir eða snætt á veitingastað en arga svo og veina af vandlætingu ef svo mikið sem imprað er á því að rukka fimmtíukall fyrir að leggja á bílastæði við heimsþekkt náttúruundur úti á landi, sem fólk úr fjarlægum heimsálfum kemur sér- staklega hingað til lands til að sjá? Eins og allt eigi að vera ókeypis um leið og komið er austur fyrir Elliðaárnar en í fínu lagi sé að taka gjald fyrir hitt og þetta á höfuðborg- arsvæðinu. Gistináttagjald, ferðamannaskattur, far- þegagjöld eða náttúrupassi – hvaða orð sem við notum – inntakið er að koma á einhverskonar gjaldtöku á ferðamannastöðum þannig að hægt sé að vinna betur að uppbyggingu þeirra. Ýmsir möguleikar hafa verið ræddir fram og til baka, lítið hefur verið um niðurstöður eða aðgerðir og þrátt fyrir að í vor hafi verið ákveðið að veita 647 milljónir úr Framkvæmdasjóði ferða- mannastaða til uppbyggingar á nokkrum vinsælum ferða- mannastöðum er þessi umræða hvergi nærri til lykta leidd og enn berast fréttir af klósettleysi á ferðamannastöðum og skorti á aðstöðu. Svo því sé til haga haldið kemur ráð- stöfunarfé þessa framkvæmdasjóðs úr ríkissjóði, sem hlutfall af gistináttaskatti sem allir gististaðir greiða. Nú hefur undirrituð enga sérstaka skoðun á gjaldtöku á ferðamannastöðum eða annars staðar og er sér þess líka meðvitandi að koma erlendra ferðamanna skilar milljörðum í þjóðarbúið. Fleiri milljarða er að vænta í ár, því búist er við að 1,5 milljónir erlendra ferðamanna sæki landið heim í ár, í síðasta mánuði komu hingað 36,5% fleiri ferðamenn en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt tölum Ferðamálastofu og hagfræðideild Landsbankans spáir því að þeir verði 2,2 milljónir árið 2018. Sumsé eftir tvö ár. Ef einhver hefur tök á að kaupa sér flug- miða til að koma til Íslands, þá hlýtur sá hinn sami að geta borgað fyrir að leggja bíl. Eða fyrir að ganga örna sinna á salerni. Eða fyrir að nota þjónustuaðstöðu sem hefur kostað bæði fé og fyrirhöfn að koma upp. Kannski er svolítið einfalt að setja hlutina fram svona, en það er búið að flækja þessa umræðu aftur á bak og áfram, án nokkurrar niðurstöðu. Stundum hefur umræðan snúist um að gjaldtaka, hversu lítilfjörleg sem hún kunni að vera, fæli ferðamenn frá. Að það sé hreinlega dónalegt að hér á landi yrði sami háttur hafður á og víðast hvar annars staðar; sem er að fólk greiði fyrir þá þjónustu sem það notar og nýtur. Held- ur einhver virkilega að útlendingarnir sem sækja okkur heim myndu móðgast heiftarlega í stórum stíl, snúa upp á sig í fússi og rjúka til síns heima þó þeir þyrftu að borga fyrir að fara á klósettið? Ég held ekki. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Á allt að vera ókeypis úti á landi? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Mál komast á allt annað stigþegar lög eru sett ákjaradeilur og því er slíkaðgerð aldrei af hinu góða,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til þess að stjórnvöld hafa nú ákveðið að grípa inn í kjara- deilu Félags íslenskra flugumferðar- stjóra (FÍF) við Samtök atvinnulífs- ins, fyrir hönd Isavia. Með þeim lögum sem stjórnvöld settu á aðgerðir flugumferðarstjóra er þeim gert að hætta aðgerðum sínum þegar í stað, en FÍF setti á yfir- vinnubann 6. apríl sl. og þjálfunar- bann mánuði síðar, eða 6.maí. Takist ekki að undirrita nýjan kjarasamning fyrir 24. júní nk. mun innanríkis- ráðherra skipa þrjá aðila í gerðardóm sem ákveður kaup og kjör félags- manna FÍF. „Málinu var vísað hingað í febr- úar og síðan þá höfum við fundað 11 sinnum. Staðan er því nokkuð ljós á milli aðila, en nú er spurning hvort þetta nýja útspil hafi einhver áhrif og þá hvort þessi deila þokist eitthvað áfram,“ segir Bryndís, en að sögn hennar hefur verið boðað til nýs fund- ar og munu samninganefndir hittast klukkan hálfníu í dag. „Það er auðvitað komin ákveðin pressa og við þurfum að sjá hvort við náum að hreyfa við þessari stöðu. Vonandi náum við því, það er alltaf best þegar deiluaðilar ná að semja.“ Enn eitt höfrungahlaupið FÍF lýsti að loknum félagsfundi yfir „miklum vonbrigðum“ með ákvörðun stjórnvalda. „Með fyrir- mælum Alþingis er gerðardómi gert að úrskurða í takt við kjarasamninga undanfarinna missera. Um leið er honum fyrirskipað að horfa framhjá þeirri grundvallarkröfu flugumferð- arstjóra að tekið sé tillit til þess hve mjög þeir hafa dregist aftur úr öðrum hópum launafólks á því fimm ára tímabili sem samið var til árið 2011,“ segir í tilkynningu frá FÍF. „Maður hefur svo sem séð þetta áður. Þeir eru að koma úr 5 ára kjara- samningi og þá virðist þetta vera þann- ig að ef menn gera langan kjarasamn- ing þá dragast þeir aftur úr í launum og ná ekki að leiðrétta það,“ segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent í við- skiptafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í vinnumarkaðsfræðum. Gylfi Dalmann bendir á að eitt helsta markmið Salek-samkomu- lagsins sé að draga úr eins konar höfrungahlaupi í launahækkunum. „En það virðist hins vegar vera þannig að geri menn langa kjara- samninga þá lenda þeir í höfrunga- hlaupi,“ segir hann og vísar þá meðal annars til kjaradeilna ljósmæðra árið 2008 og lækna árið 2014. Yfirvinnubann er verkfall Flugumferðarstjórar hafa vakið athygli á því að u.þ.b. fimmta hver klukkustund hafi vegna manneklu í stéttinni verið unnin í yfirvinnu. FÍF ítrekar að þrátt fyrir lagasetninguna sé hverjum og einum flugumferðar- stjóra í sjálfsvald sett hvort hann vinni yfirvinnu. „Flugumferðar- stjórar hafa ekki verið í verkfalli held- ur yfirvinnubanni sem [...] eru mildari en nauðsynlegar aðgerðir,“ segir í áð- urnefndri tilkynningu FÍF. Aðspurður segir Gylfi Dalmann hins vegar yfirvinnubann vera dæmi um verkfallsaðgerð. „Það er niðurstaða félagsdóms og viðurkennt af íslenskum vinnurétti að yfirvinnubann er hluti af vinnu- stöðvun,“ segir hann. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Sigurjón Jónasson, for- mann Félags íslenskra flugumferð- arstjóra, vegna málsins. Kjaradeila FÍF nú komin á annað stig Morgunblaðið/Ernir Flugturn Búið er að boða til nýs fundar í kjaradeilu flugumferðarstjóra og verður hann haldinn hjá ríkissáttasemjara snemma í dag. Engin flugleiðsöguþjónusta átti að vera í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli milli klukk- an 21 í gærkvöldi og 7 í morgun. Kom þetta fram í tilkynningu sem Isavia sendi fjölmiðlum í gær, en þar segir meðal annars: „Forföll eru á næturvakt í flug- turninum og ekki hefur tekist að fá afleysingu,“ en vegna þessa varð ekkert flug um flug- völlinn í Reykjavík yfir áður- nefnt tímabil. Var notendum Reykjavíkurflugvallar þess í stað bent á að nota Keflavíkur- flugvöll. Flug lá niðri í Reykjavík FORFÖLL Á NÆTURVAKT Morgunblaðið/RAX Völlur Ekki tókst að manna vaktir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.