Morgunblaðið - 10.06.2016, Page 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016
SKEMMTUN FYRIR ALLA!
www.smarativoli.is / Sími 534 1900 / Smáralind
Sýnum EM leikina á
skjá á
Sportbarnum okkar
FRÍTT INN
ÁFRAM ÍSLAND
Tilboð á tímakortum á leikdögum
Hlökkum til að sjá ykkur!
Opnunartími: Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 14 til 22
Föstudaga frá kl. 14 til 23
Laugardaga frá kl. 12 til 23
Sunnudaga frá kl.13 til 22
- með morgunkaffinu
göng sem liggja undir kirkjuna.
Þaðan var síðan gengið æ dýpra.
Þarna í undirdjúpunum gengum við
um götur fyrri alda og sáum hvern-
ig fólk á fyrri tíð hafði útbúið grafir
forfeðra sinna. Mikil listaverk, lág-
myndir og styttur prýða marga
grafreitina sem fyrir augu ber
þarna, sumir eru þó einfaldari og á
enn öðrum eru aðeins legsteinar
með minningarorðum um látna ást-
vini. Og listaverkin eru bæði frá
kristnum tíma og tímanum fyrir
kristni. Þar má sjá egypsku guðina
Hórus, Ísis og Ósíris í bland við
gríska og rómverska guði og
kristna dýrlinga. Áfram lá leiðin í
gegnum borg hinna dauðu þar til
við komum loks að hvelfingu við
undirstöður grafhýsanna fyrir ofan
okkur. Þá staðnæmdist leið-
sögumaðurinn og benti okkur á lítið
op í marmaranum þar sem greina
mátti horn af fornum kistli, skríni
því sem talið er að Pétur postuli
hafi verið jarðsettur í. Fannst það
beint undir hinni fornu Péturskap-
ellu, en kapelluna höfðu menn reist
yfir legstæði Péturs. Okkur setti
hljóð á þessum forna og helga stað
og erfitt er að lýsa þeim hugsunum
sem að ferðalangi frá Íslandi sóttu.
Eftir stutta stund opnuðust dyr
hvelfingarinnar á ný og við héldum
frá Pétri postula, upp gegnum jarð-
lög og forn kirkjugólf þar til við aft-
ur vorum komin í hvelfingarnar
sem eru kjallarar núverandi Pét-
urskirkju. Þar eru miklar kapellur
gulli og dýrum gripum prýddar og
listaverkum aldanna. Loks opnaði
leiðsögumaðurinn dyr og við geng-
um út úr þessum mikla, forna og
helga heimi og inn í nútímann.
Ferðin í undirdjúp Vatíkansins að
gröf Péturs var á enda. Og úti beið
ítalska sólskinið, bjart sem aldrei
fyrr.
Höfundur er prestur og
leiðsögumaður um Rómaborg.
Sumir virðast álíta
að forseti Íslands geti
mótað embættið að
eigin vild. Það er ekki.
Aftur á móti setur sér-
hver forseti svip á
embættið eftir hæfi-
leikum og getu. Núver-
andi forseti fór fyrstur
forseta lýðveldisins inn
á nýjar brautir til þess
að auka pólitískt
áhrifavald sitt – án þess nokkur
fengi rönd við reist – vegna mót-
sagnarkenndra ákvæða í gildandi
stjórnarskrá, auk þess sem núver-
andi forseti var fyrsti forseti lýð-
veldisins sem hlotið hafði uppeldi í
pólitískri refskák og átakastjórn-
málum.
Ný stjórnarskrá
Brýn þörf er því á nýrri stjórnar-
skrá sem hæfir lýðræðisríki á 21.
öld, ekki bótasaumi sem stundaður
hefur verið. Ekki síst þarf að setja
skýr ákvæði um þar, hversu lengi
forseti getur setið og ákvæði um að
enginn geti orðið forseti nema hafa
meirihluta greiddra atkvæði að baki
sér. Ný stjórnarskrá þarf einnig að
auka beint lýðræði í kjölfar auk-
innar menntunar og aukins jafn-
ræðis, t.a.m. með skýrum ákvæðum
um þjóðaratkvæði í mikilsverðum
málum. Þá ættu viðræður um
stjórnarmyndn að fara fram fyrir
opnum tjöldum – án aðkomu forseta,
auk þess sem fulltrúar fram-
kvæmdavaldsins eiga
að sjálfsögðu ekki að
sitja á löggjaf-
arþinginu.
Grundvallaratriði í
lýðveldi með þing-
bundna stjórn er að
löggjafarþing, sem
kosið er með jöfnu at-
kvæðavægi allra kjós-
enda, ráði för og forseti
sé sameiningartákn –
ekki sérstakur stjórn-
málaflokkur, eins og
við höfum orðið að
horfa upp á.
Mótsagnir í stjórnarskránni
Undarlegt verður að telja hversu
miklar mótsagnir er enn að finna í
stjórnarskránni frá 1944. Skýringa
er ef til vill að nokkru að leita í því,
að stjórnarskráin frá 1944 eru leifar
dönsku stjórnarskrárinnar eða
stjórnarskrárinnar frá 1874. Í gild-
andi stjórnarskrá segir t.a.m. að for-
seti lýðveldisins sé ábyrgðarlaus á
stjórnarathöfnum og lætur ráðherra
framkvæma vald sitt. Engu að síður
skal forseti skipa ráðherra og veita
þeim lausn, ákveða tölu þeirra og
skipta störfum með þeim. Þetta er
alger mótsögn – hrein rökleysa.
Í stjórnarskránni segir einnig, að
forseti lýðveldisins veiti þau emb-
ætti, er lög mæla fyrir um, og geti
vikið úr embætti þeim sem hann
hefur veitt embætti og flutt
embættismenn úr einu embætti í
annað. Forseti geri samninga við
önnur ríki, rjúfi þing og geti lagt
fyrir Alþingi frumvörp til laga og
ákveðið að saksókn fyrir afbrot skuli
niður falla, ef ríkar ástæður eru til,
og náði menn og veiti almenna upp-
gjöf saka – en er samt ábyrgðarlaus
í stjórnarathöfnm. Þetta er alger
mótsögn – hrein rökleysa.
Sameiningartákn
Í upphafi var litið svo á, að forseti
væri sameiningartákn þjóðarinnar.
Með því er átt við, að í embættis-
verkum sínum kæmi hann fram fyr-
ir hönd þjóðarinnar allrar, sýndi
hlutlægni og hógværð í störfum og
gengi ekki erinda einstakra
hagsmunahópa. Að auki er forseta
ætlað að tala til þjóðarinnar þegar
við á til að stuðla að einingu og efla
virðingu Íslendinga fyrir landinu,
sögu þjóðarinnar og tungu, þáttum
sem gera Íslendinga að sérstakri
þjóð.
Kjör Vigdísar Finnbogadóttur
1980 vakti heimsathygli, enda var
hún fyrsta konan í heiminum sem
kjörin var í embætti þjóðhöfðingja.
Margir nutu góðs af hylli sem hún
naut erlendis vegna yfirvegunar, lát-
leysis og hógværðar sinnar. Núver-
andi forseti gerðist aftur á móti for-
mælandi íslenskra fyrirtækja sem
vildu hasla sér völl erlendis og ferð-
aðist á þeirra vegum og lofaði dugn-
að íslenskra fyrirtækja, kjark og þor
útrásarvíkinganna! Varð forsetinn
eins konar ráðherra verslunar og
viðskipta erlendis, enda þótt óvíst sé
nú, hver raunverulegur árangur
varð af því starfi – en tjón útrásar-
víkinganna skildi eftir sig djúp spor,
sárindi og skugga. Braut þetta gegn
hlutlægni forseta í störfum.
Nýr forseti
Þjóðin þarf nú forseta sem getur
orðið sameiningartákn, sýnt hlut-
lægni í störfum og komið fram fyrir
hönd þjóðarinnar allrar og markað í
starfi sínu stefnu sem sameinar alla
þegnana á tímum alþjóðahyggju og
með því eflt sjálfsvirðingu þjóðar-
innar og virðingu fyrir öðrum þjóð-
um við gerbreyttar aðstæður og
stuðlað að því að skapa samfélag
sem byggist á heiðarleika, réttlæti,
virðingu og jafnrétti.
Hlutverk forseta
Íslands – ný stjórnarskrá
Eftir Tryggva
Gíslason » Forseti þarf að geta
eflt sjálfsvirðingu
þjóðarinnar og virðingu
fyrir öðrum þjóðum og
skapað samfélag sem
byggist á réttlæti, virð-
ingu og jafnrétti.
Tryggvi Gíslason
Höfundur er fyrrverandi skólameistari
Menntaskólans á Akureyri