Morgunblaðið - 10.06.2016, Síða 26

Morgunblaðið - 10.06.2016, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016 ✝ Jón Skaftasonfæddist á Ak- ureyri 25. nóv- ember 1926. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnu- hlíð 3. júní 2016. Sonur hjónanna Skafta Stefáns- sonar, útgerðar- manns og síldar- saltanda frá Nöf, f. 6. mars 1894, d. 27. júlí 1979, og Helgu Jónsdóttur húsfreyju, f. 16. október 1895, d. 11. júní 1988. Systkini: Stef- án, f. 18. febrúar 1928, d. 9. apr- íl 2015, Gunnlaugur, f. 23. sept- ember 1930, og Jóhanna, f. 16. júlí 1933. Jón kvæntist Hólmfríði Gests- dóttur, f. á Seyðisfirði 3. apríl 1929, þann 6. apríl 1950. Hólm- fríður er dóttir hjónanna Gests Jóhannssonar, verslunar- fulltrúa á Seyðisfirði, f. 12. jan- úar 1889, d. 12. mars 1970, og Hólmfríðar Jónsdóttur hús- freyju, f. 25. júní 1890, d. 4. apr- íl 1970. Börn þeirra hjóna eru: 1) Gestur, f. 27. október 1950, kvæntur Margréti Geirsdóttur, f. 27. apríl 1951. Börn þeirra eru a) Hólmfríður, f. 7. júní Kristínu Þórisdóttur, f. 11. júlí 1961. Börn þeirra eru a) Þórir, f. 13. júlí 1985, b) Gestur, f. 25. janúar 1988, c) Ingunn, f. 11. maí 1990, d) Jón, f. 2 maí 2001. Jón var alinn upp á síldar- plani foreldra sinna, Nöf, á Siglufirði. Stúdent frá MA 1947, en í MA kynntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni. Próf í lög- fræði frá HÍ 1951. Héraðsdóms- lögmaður 1955 og hæstaréttarlögmaður 1961. Fulltrúi hjá ríkisskattanefnd og í fjármálaráðuneytinu. Í bæjar- stjórn Kópavogs 1958-1962. Þingmaður fyrir Framsóknar- flokkinn í Reykjaneskjördæmi 1959-1978. Yfirborgarfógeti í Reykjavík frá 1979 og síðar fyrsti sýslumaður Reykjavíkur til loka árs 1993. Var formaður Síldarútvegsnefndar, formaður Íslandsdeildar Norðurlanda- ráðs, formaður Íslandsdeildar alþjóðaþingmannasambandsins, formaður bankaráðs Seðla- banka Íslands og formaður Dómarafélags Íslands. Sat alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna 1971. Útför Jóns fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 10. júní 2016, klukkan 13. 1973, gift Sigurði Njarðvík Þorleifs- syni og eiga þau tvær dætur. b) Geir, f. 23. janúar 1973, sambýlis- kona Helga Hauks- dóttir og eiga þau tvo syni. c) Jón Skafti, f. 18. sept- ember 1981, og á hann eina dóttur. d) Árni, f. 4. októ- ber 1989. 2) Helga, fædd 22. mars 1953, var gift Helga H. Jónssyni, f. 14. maí 1943, d. 7. ágúst 2015. Börn þeirra eru a) Oddný, f. 24. apríl 1981, gift Cornel Ioan Ban og eiga þau eina dóttur. b) Sólveig, f. 9. febrúar 1988, gift Bóasi Hall- grímssyni og eiga þau son og dóttur. c) Gunnlaugur, f. 26. september 1987, sambýliskona Ásta Þyri Emilsdóttir og eiga þau einn son. 3) Skafti, fæddur 30. desember 1955, kvæntur Kristínu Þorsteinsdóttur, f. 10. apríl 1955. Börn þeirra eru a) Jón, f. 2. ágúst 1983, sambýlis- kona Hildur Björnsdóttir og eiga þau son og dóttur. b) Ólöf, f. 27. september 1988. 4) Gunn- ar f. 7. desember 1960, kvæntur Mamma kenndi okkur ungum að menn skrifuðu ekki minning- argreinar um foreldra sína. Það síaðist líka inn í okkur að eitthvað væri til í fimmta boðorðinu, um að heiðra skyldi föður sinn og móður. Fyrir vikið finnst okkur ekki rétt að víkja að því mörgum orð- um að við höfum öll talið pabba jafngóðan mann og verið getur og að við eigum ekki annað en af- skaplega fallegar minningar um hann. Hve vinsæll hann var hjá börnum í nágrenninu, sem iðulega bönkuðu upp á og spurðu hvort Jón Skaftason gæti komið út að leika sér. Því síður viljum við vekja máls á því að hann hafi verið barnabörnum sínum frábær afi og þau dáð hann og dýrkað. En við viljum, fyrir hans hönd, fá að þakka frábæru fólki á Sunnuhlíð. Vistin þar var honum örugglega ekki alveg auðveld, frekar en síðustu nokkur árin. Það átti ekki við hann að vera upp á aðra kominn, sem hann því miður varð við ævilok. En fólkið á Sunnuhlíð lét hann ekki finna fyr- ir því. Það umvafði hann ást og umhyggju og gerði honum síðustu metrana á lífsleiðinni svo góða sem verið gat. Segja má að í því felist starf þeirra sem á Sunnuhlíð vinna. En við erum sannfærð um að þetta risti dýpra en svo. Atlæt- ið og ástúðin sem pabbi naut var ekki eitthvað sem fæst aðeins fyr- ir laun. Raunveruleg væntum- þykja og virðing bjó að baki. Fyrir það fæst ekki nógsamlega þakkað en fyrir það erum við óendanlega þakklát, okkar vegna og fyrir hönd pabba og mömmu. Gestur, Helga, Skafti og Gunnar. Jón Skaftason, tengdafaðir minn, er látinn á nítugasta aldurs- ári. Mér er enn í fersku minni þeg- ar Gestur minn kynnti mig fyrir foreldrum sínum á þessum tíma árs fyrir 48 árum. Jón var þá þing- maður Framsóknar í Reykjanes- kjördæmi, afskaplega myndarleg- ur og hlýlegur maður. Í áranna rás fékk ég að reyna hvílíkum mannkostum Jón var gæddur. Öllu mótlæti tók hann af æðruleysi en þegar vel gekk voru viðbrögðin hófstillt. Jón var mikill fjölskyldumaður. Elskur að börnum sínum, barna- börnum og systkinum. Í þeim hópi voru hans bestu vinir. Hann var mikið snyrtimenni. Jafnan óað- finnanlega klæddur og allt í kring- um hann í röð og reglu. Jón hafði mikinn áhuga á þjóð- málum og pólitík almennt og fylgdist vel með heimsmálunum. Minnisstæðar eru stundirnar þeg- ar fjölskyldan kom saman í hádeg- inu á sunnudögum. Málin voru rædd og barist um orðið. Allir höfðu eitthvað til málanna að leggja. Í öndvegi sat Jón og stýrði umræðunni af hlýju og þeirri list sem hann kunni svo vel. Engar skoðanir voru öðrum rétthærri. Jón gladdist þegar hans fólki gekk vel. Hann gerði kröfur til annarra en þó fyrst og fremst til sjálfs sín. Hann gekk til allra verka af þvílíkum dugnaði og elju að maður óttaðist stundum að hann gengi fram af sér. Skipti þá ekki máli hvort hann var að vinna í garðinum, að mála húsið eða ryk- suga heimilið á sunnudagsmorgni. Á þessum árum kunnu börnin ekkert sérstaklega vel að meta sunnudagsþrif pabba síns. Það fyndna er að á fullorðinsaldri hafa a.m.k. sum þeirra tekið upp sömu siði. Jón og Hólmfríður kynntust í Menntaskólanum á Akureyri. Elsta barn þeirra, Gestur, fæddist þegar Jón var í námi við Háskóla Íslands. Hann lagði hart að sér við laganámið og lauk því á fjórum ár- um. Jafnframt hafði hann úti allar klær við tekjuöflun og rak m.a. fiskbúð um skeið. Þrátt fyrir þetta var oft þröngt í búi hjá ungu hjón- unum. Með tímanum urðu efnin meiri og þegar Jóni leið þannig að hann ætti nóg fyrir sig var hann ætíð tilbúinn að rétta börnum sín- um og síðar barnabörnum hjálparhönd. Hann var ákaflega örlátur á allt sitt. Síðustu árin voru tengdaföður mínum erfið. Hann var ósáttur við þverrandi þrek og honum féll illa þegar minnið brást honum. En aldrei brást elskulegum tengda- föður mínum samræðulistin. Betri hlustandi var vandfundinn. Að leiðarlokum vil ég þakka Jóni samfylgdina, hlýjuna og skilninginn sem hann sýndi mér. Ekki er hægt að hugsa sér betri tengdaföður. Margrét Geirsdóttir. Tengdafaðir minn, Jón Skafta- son, er látinn nær níræður. Ég vil í nokkrum orðum minnast hans. Ég var unglingur, aðeins 17 ára, er ég kom inn í tengdafjöl- skylduna. Ég hef því verið svo heppin að fylgja Jóni tengdaföður í hátt í 40 ár. Jón var séntilmenni, prúður og mikill snyrtipinni. Sérlega mynd- arlegur og glæsilegur. Það var þó umfram allt ástríki hans og um- hyggja fyrir velferð fjölskyldunn- ar sem mestu skipti. Hann var vakinn og sofinn yfir börnum og barnabörnum. Hann passaði upp á að barnabörnin væru vatns- greidd og með vel klipptar neglur. Ef við fjölskyldan skruppum í utanlandsferð voru fastir liðir að tengdó komu við í Hólahjallanum og kvöddu okkur með kossi. Vart vorum við svo lent aftur á heimleið er afi Jón var búinn að hringja og athuga með fjölskylduna. Oftast vorum við enn í flugstöðinni en a.m.k. náðum við aldrei til Straumsvíkur áður en síminn hringdi. Þetta þótti okkur afskap- lega vænt um. Jón var, eins og fyrr sagði, fyrirmyndar snyrtimenni. Alltaf að snurfusa og hreinsa til og dug- legur að láta hluti frá sér. Hann var svo iðinn við að mála Sunnu- brautina að innan sem utan að málningin þornaði vart áður en hafist var handa við næstu um- ferð. Eftir að fór að hægjast um í vinnu skellti hann sér í garð- yrkjuna af fullum krafti og á skömmum tíma varð garðurinn á Sunnubrautinni einn mesti skrúð- garður bæjarins. Jón nostraði við garðinn og gafst ekki upp í barátt- unni við mosann. Hann vorkenndi þó alltaf greyið mosanum þegar hann eitraði fyrir honum. Minningarnar streyma fram. Ég man er ég var tiltölulega ný í fjölskyldunni er tengdapabbi hafði skroppið til útlanda. Heim kom hann færandi hendi og hafði keypt handa mér rauðan kjól. Þetta var stórkostlegt er maður hugsar til baka. Kjarkaður var hann! Jón var ræðuskörungur enda þingmaður til margra ára. Hann flutti iðulega tækifærisræður. Á stórafmæli mínu fyrir nokkrum árum kvað hann sér hljóðs og hélt eina góða ræðu. Þarna var hann 85 ára. Þetta var líklega síðasta tækifærisræða hans og mikill heiður fyrir mig. Að lokum vil ég þakka yndis- legum tengdaföður og afa barnanna minna samfylgdina. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Kristín Þórisdóttir. Þegar afa Jóns er minnst er okkur þakklæti efst í huga. Hann var einstaklega ljúfur maður og góður við okkur barnabörnin sín eins og afar eiga að vera. Minn- isstætt er þegar hann talaði einu sinni sem oftar úr ræðupúlti Al- þingis í útsendingu sjónvarpsins. Stoltið var mikið yfir því að afi okkar væri í sjónvarpinu og öllum sem vildu hlusta var tilkynnt um þennan stórviðburð. Því eins og öll börn vita er bara merkilegt fólk í sjónvarpinu. Eitthvað reyndist erfiðara að átta sig á því um hvað var rætt hverju sinni, en afi sýnd- ist rökfastur og ákveðinn á þess- um vettvangi þótt barnshugurinn sé sjálfsagt ekki besti dómarinn í því efni. Það var samt ekki þessi maður sem mætti okkur barnabörnunum þegar komið var í heimsókn á Sunnubrautina. Þar var hann ljúf- mennskan og gjafmildin uppmál- uð og tók alltaf vel á móti okkur. Mörgum stundum eyddum við saman við alls kyns dútl þar sem hann var ýmist þátttakandi eða viðfang. Upp í hugann koma atvik þar sem honum var vatnsgreitt þar til skyrtan rennblotnaði, hann látinn leysa alls kyns þrautir og sýna töfrabrögð á borð við brotna puttann sem vakti ávallt lukku. Oft sátum við hjá honum og hlust- uðum á sögur af lífinu á Siglufirði og þótti mikið til koma. (Hvern langar ekki að geta að minnsta kosti sagst hafa stokkið niður af húsþaki ofan í hyldjúpan snjó- skafl?) Þá hlógum við saman að stríðnisögum afa okkar þar sem Gulli, yngri bróðir hans, var einatt fórnarlambið. Aldrei stríddi hann þó okkur, barnabörnunum. Einnig hefur rifjast upp tilraun sem gerð var til að athuga hve mikið þyrfti til að gera afa reiðan. Skemmst var frá því að segja að það mistókst herfilega þrátt fyrir alls kyns óknytti en samviskubitið yfir því að hafa komið svona illa fram við hann að ósekju logaði lengi á eftir. Enda sannaðist þar endanlega að afi varð aldrei reiður – að minnsta kosti ekki við okkur barnabörnin sín. Það var líka gott að spjalla við hann um ýmislegt og hann hafði mikinn áhuga á að heyra hvaða skoðanir við barnabörnin höfðum á ýmsum þjóðþrifamálum, sér- staklega þegar við eltumst. Erf- iðara reyndist að fá hann til að lýsa sínum skoðunum, en það var ekki síður skemmtilegt að hlýða á það. Afi hafði einstaklega góða og fallega nærveru og studdi okkur með ráðum og dáð í hverju því sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Það er ekki lítilsvert. Að leiðarlokum langar okkur að færa starfsfólki Sunnuhlíðar alúð- arþakkir fyrir hlýlega framkomu og hjartagæsku sem mun seint gleymast okkur aðstandendum. Hólmfríður, Geir, Jón Skafti og Árni. Við systkinin eigum ótal minn- ingar af afa okkar, Jóni Skafta- syni, og þær eru allar fallegar. Hann kunni betur en flestir full- orðnir að umgangast börn, kannski vegna þess að hann mundi svo vel eftir eigin æsku á Siglufirði. Þegar stórfjölskyldan kom saman skiptist hún gjarnan í tvær fylkingar: Á meðan fullorðna fólkið ræddi menn og málefni sát- um við börnin í hring í kringum afa, eins og agnarsmá hirð, og veltumst um af hlátri af sögum af því þegar hann var lítill. Í sögun- um voru systkinin á Nöf eins og börnin á Ólátagarði, samheldnir prakkarar í hringiðu skrautlegs mannlífs á síldarárunum. Afi var líka snargöldróttur. Með honum fylltust eyrun af tí- köllum, brenni og bláum ópal og bílskúrshurðir gengu fyrir hugar- orku. Hann gat stolið af manni nefinu og höggvið af sér fingur, en allt greri jafnóðum. Svo var bíllinn hans með fluggír, þótt venjulega kæmi grænt ljós rétt í þann mund sem við vorum að takast á loft. Á Sunnubrautinni opnuðum við systkinin hárgreiðslustofu þar sem afi var aðal-, og raunar eini, viðskiptavinurinn. Með vatnsglas og greiðu að vopni prófuðum við okkur áfram með allt frá klassísk- um herragreiðslum yfir í framúr- stefnulegt pönk. Afi var fyrir- myndarkúnni, jafn ánægður með allt saman – og blessunarlega ekki hársár. En afi var ekki bara fyndinn og uppátækjasamur, hann var líka hlýr og umhyggjusamur. Þegar pabbi og mamma voru í útlöndum og söknuðurinn yfirþyrmandi var ekkert betra en að kúra í fanginu á afa. Þá strauk hann á manni vangann og raulaði lag þar til manni leið betur. Hann gerði líka heiðarlega tilraun til að kenna okkur að meta klassíska tónlist. Á meðan hann vann í garðinum eða dyttaði að húsinu spilaði hann sin- fóníur og óperur. Við skottuðumst í kring og hann reyndi að opna fyrir okkur huliðsheim tónlistar- innar: „Heyriði, núna er veisla! Það er að vora! Hetjan okkar er að kveðja og grætur!“ Á gagnfræðaskólaárunum í Þinghólsskóla gengum við oft til afa og ömmu í hádegismat. Ekki brást það að þau báru á borð mat- inn sem þau töldu mest höfða til okkar í bland við sterku ostana og hræringinn sem þau voru sjálf hrifnari af. Svo hlustuðum við á hádegisfréttir á RÚV og ræddum daginn og veginn. Á aðfangadag fór afi með okkur í messu í Kópavogskirkju. Rétt fyrir sex vorum við fjölskyldan undantekningarlaust á harða- spani að klára jólaundirbúning. Svo renndi afi í hlaðið að sækja okkur, óaðfinnanlega fínn og pollrólegur. Þá voru jólin komin. Afi dottaði oft á meðan presturinn predikaði en það lifnaði yfir hon- um þegar kom að söngnum. Hann var svo söngglaður að oft heyrðist betur til hans en kórsins. Þegar við urðum eldri lærðum við betur að meta forvitni og fróð- leik afa. Hann var víðlesinn og vel að sér, einkum í sögu og heims- málum. Okkur fannst sérstaklega gaman að heyra af upplifun hans af alþjóðastjórnmálum síðustu aldar, sem hann var svo heppinn að kynnast í gegnum störf sín. En fyrst og fremst var afi okkur fyr- irmynd að því hvernig á að lifa líf- inu fallega, rækta garðinn sinn og hugsa um fólkið sitt. Takk fyrir allt, elsku afi. Oddný, Sólveig og Gunnlaugur Helgabörn. Þegar ég hugsa til afa míns og alnafna sé ég hann fyrir mér sitj- andi í rólegheitum í stólnum sín- um – að lesa Economist. Eða ber- an að ofan að mála Sunnubrautina í þriðja skiptið það sumarið. Þann- ig var afi, alltaf að. Hann fór í meistaranám í Ameríku að verða sjötugur og hætti aldrei að lesa, sækja fyrirlestra og afla sér þekk- ingar. Bókasafnið á skrifstofunni hans bar þess líka merki. Heilu hill- ustæðurnar um allt frá Róm hinni fornu til Síldarævintýrisins á Siglufirði. Ég held þó raunar að afa hafi þótt meira koma til þess síðarnefnda. Skrifstofan hans afa varð mér sem annað heimili þegar ég var í menntaskóla og síðar í háskólan- um. Þangað kom ég og lærði, borðaði með afa og ömmu, við spjölluðum og ég fræddist. Stund- um horfðum við á fótbolta. Við afi nutum félagsskapar hvors annars. Það fékk ég staðfest einhverju sinni þegar ég hringdi á undan mér og boðaði komu mína í hádegismat. Þegar ég mætti kom á daginn að hann hafði ekki sagt mér að amma hafði brugðið sér af bæ. Við þyrftum því að bjarga okkur sjálfir. Félagsskapurinn var betri en maturinn það hádeg- ið. Afi var líka alltaf ímynd heilsu- hreysti í mínum huga. Hann vakn- aði við fyrsta hanagal og synti, gekk mikið og var góður skíða- maður. Ég minnist þess meira að segja að hann hafi synt yfir Kópa- voginn og komið á land í Arnar- nesinu. Amma gerði nú lítið úr því og sagði hann hafa verið að ganga í augun á einhverjum flugfreyjum. Húmoristi hún amma. Glæsimennið hann afi minn var góður í öllu að mér fannst, nema að aka bíl. Hann játaði því heldur aldrei né neitaði að hafa fengið ökuskírteinið að gjöf frá Stebba bróður sínum þegar Stebbi var sumarlögga á Siglufirði. Ég hef notið þess á ýmsa vegu í lífinu að vera sonarsonur og nafni hans afa. Einhverju sinni fór ég í munnlegt próf í háskólanum og dró spurningu sem mér hugnaðist ekki. Heppnin var þó með mér því að prófdómarinn, virðulegur hæstaréttarlögmaður, fór að spyrja hvernig afi hefði það. Fræddi mig síðan um þeirra góðu kynni næstu mínútur. Ég fékk ágætiseinkunn á því prófi án þess að svara nokkurn tíma spurning- unni sem fyrir mig var lögð. Afi minn var glæsilegur maður og einstaklega góðhjartaður. Það er sárt að kveðja hann en ég mun ávallt brosa út í annað þegar ég sé hann fyrir mér, sólbrúnan og sæl- legan. Alltaf að. Takk fyrir samfylgdina, elsku afi. Vonandi stend ég undir þínu góða nafni þegar fram í sækir. Jón Skaftason yngri. Afi okkar Jón var svo góður karl að halda mætti að hann hefði verið persóna úr einni af fjölmörg- um ýkjusögum hans. Góð- mennska og gæska skein úr him- inbláum augum hans og gleði blasti við í stóru og glettnu brosi. Enginn töframaður hefur sýnt aðra eins hæfileika í að draga heilu fjársjóðina úr eyrum barna eða grætt eins mörg nef á sem voru nýslitin af. Afi Jón var einstakur snyrti- pinni. Bæði klæddi hann sig óað- finnanlega og gætti vel að því að halda Sunnubrautinni fallegri. Hann gekk um með greiðu og tannstöngul og stutt var í nagla- klippur. Jón, nafni afa og lang- yngsta barnabarn, varð ósjaldan fyrir barðinu á klippunum þegar afa þótti lengd nagla vera komin út fyrir velsæmismörk. Minnisstæð er heimsókn á Sunnubrautina þar sem við Þórir og Gestur göbbuðum Ingunni á leikskólaaldri með æðislegum gylliboðum til að fá stórt fiðrild- atyggjótattú yfir ennið. Prakkara- skapur eldri bræðranna, erfður frá afa, gekk þá fram af snyrti- mennsku hans og við tók heljar- innar skrúbbun við að þrífa óskapnaðinn af enni barnsins. Afi var alls ekki tilbúinn að gefast upp þótt afar erfiðlega gengi að ná fiðrildinu af. Afi hafði ofboðslega gaman af því að fá okkur barnabörnin til að hlæja og komst fljótt að því að góð aðferð til þess var að stríða ömmu örlítið. Þegar fjölskyldan sat fyrir framan sjónvarpið og horfði á fréttir, einkum veðurfréttir, hvísl- aði afi oft að manni að hann væri svolítið skotinn í fréttaþulunni. „Alls ekki segja ömmu þinni þetta,“ hvíslaði hann svo. Hann passaði upp á að hvísla nógu hátt til að allir í herberginu heyrðu. Amma tók svo þátt í gríninu, þótt- ist vera voðalega afbrýðisöm og við systkinin roðnuðum niður í tær. Þegar aldurinn færðist yfir þurftu afi og amma stundum á ör- lítilli aðstoð að halda, til dæmis við að slá garðinn eða finna út úr því hvernig öll þessi flóknu tæki virk- uðu. Þessa aðstoð vorum við að sjálfsögðu tilbúin að veita enda höfðu afi og amma margfalt unnið sér inn fyrir henni. Hins vegar mislukkuðust tilraunir til að gera afa greiða nánast alltaf. Allir greiðar fóru á þann veg að hann launaði fyrir þá með því að lauma, jafnvel þvinga, launum að barna- barni sínu sem voru úr öllu sam- hengi við hvert erfiðið var. Það er ofsalega sárt að kveðja þig, elsku afi okkar. Við verðum þó ævinlega þakklát fyrir allar góðu stundirn- ar sem við áttum með þér og fyrir allar dýrmætu lífsreglurnar sem þú kenndir okkur. Hvíl í friði, elsku afi. Þórir, Gestur, Ingunn og Jón Gunnarsbörn. Afi minn, Jón Skaftason, er lát- inn. Margs er að minnast að leið- arlokum og margt að þakka. Afi var í senn skemmtilegur, góður afi og bráðgreindur. Hann ferðaðist víða, átti gott og kært samband við fjölskyldu sína. Samband hans og ömmu er með því fallegra sem ég hef þekkt. Ég hef ekki tölu á því hversu oft afi sagði mér frá ör- Jón Skaftason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.