Morgunblaðið - 10.06.2016, Page 29

Morgunblaðið - 10.06.2016, Page 29
ir langt og strangt nám og þjálfun í útlöndum. Hægt væri að skrifa mikið um pönnukökurnar, kæfuna og brauðið hennar góða, en þrátt fyr- ir mikla færni í matseld og bakstri þá er hún fjarri því sem stendur upp úr í minningunni um Stebbu. Fyrir utan það að vera yndisleg frænka og góð manneskja sem skipti aldrei skapi og tók mér og mínum alltaf vel, var hún afburða- framkvæmdastjóri. Hún var mannþekkjari sem kunni að hvetja og ná fram því besta og treysti okkur til góðra verka í stað þess að vera með aðfinnslur og umvandanir. Ef henni mislíkaði sást það á svipnum og það var al- veg nóg. Hún var traust, stöðug, réttsýn og mikil fyrirmynd. Takk fyrir allt, elsku Stebba frænka. Meira: mbl.is/minningar Steinunn Kristín Þorvaldsdóttir. Elsku Stebba, þakka þér fyrir að hafa verið okkar. Við vorum kornung, þegar við komum að Ás- um, ungur prestur og fjölskylda hans. Það var ekki prestssetur í boði, en við fengum inni hjá ykkur Gumma og Ágústi föður þínum í Ásum. Það var okkar gæfa og gleði. Þegar við settumst að í Ásum áttum við von á okkar öðru barni. Í Ásum var okkur tekið með fögn- uði og þar eignuðumst við ævivini. Börnin okkar, Hrefna og Guð- mundur, voru ævinlega velkomin í vesturbæinn. Gummi, sem fædd- ist rétt eftir að við fluttum í Ása, var ekki fyrr farinn að bera sig um skríðandi en hann klóraði í hurðina á vesturbænum og sagði við Stebbu, þegar hún opnaði: Nammi. Þá var hann borinn á höndum Stebbu, Gumma eða Ágústs eins og prins, gefið gott í munn og ástríkt atlæti. Hrefna okkar var dekruð af öllu Ásafólk- inu og heimasætan Kristín gerði hana að drottningu. Hún fékk að taka þátt í öllum helstu atburðum á stóru búi og var alltaf í aðal- hlutverki. Bjarnheiður gekk svo í húsmæðraskóla í Ásum og lærði að matbúa allt mögulegt af besta toga hjá Stebbu. Svo kom yngsta barnið okkar eftir að við fluttum frá Ásum. Hann hlaut nafnið Stef- án, til að heiðra Stebbu okkar. Þegar sveitarstjórnin bauð okkur gott hús í Tröð við Árnes urðum við glöð, en fluttum með trega. Það var erfitt að yfirgefa Ása og kærleiksheimilið þar. En kærleikur Ása fluttist með okkur. Þau voru alltaf okkar og við þeirra. Stebba var virðuleg og stolt kona með góða sjálfsvirð- ingu. Hún þjónaði öðrum enda- laust, en vissi vel hver hún var og kunni að taka hóli. Hún var góð að innstu hjartarótum. Stebba elskaði tónlist, var mús- íkölsk og söng vel. Bjarnheiður og hún nutu þess að syngja saman í kirkjukór. Stebba var sópran, en Bjarnheiður söng alt. Það var líka hægt að tala við Stebbu um allt. Hún var heimakona, en hafði víða sýn á lífið. Yndislegar minningar eigum við um ferð í Fljótin með Gumma og Stebbu. Þangað höfðu þau aldrei komið, en voru svo vel lesin að það kom þeim ekkert á óvart. Þau náðu strax tengslum við Hemma og Auði, frændfólk okkar og vini í Fljótum. Við skilj- um það, góðum líkar góðir. Stebba var þeirrar gerðar að hún hallaði aldrei orðinu á annan, en margir urðu stærri af því að kynnast henni. En að lífslokum urðu hennar styrkleikar veikleik- ar. Hún var ekki fyrir ferðalög eða breytingar. Síðustu ár voru þung og við erum svo þakklát fyr- ir að hún fékk að fara til Gumma síns og allra hinna. Þeim fegin- leika fylgir þung sorg. Það er svo sárt að fá aldrei að faðma þig aft- ur, elsku Stebba okkar. Allir þínir verða alltaf okkar, við sendum þeim innilegar samúðarkveðjur. Bjarnheiður, Sigfinnur, Hrefna Ösp, Guðmundur og Stefán Þór. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGA ÞÓRARINSDÓTTIR frá Þykkvabæ, sem andaðist þriðjudaginn 31. maí, verður jarðsungin frá Prestsbakkakirkju á Síðu laugardaginn 11. júní klukkan 13. . Einar Bjarnason Þórarinn Bjarnason Helga Jónsdóttir Arnar Bjarnason Anna María Pétursdóttir Halldóra Eyrún Bjarnadóttir Orri Guðjohnsen barnabörn og barnabarnabörn MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016 ✝ Jón Einarssonfæddist á Siglu- firði 31. janúar 1926. Hann lést á Spáni 23. maí 2016. Foreldrar hans voru Einar Ás- grímsson, f. 1896, d. 1979, og Dóróthea Sigurlaug Jónsdótt- ir, f. 1904, d. 2001. Systkini Jóns eru: Ásta, f. 1928, Ásgrímur, f. 1929, látinn, Guð- laug, f. 1932, látin, Sólveig, f. 1934, Brynjar Óli, f. 1936, látinn, Stella Minný, f. 1940, og Ey- steinn, samfeðra, f. 1923, látinn Jón kvæntist 31. janúar 1953 eftirlifandi eiginkonu sinni, Guð- rúnu Margréti Valberg Hall- grímsdóttur, f. 27. janúar 1934 á Sauðárkróki. Börn Jóns og Guðrúnar eru: Margrét Indí- ana, f. 1952, í sam- búð með Ágústu Pálsdóttur, Hallgrímur Val- berg, f. 1954, kvæntur Supanee Runarun, Einar Theódór, f. 1957, kvæntur Bergþóru Ingimarsdóttur, Dóróthea Sigurlaug f. 1961, gift Jóhanni Hjartarsyni, og Hjörtur, f. 1965, kvæntur Þóru Kemp. Afabörn eru tólf, þar af þrjú lát- in. Langafabörnin eru fimm og langalangaafabörn tvö. Útför Jóns fer fram frá Hvera- gerðiskirkju í dag, 10. júní 2016, klukkan 11. Elsku besti pabbi minn er lát- inn. Ég veit vel að þetta er lífsins gangur en þetta er samt svo óraunverulegt. Mín elsta minning er af okkur tveimur saman, ég var sennilega fimm ára, við bókalest- ur fyrir svefninn. Ég man að það var svo notalegt að liggja í fangi þínu og hlusta á sögu. Þessa minn- ingu hef ég tekið með mér í lífið og nýt þess að liggja með börnum mínum og lesa fyrir þau góðar kvöldsögur. Ég harma það að hafa ekki deilt þessari minningu með þér, nú þegar þú ert farinn. Ég minnist einnig ferða okkar til Sigló að heimsækja ömmu og afa á Grundargötunni. Bílferðin á þessum árum tók um ellefu klukkustundir og ég man að þú varst eins og herforingi við stýrið á einbreiðum veginum og komst okkur heilum á leiðarenda. Þar var oft glatt á hjalla, þó sér í lagi þegar Bóbó bróðir þinn og þú leidduð saman hesta ykkar, þetta voru eins og bestu revíur og var hlegið þar til menn lágu hver um annan þveran. Á fullorðinsárum mínum áttum við margar góðar stundir saman tengdar æskuslóð- um þínum enda húsið á Eyrargöt- unni sem þú hafðir svo miklar mætur á griðastaður allra sem heimsóttu ykkur mömmu á meðan húsrúm leyfði. Í mínum huga verður Eyrargata 28 ávallt hús Nonna Theu og Rúnu. Ég mun sakna stundanna sem við áttum saman undir það síðasta þegar þú sagðir sögur, jafnvel úr æsku þinni á Sigló, eins ljóslifandi og atburðirnir hefðu gerst í gær. Takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman í blíðu jafnt sem stríðu. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Hvíl í friði, elsku pabbi minn. Hjörtur Jónsson. Elsku pabbi minn, margs er að minnast í gegnum árin okkar sam- an. Ferðalögin í barnæsku þegar farið var norður á Sauðárkrók og Siglufjörð, svo tóku unglingsárin við og þar stóðst þú með mér í blíðu og stríðu. Og mikið varstu glaður og ánægður þegar barna- börnin fæddust, enda bjuggum við hjá ykkur mömmu og því nóg fyrir ykkur að gera. En svo þegar farið var að heiman var nú ekki allt dans á rósum en þið mamma alltaf tilbúin að aðstoða þegar þörf var á. Og ekki þótti þér leiðinlegt að heimsækja litlu fjölskylduna til Svíþjóðar á meðan við bjuggum þar og vitnaðir þú oft í þær heim- sóknir. En þegar heim var komið aftur hafði litla fjölskyldan minnk- að og átti eftir að minnka meir og alltaf stóðst þú sem klettur við mína hlið. Gaman er að segja frá því þegar þú fórst á eftirlaun en þá fórstu að safna pennum og sníktir penna úti um allt. Ég passaði líka upp á að eiga alltaf fulla skúffu af pennum sem þú gast gengið í. Pennasafnið þitt óx og óx og var þitt líf og yndi. Svo vel skipulagt og vel passað upp á og endaði í einum 18 þúsundum pennum. Um það leyti sem þið mamma flytjið á Ás í Hveragerði fluttist ég til Spánar. Og átti það eftir að verða uppáhaldsstaðurinn þinn, og heimsóttuð þið mig á hverju ári og ferðuðust með mér um landið. Þú varst mjög glaður þegar þið ákváðuð að koma nú í maí sl. eftir eins árs hlé, og náðum við að gera svo margt skemmtilegt. Þú svo sæll og glaður að vera kominn aft- ur á uppáhaldssvalirnar þínar í sólinni, að betra líf gæti ekki verið til voru þín orð. Þú ákvaðst að enda þetta líf þar og ég er svo viss um í mínu hjarta að þú ert ánægð- ur með það. Enn og aftur, elsku pabbi, takk fyrir allt saman og við sjáumst síðar. Þín dóttir Margrét (Magga). Kæri vinur. Okkar samskipti voru ekki löng í árum talið en góð og skemmtileg. Ég rifja upp allar sögurnar sem ég fékk að heyra hjá þér og spanna lífshlaupið þitt. Ég dáðist svo að þessu ótrúlega minni þínu sem þú hafðir fram á síðasta dag, sama hvort um manna- eða stað- arnöfn eða ártöl var að ræða. Heimsóknir þínar til okkar á Spán eru eftirminnilegar því þú naust þeirra svo vel og hafðir gaman af. Síðasta ferðin þín er sú sem verð- ur mér minnisstæðust því þú, kominn á þennan aldur, hafðir enn svo gaman að því sem við gerðum. Ferð okkar saman í stóru versl- unarkeðjuna þar sem ég fékk þig til að kíkja með mér í allar skóbúð- ir svæðisins, kíkja inn í stærstu byggingarvöruverslun og mat- vöruverslun sem þú hafðir séð og hafðir gaman af. Ferð okkar sam- an til spánska rakarans sem talaði meira en hann klippti og við hlóg- um mikið að. Þú varst kominn með fullt af nýjum sögum sem þú ætlaðir að segja á Ási, en vinur, það bíður betri tíma. Þakka þér fyrir stutta en góða samfylgd. Ágústa. Látinn er Jón Einarsson mál- arameistari frá Siglufirði. Ég kynntist Jóni fyrst í álverinu í Straumsvík skömmu eftir að ál- verið tók til starfa. Hann var þá á byggingadeild sem sá um viðhald bæði utan- og innanhúss. Auk málara voru þar einnig trésmiðir og múrarar. Þetta var lítil deild í skemmu á svæðinu sem sá einnig um sjóbúnað á álfarmi í skipum til útflutnings. Jón var með sína menn í horni skemmunnar sem var við frekar óhentugar kring- umstæður vegna þrengsla og ryks. En síðar meir lagaðist að- staða til málningar þegar útbúið var málningarverkstæði í bygg- ingu annarstaðar á svæðinu þar sem hægt var að sprautulakka tæki. Jón var mjög drífandi og vildi láta verkin ganga og ljúka þeim á tilskildum tíma. Stundum voru sumarstrákar hjá honum sem þekktu lítt til málningar- vinnu. Hann var duglegur að segja þeim til og brýndi fyrir þeim gildi vinnunnar sem gat stundum verið erfið uppi á þökum og víða voru hættur á þessum vinnustað. Jón og konan hans, Guðrún Val- berg, Rúna, voru í ferðahóp sem þeir félagar í hópnum kölluðu Út- laga. Einhverju sinni gátu ekki nokkrir félagar tekið þátt í ferð sem var áætluð um sumarið og bauð hann þá mér og konu minni að koma með. Þetta varð til þess að við vorum tekin í hópinn og ferðuðumst með þeim í mörg sum- ur. Ferðahópurinn hafði á stefnu- skrá sinni að fara helst á þá staði sem við höfðum ekki komið á áður. Það má segja að hópurinn hafi borið nafn með rentu því við lögð- umst hreinlega út í tjöld í nokkra daga. Oftast fengum við rútu frá Vestfjarðaleið með sama bílstjór- ann, Jón M. Jóhannsson, öðling- smann, sem kom svo síðar í hópinn ásamt konu sinni. Þessar ferðir opnuðu okkur nýja sýn á landið sem við búum að alla ævi. Jón var hrókur alls faganaðar í þessum ferðum, brandararnir og tilsvör sem komu frá honum eru eftir- minnileg og þurfti oft að þerra hvarma þegar hann var í essinu sínu. Jón kom glaður til mín einu sinni í vinnunni og sagðist vera búinn að kaupa gamalt og lítið hús á Siglufirði sem þyrfti að vísu smálagfæringar. Við hjónin kom- um oft til þeirra á Siglufjörð, er þau Rúna dvöldu þar og voru að lagfæra húsið og umhverfi þess. Nú hafa börn þeirra tekið við hús- inu, endyrnýjað og stækkað lítið eitt og lítur það glæsilega út í dag. Jón og Rúna komu oft til okkar Vénýjar í sumarhýsið okkar á Ólafsfirði, sérstaklega eftir opnun Héðinsfjarðarganga. Bar þá oft á góma fyrrverandi vinnustað okk- ar í Straumsvík og framvindu mála þar. Mikið áhugamál Jóns var að safna pennum, bæði meðan hann var að vinna og eftir að hann var kominn á eftirlaun. Pennarnir skiptu þúsundum og var þeim komið fyrir í þar til gerð- um möppum og allt skrásett í tölvu. Þegar maður hitti hann á góðri stundu og var með penna í vasanum þurfti hann að skoða og vita hvort hann ætti eins penna. Það var ótrúlegt hvað hann var naskur að vita hvaða tegund af pennum hann ætti. Ef ég fór til út- landa þá hafði ég alltaf í huga að færa honum penna sem ég vonaði að hann ætti ekki. Við Véný sendum fjölskyldu Jóns innilegar samúðarkveðjur. Sveinbjörn Sigurðsson. Jón Einarsson Það er erfitt að finna réttu orðin til að kveðja náinn vin og bróður. Örn kom til mín til Danmerkur árið 2004 fljótlega eftir að ég fluttist þangað. Við bjuggum saman með dóttur minni, Gio- vönnu, í Trige. Leiðir okkar skildi síðan. Ég flutti aftur til Íslands árið 2007, en Örn varð eftir í Dan- mörku. Hann naut sín vel hér og átti marga vini. Ég kom aftur til Danmerkur árið 2010 og flutti þá aftur til Trige. Við hittumst af og til, en með tímanum urðu sam- skipti okkar meiri. Hann leitaði oft til mín ef eitt- hvað bjátaði á. Þegar heilsa hans fór svo versnandi vegna lungna- sjúkdóms sem hann greindist með úti þurfti hann á meiri að- stoð að halda. Þessi veikindi fóru versnandi og árið 2014 fékk ég með hjálp góðra manna og kvenna hjá Ár- ósakommúnunni, verndað hús- næði handa honum. Þar fékk hann alla þá hjálp sem hann þurfti. Ég var honum líka alltaf innanhandar. Við vorum í daglegu sambandi. Hann lagði líka mikla áherslu á að vera í sambandi við börnin sín, Maríu, Ásdísi og Martin. Hann bar hag þeirra fyrir brjósti og elskaði þau meira en lífið sjálft. Eftir mjög alvarleg veikindi í janúar og febrúar á þessu ári komu dætur hans til hans í heim- sókn. Það var yndislegt að sjá hversu tengd þau voru. Það var Örn Ragnar Motzfeldt ✝ Örn RagnarMotzfeldt bif- vélavirki fæddist 28. október 1954. Hann lést 24. apríl 2016. Útför Arnar fór fram 3. júní 2016. greinilegt að langur aðskilnaður við dæt- urnar hafði ekki haft mikil áhrif á þeirra samband. Eftir þessa heim- sókn var hann aftur kominn með lífs- neistann og gleðina í hjartað sitt. María og Ásdís ákváðu að koma aftur í ágúst og vera með honum og hann hlakkaði mikið til þess. Hans orð voru: Thea, ég er svo glaður. Ég trúi þessu bara varla. Ég er búinn að fá þær aftur. Ég veit að hann fór glaður og í friði frá þessum heimi. Það er mikil hjálp í sorginni, en tóma- rúmið situr enn í mínu hjarta. Hann eignaðist líka góðan vin í eiginmanni mínum. Þeir áttu margar góðar stundir saman og var Frank Erni góður vinur. Með þessum fáu orðum og ljóði vil ég minnast míns elskulega bróður og besta vinar. Æ, hvar er leiðið þitt lága, ljúfasti bróðir? Þar sem þú tárvota vanga á vinblíða móður mjúklega lagðir, er lífið lagði þig, bróðir minn kæri, sárustu þyrnunum sínum, þótt saklaus þú værir og góður. Æ, hvar er leiðið þitt lága? Mig langar að mega leggja á það liljukrans smáan, því liljurnar eiga sammerkt með sálinni þinni og sýna það, vinur minn besti, að ástin er öflug og lifir þótt augun í dauðanum bresti. (Jóhann Sigurjónsson) Frá eiginmanni mínum, Frank Richard Hansen: Örn var góður og kærleiksrík- ur maður, einnig var hann kær vinur. Theódóra Ragnarsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, GUÐFINNA KARLSDÓTTIR (Dodda), lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi þriðjudaginn 7. júní. Jarðarförin auglýst síðar. . Geir Kristjánsson, Sólrún Geirsdóttir, Sigurður H. Helgason, Róbert G. Geirsson, Sigríður Ólafsdóttir. Elskulegur sambýlismaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTVIN GUÐMUNDSSON, Valsholti, Stafholtstungum, lést í Brákarhlíð, Borgarnesi, 8. júní. Jarðarförin fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 11. júní klukkan 14. . Helga Þórný Guðmundsdóttir, Guðbjörn Kristvinsson, Svana Lára Hauksdóttir, Þorsteinn Kristvinsson, Sóley Stefánsdóttir, Kristín Kristvinsdóttir, Dagbjartur R. Jónsson, Björn Ingi Kristvinsson, Isabel Miranda Plancarte, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS K. ÞÓRÐARSONAR múrarameistara. Fyrir hönd aðstandenda, . Úndína Gísladóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.