Morgunblaðið - 10.06.2016, Page 32

Morgunblaðið - 10.06.2016, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016 Smáauglýsingar Dýrahald Maltese hvolpar til sölu 3 maltese-rakkar, fæddir 08.04.2016 til sölu. Verða tilbúnir til afhendingar 17. júní 2016. Þeir verða með ættbók frá HRFÍ, bólusettir, heilsuskoðaðir, tryggðir hjá VÍS, örmerktir. Startpakki fylgir einnig með. Fleiri upplýsingar má fá í síma 8464221 eða e-mail laudia92@hotmail.com Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Rotþrær-vatnsgeymar- lindarbrunnar. Rotþrær og siturlagnir. Heildar lausnir - réttar lausnir. Heitir Pottar. Lífrænar skolphreinsistöðvar. Borgarplast.is, Mosfellsbæ, sími 561 2211 Iðnaðarmenn Ýmislegt TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ AÐHALDSbuxur S,M,L,XL á kr. 2.500,- AÐHALDSbuxur í S,M,L,XL á kr. 2.500,- Laugavegi 178 Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Sendum um allt land Erum á Facebook. Veiði EM - við leikum með Höfðabakka 1, 110 Reykjavík s. 555 6090 - www.heimavik.is Í júní og júlí, meðan íslendingar leika á evrópumótinu, fylgir aukaglaðningur hverju seldu silunganeti Bílar Renault Traffic árg. 2006. VSK bíll. Ekinn 160 þús. í góðu ástandi til sölu. Uppl. í s. 5444333 og 8201070. Hjólbarðar Matador heilsársdekk tilboð 215/70 R 16 kr. 21.990 235/60 R 18 kr. 31.890 255/55 R 18 kr. 33.100 255/50 R 19 kr. 38.900 275/40 R 20 kr. 49.900 Framleidd af Continental í Slóvakíu Frábær dekk á góðu verði Kaldasel ehf., dekkjaverkstæði Dalvegur 16 b, 201 Kópavogur s. 5444333 ✝ IngibjörgSveinsdóttir fæddist á Ósabakka á Skeiðum 6. ágúst 1933. Hún lést á Landakoti 3. júní 2016. Foreldrar henn- ar voru hjónin Auð- björg Káradóttir frá Ósabakka á Skeiðum, f. 20. júní 1899, d. 1988, og Sveinn Gestsson frá Húsatóftum á Skeiðum, f. 31. ágúst 1890, d 1964. Ingibjörg átti tíu systkini og eru þau Lilja Sveinsdóttir, f. 20.3. 1922, d. 21.8. 1943, Guð- mundur Sveinsson, f. 12.2. 1923, d. 3.4. 2011, Kristín Sveins- dóttir, f. 14.2. 1924, d. 12.2. 2015, Kári Sveinsson, f. 14.7. 1925, d. 12.5. 1997, Helgi Sveins- son, f. 18.2. 1928, d. 8.9. 2015, Valgerður Sveinsdóttir, f. 12.7. 1929, d. 27.8. 2003, Guðrún Sveinsdóttir, f. 6.3. 1931, Skarp- héðinn Sveinsson, f. 5.10. 1934, Bjarni Sveinsson, f. 29.11. 1939, Reyni Stefánsson, f. 5.6. 1998, og Arngrím Stefánsson, f. 16.5. 2003. Sveinn Arngrímsson, f. 18.1. 1969, kvæntur Elísabetu Ingu Marteinsdóttur, f. 21.1. 1979. Sveinn á tvö börn frá fyrra hjónabandi, Stefni Sveinsson, f. 31.1. 1994, og Areyju Ingibjörgu Sveinsdóttur, f. 12.11. 2003, og með Elísabetu Martein Elí Sveinsson, f. 16.3. 2011. Elísabet á Gyðu Stefaníu Halldórsdóttur, f. 6.5. 2002, úr fyrra sambandi. Auðbjörg Arngrímsdóttir, f. 31.7. 1970. Auðbjörg á Köru Guðmundsdóttur, f. 6.4. 1993. Ingibjörg ólst upp á Ósa- bakka á Skeiðum. Hún gekk fyrst í Brautarholtsskóla á Skeiðum, en svo fór hún í gagn- fræðanám við Laugarvatns- skóla. Að loknu náminu fluttist hún til Reykjavíkur og vann þar á saumastofu. Einnig bjó hún um skeið í Danmörku og vann við sömu iðn þar. Eftir að heim var komið vann hún við ört stækkandi heimili sitt í Reykja- vík meðan börnin uxu úr grasi. Um nokkurra ára skeið vann hún við skrifstofustörf hjá RA- RIK. Hún hafði gaman af hand- iðn og málaði sem og skar út fal- lega muni. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 10. júní 2016, klukkan 15. d. 8.4. 2016, og Haf- liði Sveinsson, f. 20.6. 1944. Ingibjörg giftist Arngrími Marteins- syni þann 9. apríl 1960. Eignuðust þau eftirtalin börn: Kári Arn- grímsson, f. 3.1. 1960, kvæntur Birnu Káradóttur, f. 16.7. 1961. Þau eiga þrjú börn, Írisi Káradóttur, f. 10.4. 1989, Hörpu Káradóttur, f. 9.11. 1991, og Birki Kárason, f. 7.10. 1995. Birna á Óskar Gísla Sveinsson, f. 15.3. 1981, úr fyrra sambandi. Reynir Arngrímsson, f. 15.3. 1961, kvæntur Nönnu Maju Norðdahl, f. 3.7. 1968. Reynir á þrjú börn, Arnar Inga Reynisson, f. 20.9. 1986, Hauk Hannes Reynisson, f. 27.9. 1990, og Helenu Reynisdóttur, f. 9.3. 1994. Kara Arngrímsdóttir, f. 26.9. 1964, gift Stefáni Guðleifssyni, f. 5.7. 1963. Þau eiga tvö börn, Stundum kynnist maður fólki í lífinu sem gerir mann að betri manneskju. Fyrir 29 árum kynntist ég Ingibjörgu Sveins- dóttur, tengdamóður minni. Þá var ég einstæð móðir sem var svo heppin að hitta Kára son hennar. Ingibjörg tók mér opnum örmum og urðum við strax perluvinkon- ur, í okkar tilfelli skipti aldur ekki máli. Þegar Kári fór utan í nám komum við Óskar reglulega í heimsókn til vinkonu minnar og tengdamóður og var okkur oft boðið að borða með þeim slátur. Óskari þótti slátur það besta sem hann fékk og Ingibjörg passaði alltaf upp á að eiga uppáhalds- matinn hans. Ingibjörg var hóg- vær og nægjusöm kona og alltaf stutt í brosið. Það þurfti svo lítið til að elskuleg tengdamóðir mín ljómaði af gleði, bara að láta sjá sig. Við sátum oft lengi að spjalli um börnin hennar sem hún var svo stolt af, sveitina hennar sem var henni svo kær, húsið hennar og garðinn sem hún var svo ánægð með eða baráttu kvenna fyrir jafnrétti, sem var hennar hjartans mál. Ingibjörg talaði mikið um hvað henni þótti sárt að hafa ekki getað menntað sig svo hún lagði sig alla fram við að börnin hennar fengju tækifæri til menntunar. Það var hennar stolt og gleði þegar það gekk upp hjá þeim öll- um. Það skemmtilegasta sem Ingibjörg gerði var að dansa og henni þótti ekki slæmt að dætur hennar fóru í þá átt. Það má eig- inlega segja að fjölskyldan hafi verið dansfjölskylda og þó að hæfileikarnir væru mismunandi á milli systkina fannst öllum gam- an í dansi og eins og tengdafaðir minn sagði oft. Dansinn er lík- amsrækt og dansinn lengir lífið. Ingibjörg og Arngrímur fóru eins oft og þau gátu austur fyrir fjall í sveitina hennar á Ósabakka á Skeiðum. Þar átti hún hlut í sælu- reit í risinu þar sem hún ólst upp og gat hitt fjölskyldu og vini í sveitinni kæru. Ingibjörg og Arn- grímur voru líka í hljómsveit sem heitir Vinabandið. Þegar það vantaði trommara í Vinabandið hélt Ingibjörg nú að hún gæti spilað á trommur, konur geta allt sem þær vilja sagði hún alltaf, þær verða bara að fá tækifæri. Arngrímur spilaði á harmonikku og Ingibjörg spilaði á trommurn- ar. Þau voru ófá skiptin sem þau hresstu upp á lífið fyrir eldri borgara í Fríðuhúsi og fleiri stöð- um eins og á Landakoti, þar sem Ingibjörg dvaldi síðustu dagana sína. Þegar Ingibjörg var sextug tók fjölskyldan sig saman og gaf henni trommusett í afmælisgjöf. Á þetta trommusett spilaði Ingi- björg þar til rétt áður en hún féll frá. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst Ingibjörgu því að betri og yndislegri manneskja er vand- fundin. Þakklát fyrir tímann sem við öll áttum með henni og þakk- lát fyrir að hún gerði okkur öll að betri manneskjum af því að hún var eins og hún var. Birna Óskarsdóttir. Ingibjörg Sveinsdóttir Í dag er æskuvin- kona mín kvödd, Helga Torfadóttir. Tólf ára gömul fór ég til Siglufjarðar til þess að vera þar í vist um sum- arið. Þá kynnist ég Helgu, þessari fallegu og skemmtilegu stelpu. Síðan skildi leiðir og við höfð- um ekkert samband í mörg ár. Einn daginn hringir dyrabjallan hjá mér og úti stendur kona með lítinn strák og segir: „Komdu blessuð og sæl, ég heiti Helga Torfadóttir.“ Hún var þá nýflutt til Akureyrar ásamt eiginmanni sínum, Matthíasi Guðmundssyni, sem þá var ráðinn útibússtjóri Útvegsbankans. Þar með endur- nýjuðum við okkar gömlu kynni. Helga var mikil félagsvera, var í stjórn Málfreyjufélagsins Rún- ars og stofnaði gönguklúbb. Þeg- ar ég var formaður Félags eldri borgara þá var hún formaður ferðanefndar og skipulagði og fór í margar ferðir á vegum félagsins. Í einni slíkri tilkynnti Helga að Helga Torfadóttir ✝ Helga Torfa-dóttir fæddist 26. febrúar 1926. Hún lést 31. maí 2016. Útför Helgu fór fram 7. júní 2016. hún ætlaði að flytja til Reykjavíkur, þá varð þessi vísa til: Illa fregn er illt að fá eins og dæmin sýna. Helga ekki missast má, mun þá gleðin dvína. Margar voru ferðirnar sem við Helga fórum ásamt vinkonu okkar Ás- dísi Árnadóttur. Að hittast eftir á, rifja upp, skoða myndir og hlæja saman voru dýr- mætar stundir. Í einni utanlands- ferðinni kynntist hún sambýlis- manni sínum, Garðari Guðmundssyni frá Ólafsfirði. Þar kynnist hún hans ágætu fjöl- skyldu og átti með þeim mörg góð ár. Helga var frábær leiðtogi, sem átti auðvelt með að virkja fólk með sér. Ég kveð mína kæru vinkonu með virðingu og þökk fyrir allar góðar samverustundir. Sendi öllum ættingjum Helgu innilegar samúðarkveðjur. Björg Finnbogadóttir (Bella). Fyrstu minningar um Helgu, frænku mína, eru frá því hún var líklega um tólf eða þrettán ára gömul, ég er fimm árum yngri. Hún hafði fengið að gjöf litla elda- vél og gat varla beðið eftir að nota hana. Býður hún Rúnu, systur minni, og mér upp í fjallið sem var rétt fyrir ofan húsið okkar á Hlíðar- veginum á Siglufirði. Það var boð- ið upp a hafragraut og kakó. Þetta var svo spennandi fyrir okkur systurnar. Þegar Helga var búin að velja stað fyrir elda- vélina þá tók hún upp litla pokann með góðgætinu. Vatn og hafra- mjöl var sett í lítinn pott og kakó, sykur og vatn í annan. Næst setti hún dagblöð inn í vélina og kveikti í, það kom þessi svaka reykur sem við áttum ekki von á. Helga lét það ekkert á sig fá, hélt áfram að elda og gaf okkur á litlum diskum. Maturinn smakk- aðist bara vel, sérstaklega kakóið. Hún kallaði okkur litlu frænkurn- ar sínar. Annað atvik kemur mér í hug sem lýsir Helgu vel. Einn dag fór ég að heimsækja þær mæðgurnar, Helgu og mömmu hennar Dísu, sem var systir Auð- ar mömmu minnar. Við vorum bara þrjár í húsinu og sátum við líklega yfir klukkustund meðan Helga reytti af sér brandara. Ég man ekki um hvað hún talaði en líklega hefur það verið um ná- grannana eða hvernig mamma hennar hristist þegar hún hló. Hún sá spaugilegu hliðar tilver- unnar og sagði vel frá. Helga var alltaf hress og kát. Við hlógum vel og lengi. Helga var sérstaklega glæsileg sem ung stúlka og kona með ljóst hár, allt í krullum. Það var veru- lega ánægjulegt að vera í návist hennar. Siglufjörður var yndis- legur staður að alast upp á, enda talaði hún oft um það. Helga gaf mjög góða lýsingu á bæjarlífinu á Siglufirði í erindi hjá Toastmas- ters, þar sem hún var meðlimur. Yfir sumarið fylltist þessi litli bær af fólki frá öllum hlutum landsins. Síldin var í hámarki á þessum ár- um. Á veturna voru stundaðar skíðaíþróttir og svo komu blessuð jólin sem voru alltaf tilhlökkunar- efni, því allir í stórfjölskyldunni hittust í matarveislum hvert hjá öðru. Ekki má gleyma kirkju- klukkunum sem hringdu inn há- tíðina klukkan sex á aðfangadag á hverju ári. Var hægt að heyra í þeim yfir allan fjörðinn. Svo gift- ist Helga og flutti til Reykjavíkur. Okkar leiðir lágu aftur saman þegar ég fluttist til Reykjavíkur. Alltaf var opið hús hjá Helgu og Matthíasi. Litla fjölskyldan mín var á hverjum jólum hjá þeim á meðan við bjuggum á Íslandi. Okkar innilegustu þakkir fyrir þann yndislega tíma. Það var alltaf ljós í kringum Helgu og nú er hún komin í eilífð- arljósið, tími hennar hér á þessari jörð er búinn. Sjáumst, Helga mín. Sigþóra (Tóta) og Ed. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minning- argreina vita. HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systk- ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.