Morgunblaðið - 10.06.2016, Qupperneq 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016
» Tíunda sumarið í röð ferðast LeikhópurinnLotta um land allt til að gleðja barnafjölskyldur.
Sýning sumarsins heitir Litaland og kemur úr
smiðju Önnu Bergljótar Thorarensen, en leikstjóri
er Stefán Benedikt Vilhelmsson. Sýningarplan má
sjá á vefnum leikhopurinnlotta.is, en lokasýningin
verður í Elliðaárdalnum miðvikudaginn 17. ágúst.
Leikhópurinn Lotta fagnar 10 ára starfsafmæli með leiksýningunni Litaland
Morgunblaðið/Eggert
Farandleikarar Gulverjarnir Sigsteinn Sigurbergsson, Baldur Ragnarsson og Anna Bergljót Thorarensen skemmta barnafjölskyldum um allt land í sunar.
Litagleði Baldur Ragnarsson og Andrea Ösp Karlsdóttir í hlutverkum sín-
um sem Geisli og Bál, en litirnir þurfa að læra að lifa í sátt og samlyndi.
Afmælissöngur Áhorfendur sungu afmælissönginn fyrir Lottu sem fagnar
tíu ára starfsafmæli sínu þetta sumarið og töldu árin á fingrum sér.
Ásta Guðmundsdóttir opnar sýn-
inguna Náttúru afl í Flóru á Akur-
eyri í dag kl. 17. Ásta nam fata-
hönnun í Þýskalandi og útskrifaðist
þaðan frá Fachhochschule fur Ges-
taltung Pforzheim árið 1990. Jafn-
framt því að framleiða föt undir
eigin fatamerki, Ásta créative clot-
hes, hefur áhugi Ástu lengi beinst
að listsköpun, m.a. innsetningum
og skúlptúrum og notar hún gjarn-
an textíl í verkum sínum. Verkin
eru oft undir áhrifum frá náttúru
og veðurfari og verklagið byggist á
arfleifð forfeðra Ástu sem störfuðu
við netagerð og sjómennsku. Í Flóru Hluti verks eftir Ástu.
Áhrif frá náttúru
og veðurfari
Fjöllistakonan
Berglind Ágústs-
dóttir opnar
einkasýninguna
Dream Lover í
Ekkisens í dag
kl. 17. Hún hefur
undanfarið gert
tilraunir með
skúlptúra sem
unnir eru í gifs
sem og gert
myndbönd við tónlist af plötu sinni
Just Dance. Hún mun sýna skúlp-
túra, teikningar og vídeóverk auk
þess að vinna ný verk á sýningar-
tímanum og gera tilraunaútvarp.
Dream Lover
í Ekkisens
Berglind
Ágústsdóttir
Rokksveitin Nykur mun leika vel
valin lög af tveimur breiðskífum
sínum, Nykur og Nykur II, á tón-
leikum í Kaldalóni í Hörpu í kvöld
kl. 20. „Verður öllu tjaldað til frum-
samin lög með grimmum gítarriff-
um fá að njóta sín, ofin saman við
ágengar laglínur sem innihalda
bitastæða texta á máli innfæddra,“
segir í tilkynningu frá sveitinni.
Hljómsveitina Nykur skipa Davíð
Þór Hlinason, Guðmundur Jónsson,
Kristján B. Heiðarsson og Jón
Svanur Sveinsson. Hljómsveitin var
stofnuð 2013 og er önnur breiðskífa
hennar nýkomin út sem tónlistar-
blaðamaðurinn Arnar Eggert
Thoroddsen sagði rokka skrambi
vel, í umfjöllun á Rás 2.
Rokkarar Hljómsveitin Nykur.
Öllu tjaldað til hjá
Nykri í Kaldalóni
CURCUMIN
Gullkryddið
Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður,
Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla.
Steinunn Kristjánsdóttir er sjúkraliði að mennt og
starfar í Blue Lagoon versluninni á Laugavegi. Hún
hefur átt við mikla verki að stríða um allann líkama í
yfir 25 ár eftir að hún lenti í slæmu bílslysi og er komin
með liðagigt.
„Ég er búin að taka inn minn skammt af verkjalyfjum
og var alveg að gefast upp á þeim. Nuddkonan mín
sagði mér þá frá Curcumin sem hefur í sannleika
sagt gefið mér nýtt líf. Ég var búin að taka inn Curcumin í einn og hálfan
mánuð þegar égmissti út fjóra daga og það var þá sem ég uppgötvaði að
Curcumin er það sem hjálpar mér að losna við alla verki.”
LIÐIR – BÓLGUR – GIGT
Nánar á balsam.is
Bætt heilsa og betri líðan með
Natural Health Labs
100% náttúruleg bætiefni
THE NICE GUYS 8, 10:30
FLORENCE FOSTER JENKINS 5, 8
WARCRAFT 5, 8, 10:30
ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 3:50
BAD NEIGHBORS 2 10:20
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
TILBOÐ KL 5
TILBOÐ KL 5
TILBOÐ KL 3:50