Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2015, Blaðsíða 8

Ægir - 01.08.2015, Blaðsíða 8
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa tekið að sér að leiða vinnu við sameiginlega markaðssetningu fyrirtækja í sjávarútvegi og að marka stefnu til framtíðar. Þetta kom fram í máli Jens Garðars Helgasonar formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) á Sjávarútvegsráðstefnunni fyrir skömmu. „Við höfum ákveðið að taka frumkvæði í þessari vinnu en höfum jafnframt einsett okkur að halda áfram að vinna með öllum þeim sem hafa unnið með okk- ur áður í markaðsmálum.“ Sem dæmi um góðan árang- ur af sameiginlegri markaðs- vinnu nefndi Jens Garðar átak laxaframleiðenda í Chile sem árið 2013 tóku upp sameigin- legt vörumerki til að nota í markaðsherferðum í Kína. Þetta skilaði sér í 40% söluaukningu á síðasta ári og salan hefur haldið áfram að aukast um 30% í ár og stefnt er á að auka hana um 30- 40% á næsta ári. „Þetta segir okkur að það eru gríðarlegir möguleikar ef menn standa saman.“ Flýtum okkur hægt Jens Garðar sagðist ekki vera að mæla með því að allir íslenskir framleiðendur seldu undir sama vörumerki. Frekar að þró- að yrði landsmerki eða upp- runamerki. Hann segir að með stofnun SFS þar sem veiðar, vinnsla og sala væru í fyrsta skipti í einum samtökum væri kominn grundvöllur til að hefja undirbúning að sameiginlegum aðgerðum í markaðsmálum. Fljótlega eftir stofnun SFS var markaðshópi falið að skoða hvort sameiginleg markaðs- setning sé fýsileg fyrir greinina. Sú vinna er vel á veg komin að sögn Jens Garðars og komnar eru ákveðnar tillögur um upp- Sameiginlega markaðssetning sjávarafurða rædd á Sjávarútvegsráðstefnunni Gríðarlegir mögu- leikar ef menn standa saman Jens Garðar Helgason formaður SFS segir að með stofnun samtak- anna þar sem veiðar, vinnsla og sala eru í fyrsta skipti saman sé kominn grundvöllur til að hefja undirbúning að sameiginlegum aðgerð- um í markaðsmálum. S já v a rú tv eg srá ðstefn a n 8

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.