Ægir - 01.08.2015, Blaðsíða 32
32
Fall krónunnar hjálpaði til í
upphafi
Eins og oft vill verða þegar
menn fara af stað með nýja
hluti í atvinnurekstri ræður til-
viljun för að einhverju leyti.
Segja má að það hafi verið til-
fellið þegar félaginu Neptune
ehf. var ýtt úr vör á Akureyri fyr-
ir röskum sjö árum. „Í upphafi
var það svo að Neptune, áður
Helga Björk, var hugsuð til köf-
unar fyrir þá rússnesku aðila
sem áttu skipið á þeim tíma. En
við frekari skoðun sáu menn að
það viðskiptamódel myndi ekki
ganga upp. Í framhaldinu var
því skoðaður sá möguleiki að
breyta því í rannsóknarskip. „Úr
varð að við fórum út í að setja
DP-staðsetningarbúnað um
borð í Neptune og það sama
var gert við Poseidon, sem við
keyptum árið 2009, í þeim til-
gangi að búa skipin út til hafs-
botnsrannsókna. Við buðum í
upphafi góð verð í verkefni og
sú staðreynd að íslenska krónan
féll mikið í kjölfar bankahruns-
ins hjálpaði okkur umtalsvert
að koma okkur af stað og inn á
markaðinn. Staðan er vissulega
þrengri núna þegar krónan hef-
ur verið að styrkjast aftur og
sömuleiðis er markaður fyrir
rannsóknir mjög erfiður vegna
mikillar lækkunar á olíuverði.“
Við fjöruna frá blautu barnsbeini
Ágúst H. Guðmundsson segir
afar áhugavert að vinna í þess-
um heimi hafsbotsrannsókna út
um allan heim. Þetta sé veröld
sem okkur Íslendingum sé
Ágúst H. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Neptune ehf.
Rannsóknarskip Neptune ehf. eru í hinum ýmsu verkefnum út um allan
heim, við afar mismunandi aðstæður.
„Það er ekkert launungarmál að þegar við fórum af stað með þetta
fyrirtæki árið 2008 vorum við ekki algjörlega með það á hreinu
hvað við værum að fara út í. En eftir að við fengum lýsingu á fyrsta
verkefninu fórum við í breyta skipunum í svokölluð DP-rannsóknar-
skip, sem stendur fyrir Dynamic Positioning, en þau eru búin afar
fullkomnum staðsetningarbúnaði. Hvorki við sem rekstraraðilar né
áhafnir skipanna vissum í upphafi hvað þetta nákvæmlega fól í sér.
Um borð komu vísindamenn sem sáu um rannsóknirnar en hlutverk
Neptune ehf. var og hefur alla tíð verið að þjónusta þá. Þó svo að
rannsóknirnar væru eitthvað alveg nýtt fyrir okkur vorum við sem
rekstraraðilar og sjómennirnir um borð í skipunum fljótir að læra
og tileinka okkur rétt vinnubrögð,“ segir Ágúst H. Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Neptune ehf. á Akureyri sem rekur tvö rann-
sóknarskip, Neptune EA-41 og Poseidon EA-303. Bæði eru þessi skip
vel þekkt úr íslenska fiskiskipaflotanum, í eina tíð var Neptune
Helga Björg HU-7, gerð út frá Skagaströnd, og Poseidon er gamli
Harðbakur EA-3, sem Útgerðarfélag Akureyringa og síðar Brim
gerði út.