Ægir - 01.08.2015, Blaðsíða 21
21
vild í þeirra garð og stuðningur
í þeim landsfjórðungi.
„Andstaðan var aftur á móti
miklu meiri á Norðurlandi og
Austfjörðum. Ástæðan er án efa
fyrst og fremst sú að þegar
Norðmenn koma hingað til
hvalveiða voru fyrir hátt í 2000
norskir landnótaveiðimenn við
síldveiðar á fjörðum á Norður-
og Austurlandi. Þessir menn
voru gjarnan harðsvíraðir and-
stæðingar hvalveiða og byggð-
ist afstaða þeirra öðru fremur á
svokallaðri hvalrekstrarkenn-
ingu, þ.e. þeirri skoðun og trú
að hvalur gengndi því hlutverki
að reka torfufisk, fyrst og fremst
síld, inn á firði og flóa. Í kjölfarið
fylgdi svo þorskurinn í ætisleit á
grunnslóðinni. Trúin var sú að
ef enginn hvalur væri til staðar
til að sinna þessu hlutverki þá
kæmi ekki síldin og heldur eng-
inn þorskur til að veiða. Menn
trúðu þessu og það skipti engu
máli þó menn á borð við Bjarna
Sæmundsson mótmæltu kenn-
ingunni af mikilli festu. Umræð-
an um þetta var mjög hörð,
óvægin og tilfinningarík, bar
sumpart sömu einkenni og
deilurnar um hvalveiðar nú-
tímans þó deiluefnin væru önn-
ur,“ segir Smári en það vekur
nokkra furðu að umrætt tímabil
sem hann skoðar í bók sinni sé
svo lítið rannsakað sem raun
ber vitni.
„Einhverra hluta vegna hefur
þessi viðamikla atvinnustarf-
semi hér á landi ekki notið mik-
illar athygli og virðist eins og
ekki hafi mátt fjalla um þetta.
Þá ályktun má draga út frá t.d.
kennslubókum í sögu. Menn
geta svo velt fyrir sér ástæðum
þessa og kemur upp í hugann
hvort hér sé um að ræða þjóð-
ernisviðhorf og að þarna voru
útlendingar á ferð. En í öllu falli
er hér um að ræða mikilvægan
kafla í íslenskri atvinnusögu og
merkilegan,“ segir Smári Geirs-
son.
Hvalskurður á Svínaskálastekk á vertíðinni 1908.
Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft.
Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í
ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að
þörfum hvers og eins viðskiptavinar.
Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100
www.stolpigamar.is
Hafðu
samband
568 0100