Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2015, Blaðsíða 10

Ægir - 01.08.2015, Blaðsíða 10
10 fyrst og fremst sú að um þessar mundir væri staðan góð og þá liggi ekkert á. Íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki þurfi að vanda sig en ekki ráðast í slíkar aðgerðir í einhverri panik. Alla vega ætti ekki að fara af stað á þeirri for- sendu að hér sé allt ómögulegt. „Ef við eigum að velja á milli þess að fara í stóra flugeldasýn- ingu eða að taka verkfærakist- una sem Jens ræddi um áðan þá eigum við miklu frekar að eiga litla verkfærakistu sem fyr- irtækin geta notað úti á mörk- uðunum,“ sagði Brynjólfur Eyj- ólfsson hjá HB Granda. Inspired by Iceland Í erindi sínu á ráðstefnunni greindi Inga Hlín Pálsdóttir for- stöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina Íslandsstofu meðal annars frá vinnu við markaðsátakið Inspired by Icel- and sem hefur skilað miklum árangri. Kynning hennar mælt- ist vel fyrir og var meðal annars lagt til utan úr sal að sjávarút- vegurinn nýtti sér lógo Inspired by Iceland í sinni markaðssetn- ingu erlendis. Inga Hlín sagði lógóið hins vegar ekki aðalat- riðið. „Það er Ísland sem er að- almálið og hvaða markaðsað- gerðir við veljum til að koma skilaboðum á framfæri.“ Hún sagði að sjávarútvegurinn þyrfti meðal annars að velta fyrir sér heimsóknum erlendra fjölmiðla til að koma skilaboðum á fram- færi. „Hver eru skilaboðin frá ís- lenskum sjávarútvegi? Það er það sem skiptir máli en ekki lógóið. Við erum ekki að mæla vitundina um þetta lógó sér- staklega heldur vitundina og þekkinguna á Íslandi,“ sagði Inga Hlín Pálsdóttir hjá Íslands- stofu. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra átti loka- orðin á sjávarútvegsráðstefn- unni að þessu sinni. Hann sagði gríðarlega mikilvægt að nýta þann meðbyr sem myndast hefur meðal annars hjá ferða- þjónustunni og vegna mark- aðsstarfs sjávarútvegsins á liðn- um árum og tengja þetta allt saman. „Við eigum að einhenda okkur í að finna það merki sem við viljum selja vörur og ímynd landsins undir. Við eigum ekki að flýta okkur heldur gefa okkur þann tíma sem við þurfum. Þá getum við sett okkur háleit markmið um að hækka verð á þeim afurðum sem vil seljum til dæmis í sjávarútvegi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjáv- arútvegsráðherra. „Hver eru skilaboðin frá íslenskum sjávarútvegi? Það eru þau sem skipta máli en ekki lógóið,“ sagði Inga Hlín Pálsdóttir hjá Íslandsstofu. Það var fjölmenni mætt á lokamálstofu sjávarútvegsráðstefnunnar um sameiginlega markaðssetningu í ís- lenskum sjávarútvegi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.