Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2015, Blaðsíða 18

Ægir - 01.08.2015, Blaðsíða 18
18 arbæjar síns en það var vegna mikillar samkeppni í þeim veiði- skap um 1860 sem Norðmað- urinn tók að horfa til hvalveiða. Á selveiðunum hafði hann orð- ið var við mikla hvalagengd við Noregsstrendur og gerði sér líka grein fyrir að ef ná ætti ár- angri í veiðum á reyðarhval þyrfti verulega öflugan búnað. Árið 1862 lét hann smíða fyrir sig gufuknúinn hvalveiðibát, þann fyrsta sem vitað er um. Svend notaði byssu og sprengi- skutul líkt og Bandaríkjamenn- irnir við Íslandsstrendur en honum tókst á næstu árum að þróa búnaðinn og ná betri ár- angri við veiðarnar en aðrir. Ekki lét hann staðar numið við þessa þróun heldur byggði hann einnig hvalstöð í Finn- mörku og þróaði lýsis- og mjöl- vinnslu. Finnmörk er í Norður- Noregi en þar úti fyrir voru gjöf- ulustu hvalamiðin sem skýrir hvers vegna umfangsmikil starfsemi á þessu sviði byggðist þar upp. Svend fékk 10 ára einkaleyfi á veiðitækni sinni ár- ið 1872 og gat þannig stýrt því hverjir fengju að nota tæknina og þar með hversu hröð upp- byggingin yrði. Finnmörk var á skömmum tíma orðin þekkt fyr- ir hvalveiðar Svend Foyn og annarra, svo mjög að Oscar II, konungur Noregs, sá ástæðu til að heimsækja Finnmörku og verða vitni að því þegar hvalur var skotinn. Norðmenn að leita nýrra miða Smári gerir sögu Svend Foyn eðlilega góð skil í bók sinni enda tók hann þátt í uppsetn- ingu fyrstu hvalstöðva Norð- manna hér á landi, átti bæði meirihluta í stöð sem reist var á Langeyri við Álftafjörð árið 1883 og byggði aðra þar við hliðina fyrir eigin reikning. Þá stöð flutti Svend síðar sama ár austur á Norðfjörð „en í reynd var hann hvorki ánægður með móttökur stjórnvalda hér á landi né hafði hann næga trú á hvalagengd hér við land. Hval- stöð Svend Foyn var því tekin aftur niður árið 1884 og flutt til Smári Geirsson. Stytta er af hvalveiðikónginum Svend Foyn í Túnsbergi í Noregi. Hvalveiðibáturinn Ísafold var smíðaður árið 1883 og var fyrsti gufuknúni hvalveiðibáturinn sem smíðaður var með veiðar við Ísland í huga. Báturinn var 84 tonn og knúinn 190 hestafla vél.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.