Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2015, Blaðsíða 27

Ægir - 01.08.2015, Blaðsíða 27
27 „Í kjölfar forsetakosninga í Níg- eríu í vor höfum við þurft að hafa mun meira fyrir því að selja á þann markað en mér vit- anlega er engin birgðasöfnun að ráði hjá íslenskum framleið- endum. En hvað morgundagur- inn ber í skauti sér vitum við ekki og við fáum líka ólíkar spár um það hjá viðskiptavin- um okkar í Nígeríu. En því fer fjarri að þessi markaður sé lok- aður,“ segir Katrín Sigurjóns- dóttir, framkvæmdastjóri sölu- fyrirtækisins Sölku-Fiskmiðlun- ar á Dalvík sem annast sölu þurrkaðra fiskafurða til Nígeríu fyrir nokkra hérlenda og er- lenda framleiðendur. Um tutt- ugu verksmiðjur hér á landi framleiða og selja afurðir inn á þennan mikilvæga afurða- markað Íslendinga. Staðan í af- urðasölu til Nígeríu er að þessu leyti talsvert önnur en í Rúss- landi þar sem sett var á hreint og klárt viðskiptabann á árinu. Áhersla á minni spillingu og aukna innanlandsframleiðslu Nígeríumarkaður hefur verið stöðugur og vaxandi mörg undanfarin ár og tekið við auk- inni framleiðslu bæði frá Íslandi og öðrum löndum. Nokkuð snögg breyting varð í kjölfar forsetakosninganna í Nígeríu í vor en Katrín segir hana ekki aðeins snúa að innflutningi heldur í raun öllu efnahagslífi og stjórnarfari í landinu. Til að mynda sé fyrst nú að komast á ný ráðherraskipan í landinu í kjölfar kosninganna og vonast sé til að meiri stöðugleiki kom- ist á á nýjan leik í kjölfar þess, t.d. hvað varðar gjaldeyrismál og viðskiptalíf. Nýr forseti Nígeríu er hinn 72 ára Muhammadu Buhari en þetta er í annað sinn sem hann er við völd í landinu. Á árabilinu 1983-1985 stýrði hann herfor- ingjastjórn í Nígeríu og nú, líkt og þá, leggur hann mikla áherslu á að uppræta spillingu í landinu og efla innlenda fram- leiðslu. Þessar áherslur birtust strax 1. júlí sl. í reglugerð um innflutningsvörur sem bönkum væri óheimilt að veita ábyrgðir á. Þetta minnir á fyrra stjórnar- tímabil Buhari en þá setti hann á viðskiptabann sem kom illa við íslenska framleiðendur sem þá seldu afurðir á Nígeríumark- að. Þær reglur sem nú eru í gildi loka hins vegar ekki á innflutn- ing nígerískra kaupenda en gera þeim mun erfiðara fyrir en ella að afla sér gjaldeyris til við- skiptanna. Stjórn- og hagkerfið höktir Katrín var í Nígeríu þar sem hún hitti viðskiptavini, líkt og hún gerir á hverju ári. „Staðan þarna ytra er nokk- uð sérkennileg eins og er. Núna er alla jafna aðal sölutímabilið okkar, þ.e. strax eftir regntím- ann og í aðdraganda jóla og ég hafði gert mér vonir um að meira jafnvægi væri komið á en raun ber vitni. Skýringarnar eru þó víðtækari en þetta breytta stjórnarfar og áherslur Buhari því regntíminn hefur staðið óvenju lengi og samgöngur út frá okkar stærsta markaðssvæði eru erfiðar þar sem vegir eru skemmdir eftir rigningarnar og illfærir. Viðskiptavinir hafa þess vegna átt erfitt með að nálgast vörur og flytja þær,“ segir Katr- ín. Mikil hefð er fyrir kaupum á þurrkuðum fiskafurðum hjá stórum hópum Nígeríumanna og segir Katrín alveg ljóst að engin vara sé í sjónmáli sem geti komið í hennar stað. „Sú vara sem við erum að selja inn á þennan markað er mjög góð, hagstæð fyrir almenning og eft- irsótt. Ég sé því alls ekki fyrir mér að Nígeríumarkaður lokist og vonast til að þegar meiri gangur kemst í stjórn- og hag- kerfið í landinu þá muni draga úr óvissunni. Okkur tekst að selja vörurnar en við þurfum sannarlega að hafa meira fyrir því en áður,“ segir Katrín. Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Sölku Fiskmiðlunar á Dalvík. Eins og sjá má eru flutningatækin heldur frumstæð sem ferja skreiðarpakkana frá Íslandi um götur í Nígeríu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.