Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 6

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 6
6 Blendin viðbrögð við kjarasamningum samtaka sjómanna og SFS strax í kjölfar undirritunar þeirra í nóvember síðastliðnum gáfu til kynna þá niðurstöðu sem varð í atkvæðagreiðslunni sem lauk nú um miðjan desembermánuð. Það hlýtur að teljast undirstrikun á mjög þröngri stöðu sem kjaramálin eru komin í þegar samningar falla í atkvæðagreiðslu í annað skipti á fáum mánuðum og það með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða. Líkt og komið hefur fram hjá sjómönnum skiptir launaþróunin miklu máli og hún er bein- tengd þeirri þróun gengis sem orðið hefur á síðustu misserum og snertir bæði sjómenn og mörg önnur svið atvinnu- og efnahagslífs- ins. Líkt og bent er á í fréttaskýringu hér í blaðinu hafa áður komið þeir tímar að gengið hefur verið sterkt með tilheyrandi launafalli sjómanna. Ein af birtingarmyndum þess er að erfitt getur reynst að manna skipin þar sem sjómenn sjá hag sínum betur borgið í öðrum störfum. Jólastoppið þetta árið hófst óvenju snemma og óneitanlega er sérstakt að það fari saman við verkfall sjómanna. En að sama skapi er alveg ljóst að ærið verkefni liggur fyrir samninganefndum beggja aðila yfir hátíðarnar og strax í upphafi nýs árs að höggva á þann hnút sem kjaramálin eru komin í. Líkt og fram kemur í yfirgripsmikilli grein starfsmanna Hafrann- sóknastofnunar í blaðinu er fátt sem bendir til að loðna verði veidd á vetrarvertíðinni að þessu sinni. Með öðrum orðum er loðnubrest- ur, sem kemur illa við mörg útgerðarfyrirtæki, byggðarlög og þjóð- arbúið sem heild. Eitt er að takast á við bakslagið í loðnuveiðunum en annað og kannski öllu alvarlegra er að lítið er fast í hendi um framhaldið. Verður niðursveiflan skýrð með náttúrulegum sveiflum stofnsins, óvenjulegum umhverfisaðstæðum eða öðru? Heyrir göngumynstur hennar suður fyrir land sögunni til, að minnsta kosti í bili? Slíkt hefur reyndar gerst áður í sögunni. Skærasta ljósið er hins vegar góð staða þorskstofnsins. Á nýju ári munu koma fleiri nýir togarar í flota landsmanna en gerst hefur í marga áratugi og þeim fylgja ný framfaraskref. Fiskveiðiflotinn er orðinn of gamall og endurnýjunar er sannarlega þörf. Þó fyrr hefði verið. Þrátt fyrir ýmsar blikur vegna verkfalls og loðnubrests ber að horfa bjartsýnum augum til komandi árs í sjávarútvegi. Tímaritið Ægir þakkar samfylgdina á árinu sem er að líða og óskar lesendum gæfu og gengis á árinu 2017. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Jólastopp í skugga verkfalls R itstjórn a rp istilll Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5900 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 Forsíða: Björgúlfur EA 312 heldur á miðin. Mynd: Friðrik Vilhelmsson ÆG IR kem ur út 10-11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.