Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 34
Senegalflúrueldi Stolt Sea
Farm á Reykjanesi er nú að ná
markmiðum sínum um 500
tonna eldi á ári. Slátrað er í
hverri viku og fer fiskurinn ut-
an ferskur með flugi eða sjó-
leiðina, 6 til 10 tonn í einu.
Seiði til eldisins eru flutt með
flugi til landsins og koma þau
úr eldisstöð Stolt Sea Farm á
Spáni; um 400.000 seiði mán-
aðarlega. Þá eru þau 0,10 til
0,15 grömm að þyngd en fara
utan 400 til 450 grömm um
einu og hálfu ári síðar. Flúran
er eftirsóttur matfiskur á mörk-
uðum.
„Við byrjuðum að flytja flúru
út í febrúar-mars 2015 og geng-
ur bara þokkalega. Það eru allt-
af miklar áskoranir með nýtt fyr-
irtæki og nýjan búnað og að-
stæður. Framleiðslumarkmið er
um 500 tonn á ári og við erum
ansi nálægt því þetta árið og
þurfum svo aðeins að fínstilla
okkur fyrir næsta ár. Við höfum
alla trú á því að það takist,“ seg-
ir Ólafur Arnarson, fram-
kvæmdastjóri eldisstöðvarinn-
ar.
14 til 17 mánaða ferli
Eldisferli eftir að seiðin koma í
stöðina er 14 til 17 mánuðir eft-
ir því í hvaða stærð fiskurinn er
Senegalflúran
flýgur út
Ólafur Arnarson, framkvæmdastjóri
Stolt Sea Farm á Íslandi, segir langtíma
áform um allt að fjórföldun framleiðsl-
unnar á Senegalflúru.
F
isk
eld
i
34