Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2016, Síða 28

Ægir - 01.12.2016, Síða 28
28 seinkun sem hefur orðið á smíðinni skipanna. Ein ástæðan sé að mannskapur hafi ekki ver- ið nægur, líkt og áður segir. En fleira komi til. „Önnur skýring á seinkun- inni er líka sú að hér er talsvert annað viðhorf til fiskiskipa en við eigum að venjast. Við Ís- lendingar gerum miklar kröfur og viljum vanda til smíði okkar skipa, langt umfram það sem ég sé að hér er gert til fiski- skipa. Því má kannski segja að það hafi í byrjun tekið svolítinn tíma fyrir Kínverjana að átta sig á þeim kröfum sem við gerum. En í dag skynja ég að stöðin leggur mikið upp úr að þessi tvö skip verði henni til sóma og geti hjálpað stöðinni að ná inn á fiskiskipamarkað á Íslandi og í Evrópu. Og ég er líka sannfærð- ur um að þetta verða mjög fín skip,“ segir Finnur. Skipin tvö eru hönnuð af verkfræðistofunni Skipasýn. Þau hafa algjöra sérstöðu með- al þeirra nýju íslensku togara sem eru í smíðum um þessar mundir vegna þess hversu djúpur kjölurinn er og sér í lagi vegna hinnar stóru skrúfu sem á skipunum er. Hún er 4,8 metr- ar í þvermál, með snúnings- hraða 48 sn/mín og er mark- miðið með þessari nýstárlegu hönnun ná fram meiri hag- kvæmni í orkunýtingu. Grillaðar fiðrildapúpur og kínverskt vatn Finnur segir það mikla upplifun að kynnast menningu Kínverja og raunar Asíubúa því þau hjón hafa ferðast nokkuð síðan þau fóru utan. „Þetta er auðvitað á allan hátt öðruvísi daglegt líf en við eigum að venjast. Sérstaklega finnst mér erfitt að venjast matnum. Hér er mikið fiski- svæði, mikil eldi á skel- og krabbadýrum meðfram allri Togarinn Páll Pálsson í Huanghai skipasmíðastöðinni. Skipin taka hratt á sig mynd þessa dagana en hápunkturinn nú um jólin verður líkast til gang- setning aðalvéla skipanna í fyrsta sinn. Finnur og eiginkona hans Guðbjörg Ólafsdóttir hafa notað tækifærið og ferðast um Asíu í frítíma hans frá smíðaverkefninu í Shidao. Hér eru þau við Kínamúrinn.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.