Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 43

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 43
43 fækkun og sagt hana auka slysahættu um borð. Reyndar var í samningaviðræðunum tal- að um úttekt á því hvort slíkt væri raunin. Nýsmíðaálagið hefur verið sjómönnum þyrnir í augum, en það heimilar útgerðum að lækka skiptahlutfall vegna ný- smíða. Þó ákvæði hafi verið um niðurfellingu álagsins í áföng- um, er ljóst að sjómönnum hef- ur ekki þótt það nægilegt. Tenging olíuverðs við skipta- hlutfall er enn eitt bitbeinið og ekki virðist hafa verið gengið nógu langt í þeim efnum nú. Ekki nóg að gert Ekki fer á milli mála að nokkrar kjara- og réttindabætur til handa sjómönnum hafa falist í þeim samningum sem nú hafa verið felldir. En sú staðreynd að allt að 90% félagsmanna í sam- tökum einstakra samtaka sjó- manna fella samningana öðru sinni sýnir að þeim finnst fjarri því nóg að gert.. Undirrótin að megnri óánægju felst vafalítið í lækkuðum tekjum, sem stafa af ytri aðstæðum eins og lækkun afurðaverðs í íslenskum krón- um. Sveiflur á fiskverði og í afla- brögðum hafa alla tíð verið fylgifiskur fiskveiða og hafa ber í huga að þær hafa sömu áhrif á tekjur útgerðarinnar og sjó- manna. Hvort og þá hvernig hægt er að grípa þar inní til að draga úr tekjulækkun sjómanna vegna lækkandi fiskverðs er vandséð og þá kannski rétt að velta því fyrir sér að eigi að grípa inn í þegar fiskverð lækkar, hvort það eigi þá ekki að gilda um hækkanir líka. Sjómennska er erfitt og áhættusamt starf og sjómenn eiga að búa við góð kjör og að- búnað. Hvað hæfilegt kann að vera í þeim efnum er erfitt að segja til um, en lækki tekjurnar það mikið að vanir sjómenn sjái sér hag í því að fara í land í aðra vinnu blasir sú staðreynd við að erfitt verður að manna skipin vönum mannskap. Það er staða sem svo sannarlega er ekki eft- irsóknarverð, en er þekkt fyrir ekki meira en 8 til 10 árum, þegar gengi krónunnar var enn sterkara en nú og verð á fiskaf- urðum í sögulega lágmarki mælt í íslenskum krónum. Þá var erfitt að manna skipin. Þróun gengis er undirrót þeirrar stöðu sem er í kjaramálum sjómanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.