Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 36
36
Selt til Bandaríkjanna og
Suður-Evrópu
Að sögn Ólafs fer flúran mest
inn á heildsala sem eru að
dreifa fiskinum áfram, bæði á
veitingastaði og í fiskborð stór-
markaða. „Stolt Sea Farm er að
framleiða 700 til 800 tonn á ári
af Senegalflúru hér, á Spáni og í
Frakklandi. Það er ekki mikið í
hinu stóra samhengi þó það sé
meira en helmingur framboðs
á þessari fisktegund úr eldi.
Framleiðslan hjá Stolt Sea Farm
rennur bara út til sinna föstu
viðskiptavina. Þegar verið er að
sækja með nýja tegundir inn á
ný markaðssvæði þarf umtals-
vert magn. Með stækkun eldis-
ins og meiri framleiðslu verður
farið að herja á fleiri markaðs-
svæði. Það er langtíma verk-
efni. Í rekstri þessa fyrirtækis er
engin skammtímahugsun.
Þetta er allt hugsað á 5 til 10
ára plönum.“
Alin í affallsvatni frá
Reykjanesvirkjun
Flúran er hlýsjávarfiskur. Heitur
jarðsjór frá Reykjanesvirkjun,
sem er kælivatn virkjunarinnar,
segir Ólafur vera forsendu stað-
setningar eldisins.
„Kjörhitastig fyrir flúruna er
frá 16 til 21 gráður, fer eftir aldri
og stærð. Hér erum við með að-
gang að þessum heita sjó og
þurfum í raun ekkert að gera
nema að kæla hann niður. Þá
getum við verið með stöðugt
hitastig sem er gífurlegur kost-
ur í eldi eins og þessu. Hlaupi
hitastigið upp og niður kemur
það bæði fram í fóðrun og
vexti, upp og niður.“
Húsnæðið er býsna stórt,
nærri 27.000 fermetrar í allt.
Sem er svipað og fimm fót-
boltavellir! „Við erum með 200
kör fyrir fisk og lífmassi í stöð-
inni er 230 til 270 tonn hverju
sinni. Við erum að taka út úr því
um 500 tonn á ári. Það eru góð
markmið. Framtíðarplönin eru
svo um mikla stækkun. Gangi
allt eftir gæti hún orðið um
50.000 fermetrar í viðbót og
framleiðan færi þá í 1.500 tonn
til 2.000 tonn. Það er stefnan
inn í framtíðina og tímaramm-
inn á því er talinn í árum. Áður
en næsta skref verður tekið
þurfa að nást ákveðin markmið
og árangur og fínstilling á því
sem fyrir. Starfsmenn í dag eru
18 en þeim mun fjölga töluvert
gangi þessi áform um stækkun
eftir,“ segir Ólafur Arnarson.
Eldisstöðin er í stærra lagi, eða um 27.000 fermetrar. Hér sést á milli tveggja aðalbygginganna.