Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 36

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 36
36 Selt til Bandaríkjanna og Suður-Evrópu Að sögn Ólafs fer flúran mest inn á heildsala sem eru að dreifa fiskinum áfram, bæði á veitingastaði og í fiskborð stór- markaða. „Stolt Sea Farm er að framleiða 700 til 800 tonn á ári af Senegalflúru hér, á Spáni og í Frakklandi. Það er ekki mikið í hinu stóra samhengi þó það sé meira en helmingur framboðs á þessari fisktegund úr eldi. Framleiðslan hjá Stolt Sea Farm rennur bara út til sinna föstu viðskiptavina. Þegar verið er að sækja með nýja tegundir inn á ný markaðssvæði þarf umtals- vert magn. Með stækkun eldis- ins og meiri framleiðslu verður farið að herja á fleiri markaðs- svæði. Það er langtíma verk- efni. Í rekstri þessa fyrirtækis er engin skammtímahugsun. Þetta er allt hugsað á 5 til 10 ára plönum.“ Alin í affallsvatni frá Reykjanesvirkjun Flúran er hlýsjávarfiskur. Heitur jarðsjór frá Reykjanesvirkjun, sem er kælivatn virkjunarinnar, segir Ólafur vera forsendu stað- setningar eldisins. „Kjörhitastig fyrir flúruna er frá 16 til 21 gráður, fer eftir aldri og stærð. Hér erum við með að- gang að þessum heita sjó og þurfum í raun ekkert að gera nema að kæla hann niður. Þá getum við verið með stöðugt hitastig sem er gífurlegur kost- ur í eldi eins og þessu. Hlaupi hitastigið upp og niður kemur það bæði fram í fóðrun og vexti, upp og niður.“ Húsnæðið er býsna stórt, nærri 27.000 fermetrar í allt. Sem er svipað og fimm fót- boltavellir! „Við erum með 200 kör fyrir fisk og lífmassi í stöð- inni er 230 til 270 tonn hverju sinni. Við erum að taka út úr því um 500 tonn á ári. Það eru góð markmið. Framtíðarplönin eru svo um mikla stækkun. Gangi allt eftir gæti hún orðið um 50.000 fermetrar í viðbót og framleiðan færi þá í 1.500 tonn til 2.000 tonn. Það er stefnan inn í framtíðina og tímaramm- inn á því er talinn í árum. Áður en næsta skref verður tekið þurfa að nást ákveðin markmið og árangur og fínstilling á því sem fyrir. Starfsmenn í dag eru 18 en þeim mun fjölga töluvert gangi þessi áform um stækkun eftir,“ segir Ólafur Arnarson. Eldisstöðin er í stærra lagi, eða um 27.000 fermetrar. Hér sést á milli tveggja aðalbygginganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.