Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 31
31
hvernig fyrirkomulagi fiskút-
flutnings frá Þorlákshöfn verði
háttað.
„Útflytjendur geta afhent
vörur til okkar í Þorlákshöfn en
einnig bjóðum við upp á að
sækja fisk og vörur á flesta staði
á landinu. Í Þorlákshöfn fer var-
an í flutningavagna frá Smyril
Line Cargo og eru þeir keyrðir
um borð í ferjuna og úr henni í
Rotterdam, beint til móttak-
anda.“ Hún bætir við að fyrir út-
flytjendur sjávarafurða verði
boðið upp á bæði hitastýrða
kæli- og frystivagna en einnig
verði hægt að vera með tví-
skipta vagna með frysti- og
kælivörur í sitt hvoru rýminu.
Vagnarnir taka heldur meira
magn en venjulegur 40 feta
gámur, þannig að í hvern vagn
komast 33 euro-bretti eða 26
iðnaðarbretti.
Tengingar við önnur
markaðssvæði
„Þeir útflytjendur sem bóka full-
an vagn fá hann til sín og lesta
hann sjálfir en ef bókuð er svo-
kölluð lausavörusending af-
hendir útflytjandi brettin hjá
þjónustuaðila okkar í Þorláks-
höfn og við lestum vagninn.
Brottför frá Þorlákshöfn verður
kl. 23 á föstudagskvöldum og
þarf afhending á fullhlöðnum
vögnum að vera fyrir kl. 20 um
kvöldið en afhending á lausa-
vöru fyrir kl. 18,“ segir Linda
Björk og bendir á að útflutning-
ur með ferjunum Mykines og
Norrænu skapi einnig tengi-
möguleika við önnur markaðs-
svæði með vöruumskipun í
Færeyjum, þaðan sem Smyril
Line Cargo bjóði upp á áætlun-
arsiglingar til St. Pétursborgar
og Eystrasaltslanda.
Siglingaleiðir og viðkomustaðir Smyril Line Cargo í lok mars 2017, þegar ferjan Mykines hefur siglingar milli
Íslands, meginlands Evrópu og Færeyja.