Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 42
42
Öll samtök sjómanna og vél-
stjóra hafa nú fellt kjarasamn-
inga við Samtök fyrirtækja í
sjávarútvegi öðru sinni, nema
Farmanna- og fiskimannasam-
bandið. Það samþykkti kjara-
samning sinn í sumar. Verkfall
hóst því á ný þann 14. desemb-
er og stendur enn þegar þetta
er skrifað. Sú staða sem uppi er,
þ.e. að öll þessi félög hafi í tví-
gang fellt kjarasamninga sem
samninganefndir þeirra hafa
undirritað, er nokkuð sérstök.
Það er ennfremur svolítið sér-
stakt að sjómenn skuli vera í
verkfalli á þessum tíma og
hugsanlega yfir jól og áramót,
þegar skipin eru að öllu jöfnu í
höfn hvort eð er.
Það voru Sjómannasam-
band Íslands, Sjómanna- og vél-
stjórafélag Grindavíkur, Sjó-
mannafélag Íslands og Verka-
lýðsfélag Vestfjarða sem felldu
gerða samninga við SFS og
voru þeir í öllum meginatriðum
samhljóða, fyrir utan ákvæði
um línuveiðar í samningi Grind-
víkinga.
Helstu þættir þess samnings
voru eftirfarandi:
Kauptrygging háseta
hækki úr 288.000 krónum
frá 1. nóvember í ár í
327.000 1. desember
2018.
Ákvæði um árlega endur-
skoðun fæðispeninga.
Ákvæði um breytingar á
olíuverðsviðmiðun.
Ákvæði um niðurfellingu
nýsmíðaálags í áföngum.
Ákvæði um skiptakjör á
frystitogurum eftir fjölda
um borð.
Hækkun hlífðarfatapen-
inga.
Línuuppbót allt að
120.000 krónum ár ári á
útilegubátum.
Miðað verði við 80% af
fiskverði á mörkuðum í
viðskiptum milli skyldra
aðila.
Ákvæði um skiptahlutfall
við fækkun úr 9 í 8 í áhöfn
uppsjávarveiðiskipa.
Bókun um slysa- og veik-
indarétt í skiptimanna-
kerfum.
Auk þessa var í samningnum
ákvæði um skattfrjálsa dagpen-
inga, sem snéri að stjórnvöld-
um.
Það sem í raun virðist
brenna mest á sjómönnum er
gífurleg tekjulækkun sjómanna
á undanförnum misserum. Hún
stafar að miklu leyti af mikilli
hækkun á gengi íslensku krón-
unnar gagnvart öllum helstu
gjaldmiðlum. Sú hækkun kem-
ur fyrst beint fram í tekjum sjó-
manna á frystitogurum og á
uppsjávarskipum vegna lækk-
unar afurðaverðs. Þetta leiðir
síðan til lækkunar svokallaðs
viðmiðunarverðs í beinum við-
skiptum og löndun í eigin
vinnslu, en það er ákvarðað af
Verðlagsráði skiptaverðs eftir
ákveðnum reglum. Þetta verð
hefur lækkað í áföngum um ná-
lægt 30% á um það bil einu ári
og nú síðast lækkaði verð á
þorski og ýsu um 5% í byrjun
desember. Þetta verð hefur ver-
ið mun lægra en það 80% við-
mið sem var í samningunum
nú. Því hefur að nokkru leyti
verð bætt úr þeim verðmun
sem verið hefur milli fiskmark-
aða og beinna viðskipta.
Sjómönnum hefur ekki
hugnast sú fækkun í áhöfn sem
nú er að ganga yfir á uppsjávar-
skipum og einhverju leyti tog-
urum líka. Útgerðin réttlætir þá
fækkun með mun betri vinnu-
aðstöðu um borð í nýrri skip-
um, sem leiði til þess að færri
hendur þurfi um borð. Samtök
sjómanna hafa gagnrýnt þá
Mikil tekjulækkun
setur mark sitt á kjara-
baráttu sjómanna
Höfundur er
Hjörtur Gíslason,
ritstjóri kvotans.is.
F
rétta
sk
ý
rin
g