Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 16

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 16
16 að tryggja að þær væru sjálf- bærar. Auk þess var mönnum ljóst að loðnan væri mikilvæg fæða annarra fiska. Árið 1979 var því sett aflaregla þar sem stefnt var að því að skilja 400 þúsund tonn eftir til hrygningar að vori. Þegar árið 1979, var mælt með því að opna veiðar með litlum kvóta í varúðar- skyni, sem myndi þá verða end- urskoðaður eftir bergmálsleið- angur innan fiskveiðiársins. Þetta fékkst ekki samþykkt og var upphafsaflamark næstu árin sett án fullnægjandi þekkingar á ástandi stofnsins. Upphafs- aflamark var líklega sett of hátt; hrygningarstofninn hrundi og veiðibann var sett á árið 1982. Eftir að veiðar hófust að nýju haustið 1983 var ákveðið að reyna að stýra veiðum varkárar og var nú upphafsaflamark byggt á niðurstöðum mælinga á ókynþroska loðnu að hausti. Lokaaflamark var svo, eins og áður, byggt á mælingu á kyn- þroska hluta stofnsins innan fiskveiðiársins, oftast nær að vetri til. Þessari aðferð var síðan beitt við ráðgjöf um langt ára- bil. Árið 2009 var þessari nálgun við stofnmat og ráðgjöf hafnað af Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) þar sem hún stóðst ekki viðmið ICES um varúðarnálgun, því ekki væri tekið tillit til óvissu í mælingum á stofnstærðinni auk þess sem talið var að nátt- úruleg afföll væru vanmetin. Fyrir fiskveiðiárið 2015/2016 var tekin í notkun aflaregla sem tekur tillit til óvissu í bergmáls- mælingum og áts þorsks, ufsa og ýsu á loðnu frá mælingu að hrygningartíma. Nýja aflareglan gerir ráð fyrir að tryggt sé með 95% líkum að hrygningarstofn- inn sé yfir 150 þúsund tonnum við hrygningu. Þetta er gert til að leitast við að tryggja að ekki dragi úr nýliðun vegna smæðar hrygningarstofnsins. Þrátt fyrir að viðmið hinnar nýju aflareglu sé aðeins 150 þúsund tonn, þá er hún varfærnari en sú sem fyrir var, en það orsakast af því að tekið er tillit til óvissu í stofn- mati og að reiknað er með meiri afföllum (afráni) en áður. Þróun og breytingar síðustu ár Það má ljóst vera að göngu- hegðun og afdrif þessarar skammlífu fisktegundar ræðst að miklu leyti af breytilegum umhverfis- og ætisskilyrðum í Íslandshafi, Grænlandssundi og nálægum landgrunnssvæðum. Helstu hafstraumar á þessu haf- svæði sjást á mynd 5, en þarna mæta kaldir hafstraumar úr norðri hlýrri straumum úr suðri. Ástand sjávar (t.d. hiti og selta) á þessu hafsvæði getur verið nokkuð breytilegt og ef litið er til lengri tíma þá hafa skipst á tímabil kaldra og hlýrra ára. Eins og sjá má á mynd 6 þá er hlýskeið að hefjast fyrir síðustu aldamót og sýna nýjustu mæl- ingar að það hlýskeið stendur enn. Mynd 4 sýnir þróun veiða eftir árstíðum frá upphafi en þessar aflatölur má skoða í því ljósi að í gegnum tíðina hefur verið miðað við að skilja 400 þúsund tonn eftir til hrygningar ár hvert og að uppistaða aflans á hverju fiskveiðiári er að mestu einn árgangur. Hér er því um að ræða grófan mælikvarða á stærð veiðistofns á hverjum tíma. Ljóst er að síðasta áratuginn eða svo hefur stofninn verið mun minni en áður fyrr. Þess má geta að um og upp úr alda- mótum fór að gæta breyttrar útbreiðslu loðnunnar. Hana var að finna mun vestar og norðar á haustin og og varð það til Mynd 3. Vaxtarferill loðnu í þyngd eftir aldri. Sverari línur sýna það ferli sem megin þorri loðnustofnsins fylgir að öllu jöfnu. Aldur í mánuðum byrjar hér um áramót þó klak verði á vor- eða sumarmánuðum. Unnið úr heimild: Hjálmar vilhjálmsson (1994). Mynd 4. Loðnuafli á fiskveiðiárum skipt eftir tímabilum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.