Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 30

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 30
30 Þ jón u sta Með tilkomu vikulegra siglinga milli Þorlákshafnar og Rotter- dam í apríl á næsta ári stóreyk- ur færeyska skipafélagið Smyril Line Cargo þjónustu sína við ís- lenska fiskútflytjendur og get- ur þá boðið upp á afhendingu á fiski í Evrópu tvisvar í viku; á mánudagsmorgnum með ferj- unni Norrænu frá Seyðisfirði og á þriðjudagsmorgnum með nýju vöruflutningaferjunni Mykines frá Þorlákshöfn. Siglt verður vikulega á milli Þorláks- hafnar og Rotterdam og stytt- ist flutningstími fyrir bæði inn- og útflutning frá því sem nú er. Smyril Line Cargo hefur siglt með farþega til og frá Íslandi frá 1982. Allt frá því að Norræna var tekin í notkun árið 2003 hef- ur félagið boðið íslenskum inn- og útflytjendum upp á svokall- aða Ro/Ro vöruflutninga og hafa þeir aukist umtalsvert frá 2009, eftir að Norræna hóf sigl- ingar til Seyðisfjarðar allt árið. Engar breytingar eru fyrirhug- aðar á siglingum Norrænu milli Seyðisfjarðar, Færeyja og Dan- merkur en með tilkomu nýju ferjunnar, sem á að hefja sigl- ingar í byrjun apríl 2017, eykst þjónusta Smyril Line Cargo enn frekar við íslenska markaðinn og tengslin við suðvesturhorn landsins eflast. Með stysta flutningstímann milli Íslands og Evrópu „Með því að bæta inn þessari nýju þjónustu frá Þorlákshöfn getum við boðið upp á heildar- lausnir fyrir útflytjendur fiskaf- urða frá Íslandi og flutningstím- inn á þeirri leið verður jafnframt sá stysti í sjóflutningum til og frá landinu,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmda- stjóri Smyril Line Cargo á Ís- landi. „Þannig getum við boðið upp á afhendingu á fiski í Evr- ópu tvisvar í viku; með Nor- rænu frá Seyðisfirði á mánu- dagsmorgnum og svo á þriðju- dagsmorgnum með nýju ferj- unni sem mun sigla beint til Rotterdam frá Þorlákshöfn á föstudagskvöldum.“ Einungis verður boðið upp á vöruflutninga milli Þorlákshafn- ar og Rotterdam og hefur Smyr- il Line Cargo fest kaup á 19 þús- und tonna ferju frá Finnlandi til að þjóna þeim. Hún var smíðuð í Noregi árið 1996, er ríflega 138 metra löng, tæplega 23 metra breið og getur flutt 90 tengi- vagna og 500 bíla í hverri ferð. Ferjan hefur fengið nafnið Myk- ines, hún er skráð í Færeyjum og verða 24 í áhöfn. Umsvif stóraukast í Þorlákshöfn Smyril Line Cargo er fyrsta skipafélagið sem hefur reglu- bundnar vikulegar millilanda- siglingar til Þorlákshafnar og eru væntingar um að þær muni stuðla að enn frekari vexti og atvinnuuppbyggingu á svæð- inu. „Umsvif við höfnina munu stóraukast og ljóst að störfum mun fjölga í sveitarfélaginu, bæði beint og óbeint, en við er- um vel í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem ferju- siglingarnar hafa í för með sér,“ segir Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölf- uss. Miklar breytingar hafa verið gerðar á höfninni í Þorlákshöfn á undanförnum árum til að skapa betri aðstæður fyrir haf- sækna starfsemi og frekari framkvæmdir eru á döfinni. Höfnin hefur m.a. verið dýpkuð til muna, byggð verður upp að- staða til að taka á móti stórum flutningaskipum og þar er mik- ið landrými og lausar bygginga- lóðir fyrir atvinnustarfsemi. Frá Þorlákshöfn eru góðar og greið- ar samgöngur til allra átta og aðeins um 40 km til Reykjavíkur og 85 km að Keflavíkurflugvelli eftir Suðurstrandarvegi. Samstarf við frystigeymsluna Kuldabola Fullbúin frystigeymsla, Kulda- boli, er staðsett við höfnina í Þorlákshöfn og verður hún þjónustuaðili Smyril Line Cargo segir Linda Björk Gunnlaugs- dóttir, aðspurð nánar um það Smyril Line Cargo eykur þjónustu við íslenska fiskútflytjendur Smyril Line Cargo er eina skipafélagið sem býður upp á ferjuskipaflutninga á Norður Atlantshafi, eða svokall- aða Ro/Ro vöruflutninga, sem tryggja vandaða og örugga vörumeðhöndlun, hvort sem um er að ræða frysti- eða kælitengivagna eða flutning á öðrum varningi, s.s. fólksbílum og stórum ökutækjum. „Með því að bæta inn þessari nýju þjónustu frá Þorlákshöfn getum við boðið upp á heildarlausnir fyrir útflytjendur fiskafurða frá Íslandi og flutningstíminn á þeirri leið verður jafnframt sá stysti í sjóflutningum til og frá landinu,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmda- stjóri Smyril Line Cargo á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.