Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 26

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 26
26 „Ég sá á sínum tíma auglýst eftir manni til að hafa eftirlit hér í Kína á smíðatíma tveggja íslenskra ísfisktogara og þegar ég bar þá hug- mynd upp við konuna mína að sækja um þá hló hún að mér. Og fannst þetta hin mesta firra. En ég sótti samt um og var ráðinn úr stórum hópi umsækjenda og í apríl næstkomandi verða liðin tvö ár síðan ég fór hingað út. Þetta hefur verið mikil lífsreynsla sem við hjónin hefðum ekki viljað missa af,“ segir Finnur Kristinsson, vél- fræðingur, sem fylgist með smíði togaranna Páls Pálssonar ÍS fyrir Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. og Breka VE fyrir Vinnslustöðina í Vest- mannaeyjum. Skipin eru í smíðum í borginni Shidao í Kína og verða að líkindum afhent síðla vetrar eða snemma vors. Finnur er vélfræðingur að mennt, útskrifaðist árið 1981 og hefur mikla reynslu sem vél- stjóri á togurum, lengst af á skipum Skagstrendings hf. á Skagaströnd. Hann hefur verið á fjórum skipum með Arnars- nafninu, lengst á núverandi Arnari HU 1 sem nú er gerður út af FISK Seafood. Frystitogarinn Örvar HU á Skagaströnd var sá fyrsti á Ís- landi sem sérstaklega var byggður sem slíkur og markaði á margan hátt upphafið að uppgangstímabili í útgerð frystitogara. Almennt þótti ólík- legt á þessum árum að horfið yrði í auknum mæli aftur til út- gerðar ísfiskskipa og vinnslu í landi. Sú varð engu að síður raunin eins og raun ber vitni. Til marks um það er smíði nokk- urra ísfiskskipa fyrir íslenskar út- gerðir þessa stundina, þar af skipanna tveggja í Kína. „Ég hef því á mínum ferli nánast farið allan hringinn í þessu, frá síðutogbátunum upp í frystitogarana og svo aftur yfir í þróun nýrra ísfisktogara sem nú stendur yfir,“ segir Finnur. Jól í Kína Finnur og Guðbjörg Ólafsdóttir, eiginkona hans, búa í borginni Shidao, sem er á Shandong- skaganum, suður af Peking. Borgin þykir smá í sniðum á mælikvarða Kínverja en íbúar eru rösklega 300 þúsund. Skipasmíðastöðin sem byggir skipin tvö er hins vegar á ís- lenskan mælikvarða risavaxin en þar starfa um 3500 manns og smíði tveggja ísfisktogara er Finnur Kristinsson í Huanghai skipasmíðastöðinni í Shidao í Kína þar sem hann hefur verið hátt í tvö ár og haft eftirlit með smíði íslensku ísfisktog- aranna Breka VE og Páls Pálssonar ÍS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.