Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 27
27
harla smávaxið verkefni á borð
við mörg þau risastóru skip sem
þarna eru smíðuð.
Um síðustu jól fóru þau
Finnur og Guðbjörg heim til Ís-
lands en þessum jólum verja
þau í Kína. „Nú fer að styttast í
afhendingu skipanna og mikil-
vægt að vera til staðar þegar
prófanir á vélbúnaði hefjast. Ég
geri t.d. ráð fyrir að aðalvélar
skipanna verði prófaðar nú fyrir
áramót og það verður mikill
áfangi í verkefninu,“ segir Finn-
ur.
„Mitt starf felst í að sjá til
þess að verkið sé unnið sam-
kvæmt kröfum hönnuða og
verkkaupa, sjá um samskipti við
yfirstjórn í skipasmíðastöðinni
og ýmislegt fleira. Hér eru líka
íslenskir vélstjórar sem koma til
með að verða á skipunum
þannig að allt í allt eru hér sex
Íslendingar sem stendur. Þegar
svo kemur nær afhendingu
koma skipstjórnarmenn og
fleiri til að fara í reynslutúr og
prófanir,“ segir Finnur.
Verkamenn úr sveitunum
Mikil seinkun er orðin á smíði
skipanna miðað við það sem
lagt var upp með þegar smíða-
samningar voru gerðir. Finnur
telur raunsætt að reikna með
afhendingu síðla vetrar eða
snemma vors.
„Vinna í skipunum gengur
vel þessar vikurnar. Ég skrái á
hverjum morgni fjölda iðnaðar-
og verkamanna um borð og yf-
irleitt eru þeir í 30-40 í hvoru
skipi en mættu vissulega vera
enn fleiri. Á tímabili í sumar
fækkaði verulega um borð og
ástæðan var m.a. sú að þá fóru
verkamennirnir í stöðinni sem
búsettir eru í sveitunum í kring
til síns heima að sinna uppsker-
unni. En eftir að starfsmönnum
fjölgaði aftur eftir sumarið hafa
skipin verið að taka á sig meiri
mynd að innan sem utan með
hverjum deginum sem líður,“
segir Finnur.
Vinna mikið á hnjánum
Finnur segir um margt mjög
ólíkt að fylgjast með vinnu Kín-
verjanna miðað við það sem við
eigum að venjast á Íslandi.
„Eitt af því sem maður tekur
eftir er að þeir vinna mikið á
hnjánum og nota ekki vinnu-
borð eins og við erum gjarnan
með. Þeir eru líka með ljóstýrur
á enninu, vinna mikið í rökkri
og eru ekki að lýsa allt vinnu-
svæðið upp eins og við gerum,“
segir hann og svarar því að-
spurður að margt skýri þá
Ævintýri
í Kína
Finnur Kristinsson, eftirlitsmaður með smíði togaranna Páls Pálssonar
ÍS og Breka VE segir frá lífinu fjarlægum heimshluta
Útsýni yfir Shidao. Huanghai skipasmíðastöðin er ofarlega til hægri. Húsgögn og innréttingar í matsalnum.