Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 27

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 27
27 harla smávaxið verkefni á borð við mörg þau risastóru skip sem þarna eru smíðuð. Um síðustu jól fóru þau Finnur og Guðbjörg heim til Ís- lands en þessum jólum verja þau í Kína. „Nú fer að styttast í afhendingu skipanna og mikil- vægt að vera til staðar þegar prófanir á vélbúnaði hefjast. Ég geri t.d. ráð fyrir að aðalvélar skipanna verði prófaðar nú fyrir áramót og það verður mikill áfangi í verkefninu,“ segir Finn- ur. „Mitt starf felst í að sjá til þess að verkið sé unnið sam- kvæmt kröfum hönnuða og verkkaupa, sjá um samskipti við yfirstjórn í skipasmíðastöðinni og ýmislegt fleira. Hér eru líka íslenskir vélstjórar sem koma til með að verða á skipunum þannig að allt í allt eru hér sex Íslendingar sem stendur. Þegar svo kemur nær afhendingu koma skipstjórnarmenn og fleiri til að fara í reynslutúr og prófanir,“ segir Finnur. Verkamenn úr sveitunum Mikil seinkun er orðin á smíði skipanna miðað við það sem lagt var upp með þegar smíða- samningar voru gerðir. Finnur telur raunsætt að reikna með afhendingu síðla vetrar eða snemma vors. „Vinna í skipunum gengur vel þessar vikurnar. Ég skrái á hverjum morgni fjölda iðnaðar- og verkamanna um borð og yf- irleitt eru þeir í 30-40 í hvoru skipi en mættu vissulega vera enn fleiri. Á tímabili í sumar fækkaði verulega um borð og ástæðan var m.a. sú að þá fóru verkamennirnir í stöðinni sem búsettir eru í sveitunum í kring til síns heima að sinna uppsker- unni. En eftir að starfsmönnum fjölgaði aftur eftir sumarið hafa skipin verið að taka á sig meiri mynd að innan sem utan með hverjum deginum sem líður,“ segir Finnur. Vinna mikið á hnjánum Finnur segir um margt mjög ólíkt að fylgjast með vinnu Kín- verjanna miðað við það sem við eigum að venjast á Íslandi. „Eitt af því sem maður tekur eftir er að þeir vinna mikið á hnjánum og nota ekki vinnu- borð eins og við erum gjarnan með. Þeir eru líka með ljóstýrur á enninu, vinna mikið í rökkri og eru ekki að lýsa allt vinnu- svæðið upp eins og við gerum,“ segir hann og svarar því að- spurður að margt skýri þá Ævintýri í Kína Finnur Kristinsson, eftirlitsmaður með smíði togaranna Páls Pálssonar ÍS og Breka VE segir frá lífinu fjarlægum heimshluta Útsýni yfir Shidao. Huanghai skipasmíðastöðin er ofarlega til hægri. Húsgögn og innréttingar í matsalnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.