Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 12
12
„Lyktin verður að vera almenni-
leg, því sterkari því betra,“ seg-
ir Kristján Jón Guðmundsson í
Bolungarvík. Hann er að tala
um skötu sem hann verkar í fé-
lagi við aðra í sínum heimabæ.
Hann er með fjórar tunnur
stappfullar af skötu. Hún verð-
ur tilbúin á fjórum til fimm vik-
um. Vel kæst, herramannsmat-
ur sem ættingjar og vinir njóta
ríkulega.
Kristján Jón er fæddur og
uppalinn í Bolungarvík. Hann á
bátinn Brá ÍS 106, sem hann
gerir eingöngu út á strandveið-
ar. „Ég réri í 26 daga á síðustu
strandveiðivertíð, meira var það
nú ekki þar til kvótinn var upp-
urinn,“ segir hann, en vertíðin
hjá honum hófst í maí og
teygðist aðeins inn í ágústmán-
uð. „Maður byggir ekki lífsaf-
komu sína á þessu,“ segir hann
en meðfram strandveiðunum
starfar hann hjá rækjuverk-
smiðjunni Kampa. „Það er eigin-
lega ekki önnur leið en að gera
bara út á strandveiðar, verð á
kvóta hefur rokið upp úr öllu
valdi og á sama tíma fer fisk-
verð lækkandi. Það væri óðs
manns æði að steypa sér í
skuldir með kvótakaupum við
þessar aðstæður, ekkert vit í
því, þannig að þetta er eina
færa leiðin, að stunda strand-
veiðar,“ segir Kristján Jón.
Skemmtileg árstíðabundin törn
Hann sankar að sér hæfilegu
magni af skötu, bæði fæst hún
á eigin veiðum en ekki síður eru
sjómenn á línubátum sem
gerðir eru út frá Bolungarvík
duglegir að gauka að honum úr
sínum afla. Þegar magnið er
orðið viðunandi og útlit fyrir að
dugi fyrir fjölskyldu og vini er
tekið til við að skera börð og
raða í tunnur. „Þetta er svona
törn, árstíðabundin, nokkuð
mikil vinna en skemmtileg,“
segir hann.
Kristján Jón og félagar bjóða
til veglegrar skötuveislu í des-
ember, skömmu fyrir jól, „og
þangað kemur fólk af öllum
stærðum og gerðum. Þetta er
iðulega notaleg og góð stund,“
segir hann. Á Þorláksmessu
borðar hann skötu heima með
fjölskyldunni. Og það gerir
hann af og til yfir árið, enda, „er
þetta alltof góður matur til að
borða bara einu sinni á ári.“
Gefur skötu út um hvippinn
og hvappinn
Skata úr tunnum Kristjáns Jón
er gefin hingað og þangað.
Þannig er árviss skötuveislu
haldin á bifreiðaverkstæði í
Hafnarfirði þar sem fram er
reidd skata frá honum. Heima-
menn fá líka fyrir sig og sína.
„Það er önnur stemmning hér í
minni bæjum, ekki óalgengt að
Kristján Jón og félagar bjóða til veglegrar skötuveislu í desember, skömmu fyrir jól, og þangað kemur fólk af öllum stærðum og gerðum.
Magnús Sigurjónsson múrari á Bolungarvík skoðar ofan í skötutunnuna
og kannar hvort lyktin sé orðin rétt.
M
a
n
n
lífið