Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 44
44
„Við erum í vetur með um 80
nemendur í sjávarútvegsfræði.
Þrátt fyrir að nýnemaárgangur-
inn í haust hafi verið sá minnsti
um nokkurra ára skeið þá er
hann engu að síður vel yfir
langtímameðaltali síðustu ára.
Ég get því ekki annað en verið
mjög sáttur við ásókn í námið,“
segir Hreiðar Þór Valtýsson,
lektor og brautarstjóri sjávar-
útvegsfræði við Háskólann á
Akureyri.
Frá því byrjað var að kenna
sjávarútvegsfræði við Háskól-
ann á Akureyri segir Hreiðar Þór
mjög greinilegt að ákveðin
fylgni hafi verið í ásókn í námið
og þróun á vinnumarkaði. „Þeg-
ar atvinnuástand er gott þá
fækkar nemendum í sjávarút-
vegsfræði og snýst síðan við ef
þrengir að á vinnumarkaði. Við
sjáum þessa tilhneigingu raun-
ar í öllu háskólanámi en sveiflan
hefur verið meiri í sjávarútvegs-
fræðinni. Við létum það því ekki
koma okkur á óvart að nýnemar
í sjávarútvegsfræði í haust væru
færri en í þeim risavöxnu ár-
göngum sem við höfum haft
síðustu ár,“ segir hann.
Meiri breidd er kostur
Eftirtektarvert er að nú sækir
reynslumeira fólk úr sjávarút-
vegi í námið en áður. „Síðustu ár
höfum við haft talsverða blönd-
un í nýnemahópunum, bæði
fólk með reynslu úr sjávarút-
vegi og líka fólk sem var að
koma beint úr framhaldsskóla
og jafnvel með mjög litla teng-
ingu við sjávarútveginn. Ný-
nemahópurinn í ár er í eldri
kantinum og í honum er að
finna þrautreynt fólk; skip-
stjórnarmenn eða fólk sem er
með áratugareynslu að baki í
fiskvinnslu, svo dæmi sé tekið.
Fyrir okkur er góð blanda mikils
virði og þetta eru hópar sem
bæta hvorn annan upp. Reynsl-
an nýtist í náminu en hinir sem
hafa fyrir stuttu komið upp úr
framhaldsskóla eru kannski
ferskari gagnvart því að læra.
Fólk styður því hvert annað,
enda leggjum við mikið upp úr
verkefnavinnu og samvinnu í
náminu,“ segir Hreiðar Þór.
Sjávarútvegsfræðingar skila
sér í greinina
Kennsla í sjávarútvegsfræðum
hófst við Háskólann á Akureyri
árið 1990 og útskrifaða sjávar-
útvegsfræðinga frá skólanum
er að finna víða í íslensku at-
vinnulífi.
„Stærstu einstöku atvinnu-
veitendur nemanda frá okkur
eru Samherji hf. og HB Grandi
hf. Sjávarútvegsfræðingar eru
gjarnan í stjórnendastöðum í
sjávarútvegsfyrirtækjunum og
við erum mjög ánægð að sjá þá
þróun því eitt af markmiðum
námsins er einmitt að mennta
fólk til að vinna þar. Síðan
sjáum við líka nemendur frá
okkur í rannsóknarfyrirtækjum
á borð við Matís og Hafrann-
sóknastofnun, í nýsköpunarfyr-
irtækjum og fjármálafyrirtækj-
um. Árið 2009 gerðum við
rannsókn á því hvar útskrifaða
nemendur okkar væri að finna í
atvinnulífinu og þá reyndist
námkvæmlega helmingur
þeirra í sjávarútvegsfyrirtækjum
Hreiðar Þór Valtýsson, lektor og brautarstjóri sjávarútvegsfræði
við Háskólann á Akureyri
Reynslumikið fólk
sækir í auknum mæli
í sjávarútvegsfræði
Hér eru nemendur að kynna sér hafrannsóknaskipið Árna Sæmundsson. Mynd: Háskólinn á Akureyri
V
iðta
l