Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 14

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 14
14 Loðnan er smávaxinn skammlífur fiskur sem finnst á norðurhveli jarðar, en hana er að finna norðarlega í Kyrrahafi og Atlantshafi. Í Atlantshafi eru fjórir megin stofnar; í Barentshafi, í Íslandshafi (þ.e. á hafsvæðinu á milli Íslands, Austur-Grænlands og Jan Mayen), við Vestur Grænland og við Nýfundnaland (Mynd 1). Stærsti stofninn er í Barenthafi, en veiðistofn þar hefur verið met- inn allt að 8 milljónum tonna en Íslands-Grænlands-Jan Mayen stofninn hefur verið metinn stærstur nálægt 2 milljónum tonna. Báðir þessir stofnar hrygna grunnsævis, á 10-150 m dýpi, en dæmi eru um stofna sem hrygna alveg uppi í fjöru. Hér á eftir verður ein- göngu fjallað um stofninn sem heldur sig að miklu leyti á hafsvæð- inu milli Íslands, Austur-Grænlands og Jan Mayen og á aðliggjandi landgrunnssvæðum. Hjálmar Vilhjálmsson birti ítarlega samantekt um þennan loðnustofn árið 1994 og er hér talsvert byggt á upplýs- ingum úr því riti.1) Loðnan er mjög mikilvægur nytjastofn sem hefur gefið mik- ið af sér í þjóðarbúið allt frá því að beinar veiðar hófust um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Auk þess er loðnan lykil- tegund í vistkerfinu þar sem hún nærist á smáu dýrasvifi, einkum rauðátu en einnig mar- flóm og ljósátu. Sjálf er loðnan mikilvæg fæða fyrir þorsk, ufsa, grálúðu og fleiri nytjafiska. Þá er hún líka eftirsótt af hvölum og fuglum. Þannig er loðnan mikilvægur hlekkur í flutningi orku og næringarefna til efri þrepa fæðuvefsins. Þegar full- orðna loðnan kemur úr fæðu- göngum langt norðan úr hafi og gengur inn til hrygningar þá stuðlar hún að gríðarlegum flutningi orku inn í vistkerfi ís- lenska landgrunnsins. Kjörað- stæður loðnu eru í frekar köld- um sjó, gjarnan 1-3°C á fæðu- göngu og þá oft við syðri mörk kalds heimskautasjávar, en á hrygningargöngu er hún í meg- indráttum talin ganga inn á landgrunnið fyrir norðan Ísland og þaðan austur og suður fyrir land, til hrygningar í tiltölulega hlýjum sjó við suður og suð- vestur strönd landsins (Mynd 2).2) Þó hefur orðið vart við hrygningu norðan lands en umfang þeirrar hrygningar hef- ur í gegnum tíðina verið talið lítið miðað við magnið sem hrygnir fyrir sunnan. Hingað til hefur ekki verið lagt almenni- legt mat á magn loðnu sem hrygnir á mismunandi hrygn- ingarslóðum. Lífsferill Lýsa má stuttu æviskeiði loðn- unnnar í eftirfarandi megin þrepum (sjá myndir 2 og 3): Hrygning Mars/byrjun apríl grunnsævis í hlýjum Atlantssjó við S- og V-Ísland, en þó eitthvað fyrir norðan land. Lirfur og seiði (0-grúppa) Rekur réttsælis yfir á land- grunnið norður og austur af Ís- landi og í breytilegu magni og í vaxandi mæli um Grænlands- Loðnan Saga – Staða – Framtíð Mynd 1. Hnattræn útbreiðsla loðnu. Grænn: Algeng. Gulur: Tilfallandi eða sjaldgæf. (Heimild: Hjálmar Vilhjálmsson 1994). H a fra n n sók n ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.