Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2016, Síða 14

Ægir - 01.12.2016, Síða 14
14 Loðnan er smávaxinn skammlífur fiskur sem finnst á norðurhveli jarðar, en hana er að finna norðarlega í Kyrrahafi og Atlantshafi. Í Atlantshafi eru fjórir megin stofnar; í Barentshafi, í Íslandshafi (þ.e. á hafsvæðinu á milli Íslands, Austur-Grænlands og Jan Mayen), við Vestur Grænland og við Nýfundnaland (Mynd 1). Stærsti stofninn er í Barenthafi, en veiðistofn þar hefur verið met- inn allt að 8 milljónum tonna en Íslands-Grænlands-Jan Mayen stofninn hefur verið metinn stærstur nálægt 2 milljónum tonna. Báðir þessir stofnar hrygna grunnsævis, á 10-150 m dýpi, en dæmi eru um stofna sem hrygna alveg uppi í fjöru. Hér á eftir verður ein- göngu fjallað um stofninn sem heldur sig að miklu leyti á hafsvæð- inu milli Íslands, Austur-Grænlands og Jan Mayen og á aðliggjandi landgrunnssvæðum. Hjálmar Vilhjálmsson birti ítarlega samantekt um þennan loðnustofn árið 1994 og er hér talsvert byggt á upplýs- ingum úr því riti.1) Loðnan er mjög mikilvægur nytjastofn sem hefur gefið mik- ið af sér í þjóðarbúið allt frá því að beinar veiðar hófust um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Auk þess er loðnan lykil- tegund í vistkerfinu þar sem hún nærist á smáu dýrasvifi, einkum rauðátu en einnig mar- flóm og ljósátu. Sjálf er loðnan mikilvæg fæða fyrir þorsk, ufsa, grálúðu og fleiri nytjafiska. Þá er hún líka eftirsótt af hvölum og fuglum. Þannig er loðnan mikilvægur hlekkur í flutningi orku og næringarefna til efri þrepa fæðuvefsins. Þegar full- orðna loðnan kemur úr fæðu- göngum langt norðan úr hafi og gengur inn til hrygningar þá stuðlar hún að gríðarlegum flutningi orku inn í vistkerfi ís- lenska landgrunnsins. Kjörað- stæður loðnu eru í frekar köld- um sjó, gjarnan 1-3°C á fæðu- göngu og þá oft við syðri mörk kalds heimskautasjávar, en á hrygningargöngu er hún í meg- indráttum talin ganga inn á landgrunnið fyrir norðan Ísland og þaðan austur og suður fyrir land, til hrygningar í tiltölulega hlýjum sjó við suður og suð- vestur strönd landsins (Mynd 2).2) Þó hefur orðið vart við hrygningu norðan lands en umfang þeirrar hrygningar hef- ur í gegnum tíðina verið talið lítið miðað við magnið sem hrygnir fyrir sunnan. Hingað til hefur ekki verið lagt almenni- legt mat á magn loðnu sem hrygnir á mismunandi hrygn- ingarslóðum. Lífsferill Lýsa má stuttu æviskeiði loðn- unnnar í eftirfarandi megin þrepum (sjá myndir 2 og 3): Hrygning Mars/byrjun apríl grunnsævis í hlýjum Atlantssjó við S- og V-Ísland, en þó eitthvað fyrir norðan land. Lirfur og seiði (0-grúppa) Rekur réttsælis yfir á land- grunnið norður og austur af Ís- landi og í breytilegu magni og í vaxandi mæli um Grænlands- Loðnan Saga – Staða – Framtíð Mynd 1. Hnattræn útbreiðsla loðnu. Grænn: Algeng. Gulur: Tilfallandi eða sjaldgæf. (Heimild: Hjálmar Vilhjálmsson 1994). H a fra n n sók n ir

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.