Morgunblaðið - 26.07.2016, Page 4

Morgunblaðið - 26.07.2016, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2016 Hraunbergi 4, 111 Reykjavík, sími 530 9500 • Frí heimsending lyfja • Góð kjör fyrir eldri borgara og öryrkja • Gerðu verðsamanburð • Lyfjaskömmtun á góðu verði góð þjónusta ogPersónuleg Opið alla virka daga kl. 8:30-18:00 Heilbrigð skynsemi Heilsugæsla efra Breiðholts Gerðuberg Lyf á lægra verði Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mýrdalssandur skiptir litum með gróðrinum. Nú hefur skærgulur lit- ur bæst við þann bláa, græna og svarta. Hann stafar af blómum repju sem sáð var inni í lúpínubreiðunum meðfram þjóðveginum. Hugmyndir eru uppi um að hefja stórfellda rækt- un á repju til framleiðslu á lífdísil í Vík. „Hugmyndin er að hefja fram- leiðslu á lífdísil en of snemmt að segja hvenær af því getur orðið,“ segir Gísli D. Reynisson í Vík í Mýr- dal. Hann sáði repju í um fjóra hekt- ara á Mýrdalssandi í vor. Hluti af akrinum kemur vel út og er í mestum blóma einmitt þessa dagana. Nýtur hann aðstoðar reyndra ræktunar- manna úr Meðallandi. Mörgum vikum á undan Örn Karlsson á Sandhóli segir að repjan líti ágætlega út en niðurstað- an verði þó ekki ljós fyrr en eftir þreskingu í haust. Annars hafa akrar bænda sjaldan verið fallegri. Örn segir að kornið í Meðallandi hafi þroskast óvanalega fljótt. Byggið sé mörgum vikum á undan, miðað við stöðuna á sama tíma í fyrra. Sama eigi við um repjuna. „Þetta lítur vel út eftir tvö mögur ár,“ segir Örn. Repjunni er sáð í jarðveg sem lúp- ína hefur myndað á Mýrdalssandi. Fyrir um aldarfjórðungi var lúpínu og grasfræi sáð í svartan vikur með- fram hringveginum til að verja um- ferðina fyrir sandfoki. Á þeirri spildu sem tekin var undir repjuna var lúp- ínan tætt með jarðvegstætara og repjufræi sáð í staðinn. Þótt jarðveg- urinn sé ekki þykkur er jörðin nógu frjósöm til að rækta repju. Þarna hafa einnig verið ræktaðar kartöflur og bygg með góðum árangri. Safnar steikingarfeiti Ef repjuræktunin gengur vel hyggst Gísli auka ræktunina. Hann sáði aðeins sumarrepju í vor en seg- ist ekki hafa tækifæri til að sá vetr- arrepju í haust. Reiknar í staðinn með því að sá aftur næsta vor. Auk þess hefur hann verið að safna steikarfeiti undanfarin ár. Steikarfeitin safnast upp hjá veit- ingahúsunum vegna mikils fjölda ferðafólks í Mýrdal. „Það var einn veitingahúsaeigandi að færa mér rúmt tonn af feiti sem orðið hefur til hjá honum frá því í mars,“ segir Gísli. „Ég er ekki búinn að gera miklar áætlanir um framleiðsluna en er að reyna að kaupa verksmiðju,“ segir Gísla. Gangi það eftir mun hann geta framleitt lífdísil, eins og fluttur er inn í stórum stíl. Hann hyggst þó nota olíuna við eigin bílarekstur til að byrja með. „Ég hef tröllatrú á að repjan geti vaxið vel þarna. Ef það gengur eftir eru möguleikarnir nærri ótakmarkaðir,“ segir Gísli. Sandurinn skiptir litum  Tilraun til ræktunar á repju í lúpínubreiðum Mýrdalssands  Hugað að fram- leiðslu á lífdísil í Vík í Mýrdal  Steikingarfeiti safnað hjá veitingastöðunum Ljósmynd/Örn Karlsson Nýr litur Repjan setur nýjan lit á lítinn blett á Mýrdalssandi þann stutta tíma sem hún er með mestum blóma. Hjörleifshöfði sést í baksýn. Þyrluflugmaður sem flaug með far- þega inn á bannsvæði við eldstöðv- arnar í Holuhrauni haustið 2014 var dæmdur til að greiða 200.000 krónur í sekt. Hann þarf að auki að greiða 810.113 krónur í málsvarnarlaun og útlagðan kostnað verjanda síns. Lögreglustjórarnir á Húsavík og Seyðisfirði höfðu lokað fyrir alla um- ferð, ótímabundið frá 19. ágúst 2014 vegna hættuástands, eldgoss í Holu- hrauni og yfirvofandi flóðavár úr Dyngjujökli en samt flaug maðurinn nokkrum sinnum inn á svæðið. Dómari við Héraðsdóm Norður- lands eystra komst að þeirri niður- stöðu að flugmaðurinn hefði brotið lög. Þyrluflugmaðurinn taldi sig vera í rétti þar sem Isavia hafði ekki gefið út tilkynningu um að bannað væri að fljúga inn á svæðið. Ákærði sagðist hafa farið þær ferðir sem raktar eru í ákæru. Í þeirri fyrstu hefði hann verið með jarðvísindamann, í annarri með fjöl- miðlamenn en í þeirri þriðju með ferðafólk. Í þriðju ferðinni var meðal annars auðkýfingur frá Kasakstan með í för og birti myndir af föru- neyti sínu við gosstöðvarnar og þá vakti málið fyrst athygli. Dómur var kveðinn upp 8. júlí síð- astliðinn en ekki birtur fyrr en í gær. Flaug of nálægt gosinu Morgunblaðið/RAX Hraun Gos er ekkert til að gantast með.  Þarf að borga rúma milljón króna Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Tveir ótengdir einstaklingar fengu fyrirtækið SG-Merkingu til þess að gera fyrir sig skilti, sem sýna að notkun dróna er bönnuð á landi þeirra. Ástæðan sem báðir gáfu upp var sú að svo virtist sem óprúttnir aðilar væru að mynda „berbrjósta konur“ í sólbaði með hjálp dróna að sögn Þorsteins Gíslasonar, eiganda SG-Merkinga. „Þeim fannst þetta óþægilegt, konunum sem voru í sólbaði,“ seg- ir Þorsteinn. Hann segir að alls hafi hann bú- ið til sex skilti sem ætlað er að gefa til kynna að drónaflug sé bannað. „Þeir tilgreindu þessa ástæðu og ég hannaði þetta fyrir þá. Annar er af Suðurlandi og hinn af Vesturlandi. Annar þeirra ætlaði vísu líka að nota skilti á veiðisvæði, þar sem það er svolít- ill hávaði af þessu,“ segir Þor- steinn. Húsbílaskilti um allt land Að sögn fær hann reglulegar bónir um að gera skilti fyrir einkaaðila. Í flestum tilvikum er um að ræða hefðbundin skilti þar sem t.a.m. er tilgreint að um sé að ræða einkaveg sem ekki er heimilt að aka um eða staði þar sem bifreiðastöður eru bannaðar. Sífellt verður þó algengara að Þorsteinn geri skilti fyrir einkaaðila þar sem til- greint er að bannað sé að leggja húsbílum þar sem fólk hyggst dvelja næturlangt. „Þau skilti eru út um allt land. Það er á ótrúleg- ustu stöðum sem fólk hefur sett þetta upp. Öllum virðist bera saman um það að ferðamenn telji sig geta lagt hvar sem er og gert stykki sín úti án þess að borga fyrir tjaldsvæði,“ segir Þorsteinn. Losað úr salerni í trjálund Hann segist hafa síðast í gær selt eitt slíkt skilti til fólks sem býr nærri Ásbyrgi. „Í því tilviki ætluðu þau að setja skiltið upp því þau komu að trjálundi þar sem bíll hafði verið og þar var engu líkara en að losað hafi verið úr klósetti og allt í viðbjóði,“ seg- ir Þorsteinn. Hann segir að á meðal óhefð- bundnari skilta sem hann hafi gert hafi verið með þeim skila- boðum að óheimilt sé að þrífa sig á bílaþvottaplani. „Það var á Suð- urlandi og þar voru víst ein- hverjir sem háttuðu sig á bíla- þvottaplaninu, settu á sig sápu og smúluðu sig svo áður en þeir fóru í fötin að nýju,“ segir Þorsteinn og hlær. Drónaskilti vegna dónamyndatöku  Drónar á einkalóð að mynda fólk í sólbaði  Húsbílar víða til trafala  Bannað að þvo sér á bílaþvottaplani Engin þrif Bann- að er að þrífa sig á bílaþvottaplani. Húsbíll Skilti sem bannar hús- bílum að leggja. Drónaflug Skilti sem bannar drónaflug. Lögreglan í Stokkhólmi í Svíþjóð handtók karlmann á fertugsaldri síðastliðinn fimmtudag vegna gruns um aðild að morðinu á 35 ára gömlum íslenskum karlmanni í Akalla í vesturhluta borgarinnar á mánudaginn í síðustu viku. Hann heldur fram sakleysi sínu. Þetta segir lögmaður mannsins í samtali við sænska dagblaðið Expressen. Íslendingurinn fannst blóðugur á tjaldstæði í borginni og staðfesti lögregla að hann hefði látist á Kar- ólínska háskólasjúkrahúsinu síðar sama dag. „Hann hafnar ásök- ununum á hendur sér en hann skil- ur hvers vegna hann var handtek- inn. Það á eftir að rannsaka margt og skjólstæðingur minn vonast til að rannsóknin sýni að hann tengist málinu ekki,“ segir lögmaðurinn í samtali við Expressen. Í svari lögreglunnar í Stokkhólmi við fyrirspurn Morgunblaðsins seg- ir að búið sé að handtaka karlmann sem er fæddur 1978 og að hann hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir aðild að morðinu. Handtekinn fyrir morð á Íslendingi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.