Morgunblaðið - 26.07.2016, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2016
Einnig úrval
af pappadiskum,
glösum og servéttum
Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • okkarbakari.is • facebook.com/okkarbakari
FLOTTU
AFMÆLISTERTURNAR
FÁST HJÁ OKKUR
Skoðið
úrvalið á
okkarbakari.is
þúsund krónur á 10 ára tímabili af
hverjum posa og pin pad og ugglaust
meira, því leiguverðið hækki með
reglulegu millibili.
„Við höfum verið í viðskiptum við
Valitor frá 2009 og til dagsins í dag
hefur posaleigan hækkað um 52%,“
sagði Guðmundur.
Guðmundur telur að synjun Val-
itors standist vart lög. Hann bendir á
að símafyrirtæki séu með sín eigin
kerfi, en viðskiptavinurinn hafi val
um að kaupa sér hvaða símtæki sem
er og geti síðan tengst kerfum þeirra.
Hann spyr hvort hér sé ekki um sam-
bærilega hluti að ræða.
Guðmundur segir að á reikningum
frá Valitor, sem berist mánaðarlega,
standi Posar: Leiga og viðhaldsþjón-
usta.
„Á þeim tæpu sjö árum sem við
höfum verið í viðskiptum við Valitor,
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Guðmundur Ómarsson á og rekur
Eldhaf ehf. á Akureyri, en Eldhaf er
endursöluaðili Apple á Norðurlandi.
Guðmundur leigir posa af Valitor og
pin pad og greiðir 7.569 krónur í leigu
á mánuði, eða 90.828 krónur á ári.
„Ég er einfaldlega mjög ósáttur við
þetta háa leiguverð og kynnti mér því
hvað svona posi kostar í útlöndum.
Niðurstaðan er að ég gæti fengið eins
posa og pin pad og ég er að leigja af
Valitor fyrir um 60 þúsund krónur,“
sagði Guðmundur í samtali við Morg-
unblaðið.
Hann segist hafa haft samband við
Valitor og sagt þeim að hann hefði
áhuga á því að kaupa sér eigin posa
að utan og vildi þannig losna undan
leigunni, en honum hafi verið svarað
á þann veg að það væri ekki hægt, því
tækið þyrfti að tengjast kerfi og hug-
búnaði Valitors.
„Ég gef nú ekki mikið fyrir þetta
svar, því vitanlega getur tæki sem er í
okkar eigu af sömu gerð og posinn frá
Valitor tengst kerfi þeirra,“ sagði
Guðmundur.
Guðmundur bendir á að ársleigan
hjá Valitor sé 30 þúsund krónum
hærri en stofnkostnaður fyrir bæði
tækin. Þannig hagnist Valitor um 850
hefur tvisvar komið maður til okkar
frá Valitor til að uppfæra hugbúnað
til að virkja Tax Free og það tók um
10 mínútur í hvort skipti,“ sagði Guð-
mundur.
Allir posar okkar vottaðir
Viðar Þorkelsson, forstjóri Val-
itors, sagði í samtali við Morgunblað-
ið í gær að Valitor veldi þá leið að
leigja út posana fyrst og fremst af ör-
yggisástæðum. „Við berum ábyrgð á
öryggi posanna, við þjónustum leigj-
endur og sjáum um viðhald. Það er
sérstakur hugbúnaður sem þarf að
setja upp í posunum frá okkur og allir
posar frá okkur eru sérstaklega vott-
aðir,“ sagði Viðar.
Hann segir að hugsanlega þyki
einhverjum leigan vera há.
„Það er samkeppni um að selja
þessa vöru hér á landi og það eru
nokkrir aðilar sem bjóða upp á posa-
leigu. Við teljum okkur vera sam-
keppnishæf um leiguverðið,“ sagði
Viðar.
Viðar var spurður hvort ársleiga á
posa sem væri um 50% hærri en
stofnkostnaður við posa og pin pad
væri ekki óeðlilega há:
„Það eru fleiri þættir sem þarf að
horfa til en stofnkostnaður. Þar á ég
við öryggisþáttinn sem er stór og
þjónustuþáttinn.
Við þurfum að vera viss um það að
posinn sé frá viðurkenndum aðila.
Það er hægt að framkvæma breyt-
ingar á posum og það sem varðar
okkur í þessu fyrst og fremst er að
posinn sé pottþéttur, því kortasvik
hafa farið vaxandi eins og kunnugt er.
Allur er því varinn góður,“ sagði Við-
ar.
Viðar var spurður hvort hér væri
ekki bara um afskaplega auðvelda
tekjuöflun að ræða hjá kortafyrir-
tækjunum, að leigja út posana og fá
stofnkostnaðinn greiddan 1,5 falt ár
hvert. Er ekki posaleigan bara eins
og sjálfvirk peningamaskína fyrir
kortafyrirtækin? „Það er eitt að tala
um stofnkostnað og annað að tala um
þjónustuna í kringum posana, upp-
setningarþjónustu og aðra þjónustu.
Við erum með sólarhringsþjónustu á
þessum tækjum. Það á við um alla
vöru sem er þjónustuð að þjónustan
kostar peninga og við þurfum að ráða
fólk til þess að sjá um þá þjónustu,“
sagði Viðar.
Leigan 50% hærri en kostnaður
Segir Valitor hagnast um 850 þúsund krónur á 10 ára tímabili fyrir útleigu á posum Má ekki eiga
sinn eigin posa Forstjóri Valitors bendir á kostnað fyrirtækisins vegna öryggisþátta og þjónustu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Posar Þeir sem leigja posa greiða kortafyrirtækjum í leigu um 90 þúsund
krónur á ári, en stofnkostnaður posa og pin pad er um 60 þúsund krónur.
Guðmundur
Ómarsson
Viðar
Þorkelsson
Jóhannes Tómasson
johannes@mbl.is
„Hvers vegna er Ísland svona
dýrt? Er það til þess að halda for-
sætisráðherra uppi?“
Ástralarnir Allen og Cedric
voru í góðum gír þegar þeir
ræddu við blaðamann Morgun-
blaðsins í rigningunni á Laugaveg-
inum í gær. Þeim þótti það viðeig-
andi að eyða síðasta degi
ferðalagsins í rigningunni. „Við
höfum verið á Íslandi í sex daga
og það rigndi ekki í átta klukku-
stundir í gær, það er metið. Ég er
ekki viss um að við höfum náð
kortéri án rigningar hina dagana,“
sagði Allen. En þótt veðrið hafi
ekki verið þeim að skapi var heim-
sóknin ánægjuleg. „Við ferð-
uðumst um Suðurlandið, fórum til
Vestmannaeyja og vorum þar í tvo
daga. Það var frábært í Eyjum.“
Vantar bensínstöðvar
„Við höfum þó nokkrar tillögur
fyrir ríkið. Það vantar fleiri útsýn-
isstöðvar meðfram þjóðveginum,
við keyrðum of oft fram hjá fal-
legum stöðum en gátum ekki
staldrað við vegna þess að veg-
urinn var of þröngur. Einnig vant-
ar fleiri bensínstöðvar og aðstöðu
til að þvo bílana sína á þeim. Þetta
eru samt bara praktískar tillögur,
ferðin var frábær.“
Danirnir Fleming, Birgitte og
Gustav létu enga slíka gagnrýni í
ljós. „Við komum fyrir 13 dögum
og við förum heim á morgun, þess
vegna erum við í Reykjavík. Þetta
hefur verið frábært, við leigðum
fjórhjóladrifinn bíl og keyrðum um
sveitina, þar sem fátt var af fólki.
Sveitin og allt tengt henni er klár-
lega það besta við Ísland,“ sagði
Fleming.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Kátir í rigningunni Ástralarnir Cedric og Allen þurftu að þola meiri rigningu á Íslandi en í heimalandinu
Hafa nokkrar praktískar
tillögur fyrir stjórnvöld
Á heimleið Gustav, Birgitte og Fleming eyddu síðasta deginum í Reykjavík.
Síðustu óáteknu VHS-spólurnar eru
nú til í nokkrum raftækjabúðum
landsins. Þær raftækjaverslanir sem
Morgunblaðið ræddi við í gær voru
löngu hættar að selja slíkar spólur
en nokkrir pakkar fundust baka til
hjá Sjónvarpsmiðstöðinni í Síðu-
múla. Voru það óáteknar 120 mín-
útna og 180 mínútna spólur. Þegar
þær seljast mun fyrirtækið ekki
endurnýja lagerinn því um helgina
bárust þær fréttir að Funai Electric
myndi hætta að framleiða VHS-
spólur í lok mánaðarins. Fyrirtækið
seldi á síðasta ári um 750 þúsund óá-
teknar spólur víða um heim. Hefur
fyrirtækið framleitt VHS-spólur í 33
ár og seldi mest 15 milljónir eitt árið
þegar gullöld VHS stóð sem hæst.
Síðan DVD-spilarinn og svo
frelsisþjónustan í myndlyklunum
komu til sögunnar hefur brekkan
verið brött fyrir VHS-tækin og spól-
urnar. Nýlegar árgerðir af VHS-
tækjum eru ekki lengur í hillum
heldur verður að kaupa þau á sölu-
síðum líkt og Ebay og Amazon.
Raftækjarisinn Elko seldi síðustu
spólur sínar í byrjun mánaðarins og
síðasta VHS-tækið var selt í lok síð-
asta árs. Hjá fyrirtækinu fengust
þær upplýsingar að enn kæmu þó
viðskiptavinir inn í búðina og spyrðu
hvort hægt væri að fá VHS-tæki og
spólur. Spólurnar kláruðust í byrjun
mánaðarins þegar viðskiptavinur
gekk að kassanum með síðasta
pakkann af 240 mínútna spólum.
benedikt@mbl.is
Síðustu andartök VHS
AFP
Gamalt VHS hefur ekki borið sitt
barr eftir að DVD kom til sögunnar.
Tilkynnt að hætt
verði framleiðslu
á VHS-spólum