Morgunblaðið - 26.07.2016, Side 14

Morgunblaðið - 26.07.2016, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2016 ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Aðalástæðan er sú að mig langar til að hafa meiri tíma til að einbeita mér að þeim verkefnum sem ég hef þurft að setja til hliðar á meðan ég sinnti þessu starfi hjá 365. Ég er búinn að vera í leyfi frá því í vor vegna vinnu við þessa grínþáttaröð sem heitir Borgarstjórinn og ég hef fundið það sterkt meðan á því hefur staðið að mig langar frekar að vinna við þannig vinnu,“ segir Jón Gnarr sem tilkynnti um það í gær að hann hefði látið af störfum sem fram- kvæmdastjóri dagskrársviðs 365 og um leið sem fastur starfsmaður þess fyrirtækis. Ástríða Jóns Gnarr er í miðlun sjónvarpsefnis „Mín ástríða hefur alltaf verið að vinna að sjónvarpsmálum,“ segir Jón Gnarr. „Mér finnst sjónvarp al- veg einstaklega skemmtilegur miðill til að vinna í og mikilvægur. Það er svo margt sem mig langar til að gera í sjónvarpi. Ég finn það þegar ég er að vinna við þessa þætti að það er þetta sem mig langar til að gera, frekar en að vinna við að stýra sjónvarpi. Sem er allt annars konar vinna, þótt miðillinn sé sá sami. Það er búið að vera mikið að gera í vinnunni á 365 í ár og ég hef ekki haft tíma til að vinna að því sem ég sjálfur vil gera í dagskrárgerð. Það eru ekki tækifæri til þess þegar maður er í svona fram- kvæmdastjórastöðu. Svo er annað sem ég hugsa oft um og það er þannig með grínið eða hvernig þú notar grínið sem leið til að miðla upplýsingum eða til að koma á framfæri gagnrýni, þá þarftu til að ná sem bestum árangri að standa svolítið fyrir utan. Ég fann vel fyrir þessu þegar ég var borgarstjóri. Ég hafði alltaf fram að því staðið fyrir utan. En þá allt í einu stóð ég ekki fyrir utan. Þetta er mín persónulega reynsla.“ Alþjóðleg lýðræðisfígúra En þú ert ekki aðeins að vinna við sjónvarpsefni heldur einnig að skrifa? „Ég er að vasast í svo mörgu,“ segir Jón Gnarr. „Ég er leikari en líka einhvers konar al- þjóðleg lýðræðisfígúra, stjórnmála- maður, rithöfundur og leikstjóri. Ég hef í svo miklu að snúast. Það er mjög mikið af alþjóðlegum ráð- stefnum og þingum sem mér er boðið að taka þátt í. Ég hef haft gaman af því. Þannig að það er bara svona eitthvað sem ég vil hafa rými til að gera og geta skotist í sem er ekki alltaf hægt þegar maður er í framkvæmdastjórastarfi. Þegar ég var yngri vann ég mikið á geðdeild Landspítalans og þá vor- um við Sigurjón Kjartansson að skrifa handrit að gríni og að reyna að koma okkur á framfæri hjá RÚV og öðrum og ég missti svolítið úr vinnu út af þessu. Að lokum fékk ég áminningu fyr- ir að sinna ekki starfinu nógu vel. Yfirlæknirinn tók mig á teppið. Ég sagði honum að mig langaði til að leita fyrir mér sem grínisti. Hann sagði að það væri vonlaus hugmynd hjá mér, því ég væri svo ófyndinn. Til að ætla sér eitthvað í þessum bransa þá þyrftu menn í það minnsta að vera fyndnir. Ég ætla samt að halda áfram að reyna.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem þú ert að leikstýra? „Ég er með litla reynslu af því en mér finnst það afskaplega spenn- andi. Það er áskorun sem ég hef verið ragur við að taka. Pétur Jó- hann Sigfússon kom með þessa hugmynd, hann spurði af hverju ég leikstýrði þessu ekki sjálfur. Ég sagði að mér fyndist það eitthvað skrýtið, sérstaklega þegar ég er að leika í þessu sjálfur. Þá sagði hann: „Ef Clint Eastwood getur leikstýrt sjálfum sér þá getur þú það.“ Þann- ig að ég tók bara verkefnið að mér.“ Vill fá rými til að sinna ástríðu sinni  Jón Gnarr hættir sem framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 Morgunblaðið/Ómar Gleði og grín Jón Gnarr var borgarstjóri í Reykjavík. Hann hefur í mörgu að snúast og segir að ástríða sín liggi í gríni og gerð sjónvarpsefnis. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Davíð Pétursson, bóndi á Grund í Skorradal, og fjöl- skylda hans hafa fært Reykholtskirkju og Hvanneyrarkirkju að gjöf áhöld til moldunar við jarðarfarir. Gjöfin er til minningar um Jóhönnu Guðjónsdóttur, eiginkonu Davíðs. Kalla þau kerið moldunarfont og hafa fengið ágæt viðbrögð við þeirri nafngift. „Þegar útför var gerð frá Hvanneyrarkirkju fyr- ir nokkrum árum var ekk- ert svona ílát til. Það var sett plastfata ofan á eld- húskoll við hliðina á kist- unni. Umræða spannst um það í sóknarnefndinni að finna þyrfti betri lausn á því. Þegar útför Jóhönnu var gerð frá Reykholts- kirkju var gamall trékassi notaður undir moldina,“ segir Davíð um aðdrag- anda þess að hann gaf kirkjunum moldunarker. Þörfin fyrir slíka kassa og áhöld hefur aukist vegna þess að farið er að kasta rekunum inni í kirkjunum í meiri mæli en áður en sú athöfn fór meira fram í kirkju- görðunum. Davíð ræddi málið við son sinn, Jens, sem er húsasmíðameistari. Hann hannaði og smíðaði fallega gripi til að nota við þessi tækifæri. Vinur hans, Gissur Árnason frá Hallormsstað, smíðaði rekuna og Ívar Björnsson skar út áletrun um gefendur og handverksmenn. Afhent á afmælisdegi Jóhönnu Fonturinn er áttstrendur og myndar krossinn tólf hliðar. Vísað er til skírnarinnar og heilagrar þrenn- ingar á botni skálarinnar. Í gjafabréfi setur Davíð fram þá ósk að mold úr viðkomandi gröf sé höfð í moldunarfontinum og að at- höfn lokinni sé afgangsmold tæmd í gröfina. Ef lík er brennt skuli moldin sem eftir er geymd og látin vera með við grafsetningu duftkers. Gjöfin var afhent í garðinum á Grund 20. júlí síðastliðinn, á afmælisdegi Jóhönnu. Hún lést 6. júní á síðasta ári, að verða 75 ára að aldri. Guðmundur Sigurðsson, for- maður sóknarnefndar Hvanneyr- arkirkju, og Geir Waage, prestur í Reykholti, tóku við gjöfunum. Vantaði gott heiti Þegar Davíð fór að huga að smíði kers til að nota við moldun kom í ljós að gott heiti vantar á þennan grip. Prestar virðast nota ýmis heiti. Moldunarfontur varð fyrir valinu með vísan til skírnarfonts og finnst mönnum það passa vel, ekki síst með vísan til þess að moldunin er lok fer- ils sem hefst með skírn og sömu orð eru notuð við báðar athafnir. Ljósmynd/Pétur Davíðsson Afhending Guðmundur Sigurðsson og séra Geir Waage tóku við gjöfunum úr hendi Davíðs Péturssonar við athöfn í garðinum á Grund. Gáfu moldunar- fonta til kirkna  Moldun í auknum mæli inni í kirkjum Alls sáust 580 selir í talningu á um 100 kílómetra strandlengju Vatns- ness og Heggstaðarness sem fram fór á fimmtudag í síðustu viku. Yfir- skrift þessa verkefnis var Selataln- ingin mikla sem nú var tekin í tíunda sinn. Á þeim tíma hafa sést að með- altali 760 selir í hvert sinn. Árin 2008 og 2009 sáust flestir selir eða yfir 1.000 selir bæði árin en árið 2012 voru þeir aðeins 422. Í ár sáust alls um 580 selir, sem fyrr segir. Það er nokkuð meira en síðustu tvö ár, en þó minna en árlegt meðaltal hefur gefið til kynna. Í frétt frá Selasetri Íslands á Hvammstanga er tekið fram að þessar tölur eigi aðeins við um fjölda sela á Vatnsnesi og Heggstaðarnesi á þeim tíma þegar talningafólk gekk um fjörur og svipaðist um eftir brimlum, urtum og kópum. Er tekið fram að þrátt fyrir að selir nú séu færri en hæsta skor í talningum fyrr á árunum sýni, virðist í deiglunni ýmislegt nú sem geti skýrt mála- vöxtu. Veður hafi til dæmis mikil áhrif, en selir vilji – rétt eins og mannfólkið – helst liggja á þurru landi þegar er lygnt, hlýtt og sólríkt. Á talningardegi í þetta sinn hafi hins vegar verið rakt í lofti, hiti um 9 gráður og gola. Er tekið fram að við slíkar aðstæður geti verið best fyrir seli að svamla um í sjó frekar en að liggja á landi. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Selir Flatmagað á skerjum í fjörunni neðan við Illugastaði á Vatnsnesi. Töldu nærri 600 seli  Talning á Vatnsnesi  Stofninn hefur verið sterkari  Gengið um strendur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.