Morgunblaðið - 26.07.2016, Side 17

Morgunblaðið - 26.07.2016, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2016 þyrlum, en á þeim er enginn mið- unarbúnaður. Fórnarlömbin eru því oft óbreyttir borgarar og eru tunnu- sprengjur bannaðar samkvæmt al- þjóðalögum. Mikilvæg birgðaleið enn lokuð Hersveitir Bashars al-Assad Sýr- landsforseta náðu nýverið veginum Castello, sem er mikilvæg birgðaleið fyrir uppreisnarmenn við og í Aleppo. Þeir uppreisnarmenn sem staddir eru í austurhluta borgarinnar eiga því mjög erfitt með að útvega sér nauðsynjar á borð við matvæli og ómengað drykkjarvatn. Þeir veita samt sem áður enn harða mótspyrnu. unnið sé að því að grafa fólk upp úr húsarústum. Segist hann eiga von á því að tala látinna hækki talsvert, en óttast er að fjölmargir hafi grafist undir auk þess sem sumir særðust lífshættulega. Stjórnarherinn hefur lengi notast við tunnusprengjur, sem þykja afar ómarkvissar, og hefur þeim á undan- förnum árum m.a. verið varpað á fjöl- marga útimarkaði, samgöngumið- stöðvar, moskur, sjúkrahús og skóla. Við gerð þessara vopna er notast við olíutunnur, bensíntank eða gaskút sem svo er fylltur með sprengiefni, olíu og málmbrotum. Sprengjunum er svo varpað af handahófi, t.a.m. úr Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Minnst 16 almennir borgarar féllu í gær í loftárásum sem gerðar voru á sýrlenska bæinn Atareb og borgina Aleppo, sem fram á síðustu ár var fjölmennasta borg Sýrlands. Mannréttindasamtökin Syrian Ob- servatory for Human Rights segja rússneskar og sýrlenskar flugsveitir standa að baki árásunum, en auk hefðbundinna vopna var notast við svonefndar tunnusprengjur. Fréttamaður AFP, sem staddur er í Aleppo, segir fjölmennt lið björg- unarmanna við störf í borginni og að AFP Eyðilegging Karlmaður í Aleppo grípur um andlit sitt á meðan björgunarmenn grafa fólk upp úr rústum húsa. Tunnusprengjum varpað á Aleppo  Fjölmargir almennir borgarar grófust undir húsarústum Sýrlenski hælisleitandinn sem síðastliðið sunnudagskvöld sprengdi sig í loft upp í þýska bænum Ans- bach í Bæjaralandi var „stríðsmað- ur“ Ríkis íslams. Er það miðillinn Amaq News, sem rekinn er af víga- samtökunum, sem greinir frá þessu. Að sögn Amaq var Sýrlendingur- inn, sem var 27 ára gamall, að bregð- ast við kalli um árásir á þær þjóðir sem nú berjast við vígasveitir Ríkis íslams í Sýrlandi og Írak. Sprengdi hann sprengju sína skammt frá inn- gangi að fjölmennri tónlistarhátíð sem haldin var í bænum, en honum hafði skömmu áður verið meinaður aðgangur að hátíðinni. Alls særðust 15 manns í sprengingunni. Þýskir fréttamiðlar greina frá því að lögreglan í Ansbach hafi fundið myndbönd og ljósmyndir sem tengj- ast íslamistum á farsíma og fartölvu í eigu mannsins. Var einnig gerð húsleit í athvarfi fyrir flóttamenn þar í bæ, en lögreglan vildi hins veg- ar ekki staðfesta að um sé að ræða þann stað þar sem sprengjumaður- inn bjó. Þá segist lögreglan hafa fundið vísbendingar sem benda til þess að Sýrlendingurinn hafi sett málmbrot í sprengju sína, en það er gjarnan gert til þess að hámarka manntjón. Fjórar árásir á fáeinum dögum Árásin í Ansbach er sú fjórða sem gerð er í Þýskalandi á fáeinum dög- um. Þannig réðst hælisleitandi frá Afganistan á lestarfarþega nálægt Würzburg 18. júlí sl. Var hann þá vopnaður exi og hnífi, en þrír særð- ust alvarlega og einn hlaut minni áverka. Fjórum dögum síðar létust níu þegar þýskur táningur af írönskum uppruna hóf skothríð í München. Er talið að hann hafi undirbúið árás sína í heilt ár og að hann hafi verið heill- aður af fjöldamorðum. Þriðja árásin átti sér stað í bænum Reutlingen. Þar myrti sýrlenskur hælisleitandi barnshafandi konu með exi auk þess sem hann veitti tveimur öðrum áverka. Lögreglan telur að um sé að ræða ástríðuglæp, en árásarmaðurinn vann á sama veitingastað og fórnarlambið. Var stríðsmað- ur Ríkis íslams  Setti málmbrot í sprengju sína AFP Sorg Fjölmargir minntust þeirra níu sem létu lífið í München. Donald Trump, forsetaefni Repúblikana- flokksins í Bandaríkjunum, mælist með meira fylgi en Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata- flokksins, í nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir CNN. Í könnuninni mælist Trump með 44% atkvæða og Clinton með 39%. Tveir aðrir frambjóðendur mælast saman með 12%, þ.e. frjálshyggjumaðurinn Gary John- son með 9% og græninginn Jill Stein með 3%. Trump með meira fylgi en Clinton Donald Trump BANDARÍKIN „Lögreglumenn mættu á vettvang og fundu fjölmörg fórnarlömb sem öll höfðu misalvarleg skotsár,“ sagði Jim Mulligan, varðstjóri hjá lögregl- unni í Fort Myers í Flórída, í samtali við CNN í Bandaríkjunum. Vísar hann í máli sínu til skotárás- ar sem gerð var á bílastæði við næturklúbb þar í bæ í fyrrinótt. Tveir voru í gær sagðir látnir eftir árásina auk þess sem 20 voru fluttir á sjúkrahús, sumir þeirra með lífs- hættulega áverka. Hinir látnu eru báðir karlmenn, 14 og 18 ára gamlir. Samkvæmt CNN eru fórnarlömb- in öll á aldrinum 12 til 27 ára, en hóp- urinn hafði skömmu fyrir skotárás- ina sótt sérstakt ungmennakvöld á skemmtistaðnum. Þrír eru í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina, en ekki er talið að um hryðjuverk sé að ræða. Öryggisgæsla var á staðnum Skemmtistaðurinn, sem nefnist Club Blu, birti í gær færslu á Face- book þar sem árásin er hörmuð. Kemur þar fram að starfsfólk staðar- ins hafi reynt að veita ungmennun- um öruggan stað til skemmtunar, en vopnaðir öryggisverðir eru m.a. sagðir hafa verið inni á staðnum. Skotárásin var engu að síður gerð fyrir utan klúbbinn, á sama tíma og skemmtanahaldi var að ljúka og for- eldrar sóttu börn sín. „Það var þá sem þetta allt saman gerðist. Það var ekkert meira sem við gátum gert því eins og þið sjáið þá voru það ekki krakkarnir í partýinu sem gerðu þennan fyrirlitlega hlut,“ segir í áðurnefndri færslu. Lögreglan rannsakar nú einnig tvo aðra staði í tengslum við árásina á Club Blu. Annar þeirra er heimili eins hinna handteknu en hinn er vettvangur annarrar skotárásar þar sem einn særðist lítillega. Ungmenni létust í skotárás  Minnst tveir eru látnir og 20 særðir eftir skotárás við skemmtistað í Fort Myers í Flórída  Fórnarlömbin eru öll á aldrinum 12 til 27 ára  Þrír verið handteknir Rannsóknin » Skotbardagi braust út á bílastæði við Club Blu í Fort Myers í Flórída. » Einnig var skotið á íbúðar- hús og bifreið skammt frá. Þar særðist einn lítillega. » Nokkrum kílómetrum frá eru lögreglumenn einnig að rannsaka vettvang í tengslum við árásina við Club Blu. „Þetta eru kjöraðstæður fyrir mik- inn og hraðvaxandi eld,“ sagði veðurfræðingurinn Todd Hall í samtali við Los Angeles Times í Bandaríkjunum, en yfir 1.600 slökkviliðsmenn börðust í gær við skógarelda í Kaliforníu. Þrátt fyrir mikinn fjölda slökkviliðsmanna, sem m.a. notast við þyrlur og flug- vélar, hefur slökkvistarf gengið fremur hægt. Höfðu í gær um 33.000 hektarar lands orðið eld- inum að bráð auk þess sem mörg hundruð manns hafa þurft að yfir- gefa heimili sín undanfarna daga. AFP Eldhaf Barist hefur verið við eldinn frá því að hann kom upp á fimmtudag. Enn barist við eldinn VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Sýningareintak á staðnum. Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.