Morgunblaðið - 26.07.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.07.2016, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Leiguverð hefur farið lækk-andi á undanförnum þrem-ur mánuðum sé litið tilþinglýstra leigusamninga sem eru á skrá hjá Þjóðskrá Íslands. Vísitala leiguverðs stóð í 150 í júní sl. en vísitalan stóð í 100 í janúar 2011. Í gögnum frá Þjóðskrá Íslands kemur fram að leiguverð hafi lækkað um 1,6 prósent að meðaltali á lands- vísu á síðustu þremur mánuðum og var meðaltalslækkun leiguverðs á milli maí og júní sú sama. Hækkun leiguverðs sl. 12 mánuði miðað við sama gagnagrunn, þinglýsta leigu- samninga, nemur 5,4 prósentum. Líkt og lesa má út úr töflunni hér að ofan er hæsta fermetraverðið á stúdíóíbúðum og er leiguverðið hæst á miðborgarsvæðinu, þ.e. vest- an Kringlumýrarbrautar. Lægst er fermetraverðið á Suðurlandi. Vísitala leiguverðs byggir á leigugagnagrunni Þjóðskrár sem heldur utan um þinglýsta leigusamn- inga um land allt. Alls var 658 samn- ingum þinglýst í síðasta mánuði en leigusamningum eldri en 60 daga eða með óþekktan fjölda herbergja er haldið utan við gagnagrunninn ásamt íbúðum í félagslega húsnæðiskerfinu. Ekkert lát á eftirspurninni Að sögn Guðlaugs Þorsteins- sonar hjá Leigulistanum hefur spurn eftir íbúðum aukist verulega á sama tíma og framboðið hefur dregist sam- an. Er því ekki hægt að rekja lækkun leiguverðs skv. gögnum Þjóðskrár til breyttrar samsetningar framboðs og eftirspurnar á markaði – verð hefði heldur átt að hækka við minna fram- boð og aukna eftirspurn. „Við erum venjulega með um 150 eignir á skrá en þær eru í kring- um 50 í dag,“ segir Guðlaugur og bætir við að hann hafi ekki séð annað eins. „Þetta rýkur út, við höfum ekki undan. Það hefur gengið rosalega á lagerinn og okkur vantar íbúðir.“ Hann segir ástæðurnar fyrir minna framboði á leiguíbúðum vera nokkrar og byrjar á þeirri augljósu. „Það eru einhverjar 2.500 íbúðir farn- ar í Airbnb,“ segir Guðlaugur en hann hefur einnig tekið eftir öðrum þætti sem er farinn að hafa mikil áhrif á leigumarkaðinn sem er aukin sala á íbúðum. „Við höfum fengið fullt af leigjendum í íbúðarleit sem bjuggu í íbúð sem var seld.“ Hann segir margar íbúðir hafa farið á leigumark- aðinn eftir hrunið en nú sé verðið á markaði þannig að eigendur íbúð- anna séu tilbúnir að selja þær. Herbergin lækka mest Guðlaugur segir tölur Leigu- miðlunar vera á svipaða leið og gögn Þjóðskrár gefa til kynna. Leiguverð hafi lækkað um 1,5 prósent á milli ársfjórðunga hjá Leigu- miðlun. Mest er lækkunin í flokki herbergja, eða rúm 11 prósent. Leiguverð fjögurra herbergja íbúða og einbýla hefur aftur á móti hækk- að. Meðaltalshækkun leiguverðs fjögurra herbergja íbúða á milli árs- fjórðunga nemur tæpum 11 prósent- um en tæpum 15 prósentum í flokki einbýla. Leiguverð fyrir hverja íbúð hefur þó hækkað þar sem íbúð- irnar á tímabilinu eru stærri en áður, segir Guðlaugur. Leiga hefur lækkað á sl. þremur mánuðum Leiguverð í júní 2016 Heimild: Þjóðskrá Íslands Stúdíó íbúð 2. herbergja 3. herbergja 4.-5 herbergja Meðalverð Meðalverð Meðalverð Meðalverð Reykjavík, vestan kringlumýrarbrautar og Seltjarnarnes 4395 2567 2176 1818 Reykjavík milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar 2483 2369 1976 2475 Kópavogur - 2396 1932 1628 Garðabær, Hafnarfjörður og Álftanes - 2022 1904 1792 Grafarvogur, Grafarholt, Árbær, Norðlingaholt og Úlfarsárdalur - 2090 1873 1725 Breiðholt 2437 2207 1847 1837 Kjalarnes og Mosfellsbær - 2708 - - Suðurnes - 1438 1484 1207 Vesturland - 1341 1359 1121 Vestfirðir - - - 542 Norðurland nema Akureyri - - - 1082 Akureyri - 1994 1735 1442 Austurland - - - 1063 Suðurland - 1364 1247 971 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það erörugglegarétt að hið svokallaða Ríki íslams, Isis, á í vaxandi erfið- leikum með að halda í ránsfeng sinn, landsvæði innan Íraks og Sýrlands. Mörg ríki taka nú virkari þátt í árásum á Isis, og eru skotmörk sem áður voru undanþegin ekki friðhelg lengur. Og eins er líklegt að áhersluna sem nú er lögð á að fá heilaþvegna „verk- taka“ á Vesturlöndum í hryðjuverkin þar megi rekja til varnarbaráttu á heima- slóð. Þótt það fyrra sé fagn- aðarefni, er hið síðara óþol- andi, óþverraleg áþján fyrir þjóðfélögin sem legið hafa undir árásum á almenning. Frakkland hefur sætt miklum árásum og nú síð- ustu vikurnar eru merki um að hermdarverk gegn Þýskalandi, forysturíki Evr- ópusambandsins, fari vax- andi. Sífellt meira ber á gagn- rýni vegna stefnumótunar Merkel kanslara í málefnum flóttamanna og innflytjenda. Þótt ekki sé þar allt sann- gjarnt, þá virðist sú stefna ekki hafa verið hugsuð í þaula. Stjórnmálaleg ólga kviknaði innan Evrópusam- bandsins þegar flótta- mannastraumurinn óx hratt í kjölfar yfirlýsinga Merkel, sem túlkaðar voru á þá leið að dyrum Evrópu yrði alls ekki lokað á fólk á flótta, né á þá sem leituðu í líf- vænlegra umhverfi. Merkel kanslari og aðrir leiðtogar Evrópu sam- þykktu í framhaldinu milli- leið sem draga skyldi úr hin- um þunga straumi. Þótt niðurstaðan hafi sætt gagn- rýni víða, þá hefur hún kom- ið að gagni, a.m.k. enn sem komið er. En til viðbótar því, að fulltrúar Sameinuðu þjóð- anna og mannréttinda- stofnana telja framkvæmd- ina gallaða og samþykkt- irnar stangast á við alþjóðlegt regluverk og þau gildi sem þessir aðilar eiga að gæta, þá hvílir hún að auki í ýmsum efnum á veik- um grunni. Meginforsenda þess að hún gangi upp eru samningar við Tyrkland Er- dogans forseta. Þá kárnar gam- anið. Allar lýðræðis- þjóðir myndu bregðast mjög hart við tilraun hersins í löndum þeirra til að hrifsa til sín öll völd. Varla er hægt að hugsa sér aðra eins atlögu og ógn í landi sem treystir á sitt lýð- ræðisskipulag. En þrátt fyr- ir þau algildu sannindi, þá eiga viðbrögð forystumanna þjóðar við valdaráni hersins samt sín takmörk. Enn er margt óljóst um aðdraganda valdaránsins, hverjir stóðu bak við það og hverjir voru virkir þátttakendur eða beinir og svo óbeinir stuðn- ingsmenn. Á þessum hópum er auðvitað grundvallar- munur. Við þetta bætist, svo undarlega sem það kann að hljóma, að þeir eru til í hópi venjulegs fólks í Tyrklandi sem samsinna rökum hers- ins um það að hann hafi fengið það í vöggugjöf, frá Atatürk landsföður, að tryggja skil á milli stjórn- mála og trúarlegra kenni- setninga. Yfirvöld seilast mjög langt meðhöndli þau þá sem landráðamenn, sem hafa þess háttar sjónarmið, en hafa lítt eða ekkert að- hafst. Gildir einu hvort í hlut eiga blaðamenn, kennarar eða stjórnarandstæðingar. Augljóst er að ýmsir for- ystumenn ESB telja að við- brögð yfirvalda í Ankara við valdaránstilraun séu þegar komin að þolmörkum. Sumir þeirra hafa um það stór orð. Það fer ekki fram hjá neinum að Erdogan forseti er ekki mjög móttækilegur fyrir gagnrýni. Hann er hins vegar harður í horn að taka og snar í snúningum. Og hvað sem síðar verður, þá eru þeir ekki margir í augnablikinu sem setja for- setanum stólinn fyrir dyrn- ar. Stefna ESB í málefnum flóttamanna, sem er við- kvæmasta mál sem sam- bandið fæst nú við, hangir að miklu leyti á velvild og still- ingu Erdogans forseta. Það getur ekki verið mjög nota- leg staða fyrir Merkel kansl- ara. Ekki mikið betri en staðan væri fyrir Hillary Clinton, ef endanleg úrslit í tölvupóstamáli hennar færu eftir velvild og dómgreind Donalds J. Trump. Stefnumótun ESB í málefnum flótta- manna mótaðist í uppnámi leiðtoga þess} Stefna á bláþræði B rátt hætti ég í vinnu og held utan til náms. Ég hef eytt síðustu vik- um í að klára ýmis mál og aðeins hellt mér af þunga í eina stóra umfjöllun. Já, þegar ég kem til Bandaríkjanna og kennarinn spyr í fyrsta tíma hvað við nýnemarnir vorum að skrifa um áður en við mættum mun ég rétta upp hönd og segja „Kisur!“ Að hitta stjórnarkonur í Villiköttum, sem undanfarið hafa bjargað hátt í 100 köttum af einu heimili, var eins og að fá faðmlag í sálina, ferskur andblær í þrúgandi heimi. Fyrrnefnt verkefni sem þær hafa tekið að sér fellur reyndar ekki að upprunalegu hlutverki félags- ins en málið er að hér á landi er enginn sem sinnir dýravelferð nema sjálfboðaliðasamtök. Matvælastofnun er vissulega ætlað þetta hlutverk, og starfsfólkið vill klárlega vel, en þegar upp er staðið hefur það aðeins tvö úrræði: að leita til fyrrnefndra samtaka eða lóga dýrunum. Hingað til hefur MAST ekki einu sinni getað greitt samtökum sem taka að sér dýr þá upphæð sem annars hefði verið varið í lógun. Augljóslega þarf að breyta þessu. MAST á það hins vegar sameiginlegt með lög- reglustjóranum í Eyjum að telja sig sjálfráða um hvaða upplýsingar eru veittar hverju sinni og því er erfitt að veita henni aðhald eða stuðning. Stofnunin hefur ítrekað neitað að ræða hvernig hún hyggist leysa vandann og ekki gefið upp hvort viðkomandi aðili verði kærður. Þá hefur ekki verið gefið upp hvernig stofn- unin hyggst koma í veg fyrir sambærileg brot í framtíðinni, af hálfu sama einstaklings eða ann- arra. Vandamálið felst auðvitað í því að viðkom- andi stofnun er ekki ætluð til dýravelferðar. Hún er ætluð til að passa að við verðum ekki veik af kjötinu okkar og til að tryggja skepn- unum algjöran lágmarksaðbúnað svo við get- um veifað burt öllu samviskubiti. „Svona gerist ekki á Íslandi,“ segjum við yfir myndum af svínum á Suðurlandi, í svo þröngum stíum að þau geta ekki einu sinni snúið sér við, og höld- um áfram að japla á skinkupítsunni okkar. Hunsun okkar sem neytenda er algjör og óvið- unandi. Þegar ég sný heim úr námi vona ég að búið sé að kljúfa MAST í tvennt, búa til Dýravelferðarstofnun og setja á fót embætti umboðsmanns dýra. Dýravelferð er mælikvarði á manngæsku samfélags og til þess að vera „Ísland – bezt í heimi“ þurfum við að gera svo mikið, mikið betur. Ég vildi að ég hefði skrifað meira um Druslugönguna síðustu daga. Þá gæti ég rétt upp hönd í fyrsta tímanum ytra og sagt með eins íslenskum hreim og mögulegt er: „Kjetts end slötts!“ En við erum með frábæran drusluher sem hefur rofið þögnina. En hver ætlar að rjúfa hana fyrir þau sem ekki geta varið sig sjálf? annamarsy@mbl.is Anna Marsibil Clausen Pistill „Kjetts end slötts!“ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir að þrátt fyrir að eftir- spurnin hafi færst á milli mark- aða og fólk sé í auknum mæli að fjárfesta í eignum í stað þess að leigja þær, komi þróunin á óvart. Segir hann efnameiri ein- staklinga sem áður hafi verið á leigumarkaði og höfðu mestu getuna til að greiða leigu vera þann hóp sem helst hafi verið að kaupa fasteignir og þar með hafi kaupmáttur farið af markaðnum. Segir hann mikla eftirspurn vera eftir íbúðarhúsnæði, hvort sem er til kaupa eða leigu. Ásgeir segir þróunina, þ.e. lækkun leiguverðs, hafa byrjað í vetur og megi e.t.v. rekja til fjölg- unar leigjenda í úthverfum og því séu færri íbúðir til útleigu í mið- borginni sem lækkar meðaltal leiguverðs. Eins þurfi að leiðrétta m.t.t. gæða íbúða og líkur séu á að gæðameiri íbúðir miðborgarinnar séu í útleigu til ferðamanna og ódýrari íbúðir hlut- fallslega fleiri nú en áður af þing- lýstum leigu- samn- ingum. Hlutfallslega fleiri ódýrar BYRJAÐI Í VETUR Ásgeir Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.