Morgunblaðið - 26.07.2016, Page 30

Morgunblaðið - 26.07.2016, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2016 Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Sjálft sköpunaraflið er við-fangsefni Elínar Hans-dóttur á sýningunni Upp-brot sem nú stendur yfir í Ásmundarsafni. Þar eru til sýnis verk eftir Elínu og Ásmund Sveins- son myndhöggvara en mörg verka Elínar eru unnin með verk Ásmund- ar í huga. Þar finnur Elín einnig skapandi sjónarhorn við val sitt á þeim verkum Ásmundar sem sýnd eru og taka þannig þátt í samtali þessara tveggja listamanna. Þar má sjá skúlptúra, teikningar og skissur, tvívíð verk og vídeó, auk ýmissa annarra muna. Sýningarrýmið gegnir mikilvægu hlutverki á sýningu Elínar og má segja að sýningin í heild sé hugsuð eins og innsetning. Að sumu leyti líkist hún rannsóknarstofu en þar sem „rannsóknarefnið“ er sköpun listamannsins, þá vega þar salt ýms- ir ósýnilegir kraftar og öfl leysast úr læðingi – en það gefur sýningunni á köflum kaotískt yfirbragð. Það á einkum við um salinn þar sem Elín hefur unnið rýmisverkið „Koll- steypu“ sem er í senn kröftugt og fágað. Verkið gæðir bjartan og bogalagaðan salinn sprengikrafti; hvítir flekar hafa hrundið af stað at- burðarás sem er táknræn fyrir hreyfiafl sköpunarinnar. Á vegg skammt frá hangir falleg myndröð eftir Elínu er nefnist „Íhlutun 1-10“ en þar er einnig vísað til hreyfiafls, hröðunar og ferlis þar sem eitt leiðir af öðru eins og í „Kollsteypu“. Að vísu er myndröðin staðsett mjög nálægt stóra rým- isverkinu og taka þessi tvö kröftugu verk dálítið hvort frá öðru. Þar hjá eru svo einnig nokkrir stórir skúlpt- úrar eftir Ásmund. Eins og heiti þeirra gefa til kynna – „Nátt- úruöflin“, „Hrynjið þið glerturnar“ og „Upprisan“ – þá eru þessi verk Ásmundar ekki síður spennuvakar: voldugt baðkar, þríhyrnd form og hringform, járnstangir sem mynda skálínur og geisla, skapa þensluorku í samspili við umlykjandi rýmið. Skissa af „Upprisu“ og nokkrar teikningar eftir Ásmund á veggjum eru áhugaverð viðbót við þessa sam- setningu verka (rýmisverkið, mynd- röðina og skúlptúra Ásmundar) en þó vakna spurningar um það hvort færri verk með lengra millibili hefðu skapað sterkari áhrif. Á hinn bóginn virðist það með ráðum gert að stilla þeim svo þétt saman í öðrum enda salarins, í þeim tilgangi að kalla fram þá ólgu sem býr í sköpuninni andspænis yfirvegun. Þetta undir- strikar tilvitnun í Ásmund á vegg: „Listamaðurinn nær aldrei marki – því það fer hraðar en hann sjálfur. Það opnast sífellt nýjar víðáttur.“ Óróleikinn á sinn þátt í að tendra kveikjuþræði milli verka Ásmundar og Elínar. Samræðan milli verka Elínar og Ásmundar er síður átakakennd í fremri sal safnsins og í kúlunni á efstu hæð. Þar getur að líta ýmsar forvitnilegar samstillingar þar sem Elín bregður samtímalegu ljósi á verk Ásmundar, t.d. með því að beita endurtekningu og ítrekun þar sem sýndar eru mismunandi útgáfur (skissur eða verk úr ólíkum efnum) af sama verki hlið við hlið, svo sem „Óðinshrafninum“. Þetta undir- strikar leitandi og tilraunakennt starf listamanna, sem einnig birtist í verkum Elínar í hinum enda sal- arins, „Þremur sjónarhornum“. Verk hennar „Andvirkni“ og „Mótvægi“ einkennast, eins og verk Ásmundar, af hárfínu jafnvægi og samverkun þyngdarkrafta. Lítil gifsstytta, „Jónsmessunótt“, er sýnd ásamt af- steypumótum og rýmið umhverfis hana þannig hlutgert. Í anddyri safnsins má sjá styttu Ásmundar af nakinni konu. Höfuðið hefur brotnað af og liggur við hlið hennar. En þar stendur önnur höfuðlaus kona, fund- in postulínsstytta úr fórum Elínar, sem einnig gerir tilkall til kollsins. Krafmikil en að sama skapi íhugul sýning Elínar felur í sér djarft skynjunaráreiti og örvar umhugsun um eðli listsköpunar og tengsl milli kynslóða og tímabila. Eins og yf- irskrift sýningarinnar, Uppbrot, gef- ur til kynna, leitast hver kynslóð við að víkka út landamæri listarinnar, brjóta af sér hvers kyns höft og „kollvarpa“ fyrri viðmiðum – en þó deilir hún þrá þeirra sem á undan fóru, þránni sem býr í brjósti lista- gyðjunnar, hvaða form sem hún bregður sér í hverju sinni. Kveikjur Morgunblaðið/Ófeigur Kraftur Hér má sjá verkið „Kollsteypa“ en í dómi Önnu Jóu segir að það sé í senn kröftugt og fágað. „Verkið gæðir bjartan og bogalagaðan salinn sprengikrafti; hvítir flekar hafa hrundið af stað atburðarás sem er táknræn fyrir hreyfiafl sköpunarinnar.“ Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn v/Sigtún Elín Hansdóttir og Ásmundur Sveinsson – Uppbrot bbbbn Til 9. október 2016. Opið alla daga kl. 10-17. Aðgangur kr. 1.500, árskort kr. 3.300, námsmenn 25 ára og yngri kr. 820, hópar 10+ kr. 820, öryrkjar, börn 18 ára og yngri: ókeypis. Sýningarstjóri: Dorothée Kirch. ANNA JÓA MYNDLIST Hreyfing Myndröðin „Íhlutun 1-10“ eftir Elínu vísar til hreyfiafls, hröðunar og ferlis þar sem eitt leiðir af öðru. Áhugavert Skissa af „Upprisu“ og nokkrar teikningar eftir Ásmund á veggjum eru áhugaverð viðbót segir í dómi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.