Morgunblaðið - 07.09.2016, Page 1

Morgunblaðið - 07.09.2016, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 7. S E P T E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  209. tölublað  104. árgangur  HÚN VILL SÝNA HVERJU VERÐUR FÓRNAÐ FORSÝNING Á EIÐNUM SKÚLPTÚRARNIR ERU ÍGILDI SLAG- VERKSLEIKARA FJÖLMENNI MÆTTI 33 SÝNING GUNNARS KR. 30UMHVERFISMAT BORGHILDAR 12 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Svona sterk skilaboð hafa ekki ver- ið send í langan tíma,“ segir Páll Erl- ingsson, formaður Kennarafélags Reykjaness, og vísar í máli sínu til þeirrar stöðu sem nú er uppi í kjara- deilu Félags grunnskólakennara, en félagsmenn hafa nú á skömmum tíma í tvígang fellt kjarasamning. Aðspurður segist hann vera í hópi þeirra kennara sem reiðubúnir eru til að kanna hvort grípa eigi til að- gerða. „Ég vona að sjálfsögðu það besta. En það er fullt af fólki sem er reiðubúið til að gera ýmislegt – mað- ur veit ekki hvað verður. Það sem ég hef hins vegar mestar áhyggjur af er að ef ekkert lagast þá verður flótti úr stéttinni,“ segir Páll. Hafa komið til móts við kröfur Inga Rún Ólafsdóttir er formaður samninganefndar sveitarfélaga. Hún segir stöðuna í deilunni „mjög þrönga“ og að ekki sé enn búið að ákveða hvenær næsti fundur verður. „Við höfum í raun teygt okkur alla leið enda viðræður staðið yfir frá því í mars,“ segir Inga Rún og bætir við að margsinnis sé búið að ræða kröfur grunnskólakennara á fundum. „Við höfum verið að koma til móts við þær kröfur sem þeir hafa sett fram. En nú er bara þörf á því að setjast niður með þeim á ný.“ Skýr skilaboð kennara  Formaður Kennarafélags Reykjaness óttast flótta úr stéttinni  Við höfum í raun teygt okkur alla leið, segir formaður samninganefndar sveitarfélaga MHöfum teygt okkur alla leið »4 Yfir 9% hækkun » Kennarar felldu kjarasamn- ing í annað sinn síðastliðinn mánudag með um 57% greiddra atkvæða. » Samningurinn gerði m.a. ráð fyrir yfir 9% launahækkun á um tveggja ára tímabili.  Ísland státar kannski ekki af bestu golfvöllum heimsins en þessir vellir hafa sína sérstöðu og þá sér- staklega á sumrin þegar sólin skín allan sólarhringinn. Mikil aukning hefur orðið í notk- un erlendra ferðamanna á golf- völlum landsins. Eru golfferðir til landsins farnar að gefa golfklúbb- unum ágætar tekjur. Annarsvegar er um skipulagðar ferðir manna með það eitt í huga að spila golf á landinu og hinsvegar eru venjulegir ferðamenn farnir að velja þessa afþreyingu. Þá hefur stóraukist að jafnvel farþegar á skemmtiferðaskipum sem stoppa stutt við, noti tímann til að fara í golf. »14 Miðnæturgolfið vinsælt hjá túristum Morgunblaðið/Skapti Hallgríms Golf Alltaf hefur Ísland einhverja sérstöðu. Sjö stórir gámar fullir af útbúnaði voru fluttir hingað til lands fyrir tón- leika poppstjörnunnar Justins Biebers sem fara fram í Kórnum í Kópavogi á morgun og hinn. Er það þó aðeins brot af því sem fylgir í Purpose- tónleikaferð Biebers því heilmikið af útbúnaði var leigt hér á landi að auki. Bieber er orðinn mjög spenntur fyrir því að koma hingað til lands að sögn framleiðslustjóra tónleikanna. »6 Litadýrð á tónleikasviði Justins Biebers Morgunblaðið/Árni Sæberg  Óli Björn Kárason, vara- þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, leggur til í að- sendri grein í Morgunblaðinu í dag að innleitt verði eitt frí- tekjumark ellilíf- eyris. Hvetur hann þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins til að leggja fram breytingar- tillögu við frumvarp félagsmála- ráðherra um almannatryggingar svo að frítekjumarkið verði lögfest samhliða öðrum breytingum á yfir- standandi þingi. Þetta yrði að mati hans mesta kjarabót eldri borgara í áratugi. »19 Vill innleiða eitt frí- tekjumark ellilífeyris Óli Björn Kárason  Loðnuleiðangur sem hefst á föstudag verður sá viðamesti sem farið hefur verið í síðan á níunda áratugnum og taka bæði skip Haf- rannsóknastofnunar þátt í verk- efninu. Mikil óvissa er um loðnu- veiðar í vetur og hefur upphafskvóti ekki verið gefinn út. Í leiðangrinum verða hnúfubak- ar jafnframt taldir á leitarslóð- inni. Í lok september í fyrra var í fyrsta skipti gerð tilraun til að fá mat á fjölda hvala á loðnuslóð að haustlagi og voru þá taldir nokk- ur þúsund langreyðar og hnúfu- bakar. Framundan eru viðræður um veiðar úr uppsjávarstofnum. Í næstu viku verður fundað um loðnu með Grænlendingum og Norðmönnum í Nuuk og í byrjun október funda strandríkin um stjórnun veiða á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna í Lond- on. Engir heildarsamningar eru í gildi um veiðar á þessum teg- undum, en Íslendingar hafa kynnt hugmyndir um að samið verði í einu lagi um stofnana þrjá. » 18 Mæla útbreiðslu loðnu og telja hnúfubaka Morgunblaðið/Sigurður Bogi Árni Friðriksson Á föstudag fara bæði skip Hafró í loðnuleiðangur.  Norska útgerðin Fred Olsen hef- ur pantað pláss fyrir tvö skemmti- ferðaskip í Reykjavík eftir 10 ár, eða nánar tiltekið í ágúst 2026. Þessi forsjálni forráðamanna hins norska skipafélags skýrist af því að hinn 12. ágúst 2026 verður almyrkvi á sólu á Íslandi og vænt- anlega munu farþegar skipanna tveggja hafa mestan hug á að sjá myrkvann. Líklegt er að fleiri skip muni leggja leið sína til Íslands í þessum erindagjörðum. Almyrkvinn mun óvíða sjást bet- ur en á Íslandi. Ferill skuggans, sem er tæplega 300 km á breidd, liggur yfir Ísland vestanvert. Í Reykjavík mun almyrkvinn standa í 1 mínútu og 10 sekúndur. Síðast varð almyrkvi á sólu við Ísland 20. mars 2015. Þá komu fjögur skemmtiferðaskip með farþega sem vildu sjá þetta mikla náttúruundur við bestu aðstæður. »10 Byrjað að leggja inn pantanir vegna sól- myrkvans sem verður hér í ágúst 2026 Morgunblaðið/RAX Mikið sjónarspil Almyrkvi á sól er afar tilkomumikið náttúruundur.  „Þetta sem nú er að gerast er vonarneisti um að heilsugæslan vindi seglin og framtíðin sé björt,“ segir Gunnlaugur Sig- urjónsson, stjórnarformað- ur heilsugæsl- unnar Höfða. Nýjar heilsugæslustöðvar á Bílds- höfða og Urðarhvarfi munu verða opnaðar á næstunni en Sjúkra- tryggingar Íslands sömdu um rekstur þeirra eftir útboð. Höfði mun sjá um rekstur heilsugæsl- unnar á Bíldshöfða. Gunnlaugur segir um mikil tíðindi að ræða í heilbrigðismálum Íslendinga. »2 Kveikir vonarneista um að heilsugæslan vindi seglin Gunnlaugur Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.