Morgunblaðið - 07.09.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.09.2016, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Óskar Finnsson, veitingamaður á Ís- landshótelum, sem situr í veit- inganefnd Samtaka ferðaþjónust- unnar, segir að veitingamenn verði að taka til sín niðurstöðu rannsóknar MATÍS sem sýndi að í 22% tilfella var ekki borin fram sú fisktegund sem pöntuð hafði verið af matseðli. Greint var frá niðurstöðum rann- sóknarinnar í Morgunblaðinu fyrr í vikunni. Ekki gáleysi um að kenna „Að sjálfsögðu fögnum við þessu eftirliti. Hins vegar könnumst við veitingamenn sem störfum inn- an SAF ekki við þetta og erum kjaftstopp yfir því hve há tala þetta er,“ segir Óskar. Hann segir að erfitt sé að gefa útskýringu á þessu. Ekki sé hægt að kenna því um að mögulega hafi veitingamenn ekki vitað af því að þeir hafi borið fram rangan fisk. „Það er erfitt að halda því fram, því innan SAF eru faglærðir veitingamenn sem þekkja allan þann fisk sem þeir reiða fram upp á tíu,“ segir Óskar. Hann segir þó að í einhverjum til- vikum kunni þetta að vera mannleg mistök eða rangur fiskur berist til veitingamannsins frá fisksala. Það skýri þó ekki hið háa hlutfall sem hér um ræðir. Vonar að svindlarar hætti Hann segir að fiskurinn sé það dýrmætasta sem veitingamenn hafa því ferðamenn vilji borða íslenskan fisk. „Við verðum bara að vona að þetta eftirlit verði til þess að þeir sem eru að svindla, komi til baka og verði með okkur hinum í liði,“ segir Óskar. Að sögn hans verður niðurstaða rannsóknarinnar rædd innan raða veitingamanna. „Veitinganefndin mun funda á næstu dögum og vikum um þetta til þess að reyna að komast til botns í þessu,“ segir Óskar. „Kjaftstopp“ yfir háu hlutfalli  Veitingamenn eigi að þekkja þann fisk sem reiddur er fram Óskar Finnsson Morgunblaðið/Eggert Fiskur Óskar segir niðurstöður rannsóknar koma mjög á óvart. Hjörtur J. Guðmundsson Kristján H. Johannessen „Við höfum í raun teygt okkur alla leið, enda viðræður staðið yfir frá því í mars. Staðan er því orðin mjög þröng enda margsinnis búið að ræða allar þeirra kröfur og þeir þegar fellt tvo samninga,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, for- maður samninganefndar sveitarfélaga. Vísar hún í máli sínu til þeirrar stöðu sem nú er uppi í kjaradeilu Félags grunnskólakenn- ara, en meirihluti félagsmanna felldi nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu í fyrradag og slíkt hið sama gerðist einnig í júní sl. Inga Rún segir þegar búið að ganga mjög langt í því að mæta kröfum grunnskólakenn- ara í deilunni. „Við höfum verið að koma til móts við þær kröfur sem þeir hafa sett fram. En nú er bara þörf á því að setjast niður með þeim á ný og reyna að fá einhverjar skýringar á niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar,“ segir hún. Spurð hvort svigrúm sé til enn frekari launahækkana en þegar hafi verið boðnar grunnskólakennurum svarar Inga Rún: „Í þessum samningi sem felldur var núna teygðum við okkur talsvert lengra en í þeim sem felldur var í júní. Og það var algerlega ljóst á þeim tíma að sá samningur, hefði hann verið samþykktur, reyndi mjög á þolmörk sveitarfélaganna. Það hefði því verið mjög erf- ið sending til sveitarfélaganna að uppfylla þann samning. Það er því ljóst nú að mjög erf- itt er að fara að bæta enn frekar í.“ Snýst einna helst um krónutöluna Sá kjarasamningur sem felldur var nýverið gerir ráð fyrir 3,5% launahækkunum frá 1. ágúst, 3% hækkun á næsta ári og 3% á því þar- næsta. Þá er ennfremur kveðið á um ein- greiðslu upp á 35.000 krónur í upphafi samn- ingsins og aðra eingreiðslu við lok samningsins upp á tæpar 52.000 krónur. Hafa grunnskóla- kennarar nú verið samningslausir síðan í maí, en krafa þeirra hefur fyrst og fremst verið að fá sömu laun og sambærilegar stéttir með sambærilegt nám að baki. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunn- skólakennara, segir þörf á að meta stöðuna í ljósi nýliðinna atburða. „ Fólkið okkar vill meiri breytingar á launaliðnum, en sveitar- félögin vilja alls ekki semja um meira og þá er- um við föst. Þetta er stóra málið – launin eru of lág og þess vegna er allt annað undir,“ segir Ólafur og bendir á að kennarar hafi valið að „fara ekki átakaleiðir“ í deilunni til þessa. Kennarar senda skýr skilaboð Páll Erlingsson, formaður Kennarafélags Reykjaness, segir ljóst að kennarar séu að senda skýr skilaboð. „Svona sterk skilaboð hafa ekki verið send í langan tíma,“ segir hann. Spurður hvort kennarar séu upp til hópa reiðubúnir til aðgerða svarar hann: „Sjálfur er ég til í hvað sem er og finn það á fólki að marg- ir eru uggandi. En samfélagið verður að vakna og átta sig á því að það er ástæða fyrir því að kennarastéttin sé farin að eldast.“ „Höfum í raun teygt okkur alla leið“  Staðan er orðin mjög þröng, segir formaður samninganefndar sveitarfélaga  Launin eru of lág, seg- ir formaður Félags grunnskólakennara  Samfélagið verður að vakna, segir kennari á Reykjanesi Morgunblaðið/Eggert Skóli Ekki er búið að boða til nýs fundar. Hið árlega púttmót heimilismanna á Hrafnistu í Hafnarfirði við bæjarstjórn sveitarfélagsins fór fram í gær við Hrafnistuheimilið í Hafnarfirði. Eins og síðustu ár er keppt um farandbikar sem stendur þó varla undir nafni því hann hefur aldrei yfirgefið Hrafnistu og mun heldur ekki gera það í þetta skipti því heimilismenn unnu mótið sem endranær. „En bæjarstjórnin gerir ætíð sitt besta,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafn- istu. Morgunblaðið/Eggert Hrafnista vann farandbikarinn Púttað við bæjarstjórnina í Hafnarfirði Aflaheimildir upp á fimm þúsund tonn af kolmunna seldust ekki á upp- boði í Færeyjum í byrjun vikunnar. Landstjórnin gerði fyrst kröfu um 30 aura danska, rúmar fimm krónur ís- lenskar, sem lágmarksverð á kíló, en engir kaupendur gáfu sig fram. Þá var lágmarksverðið lækkað í 18 aura danska sem er tveimur aurum undir auðlinda- eða veiðigjaldi [til- feingisgjaldi] í kolmunna og enn án árangurs. Heimildirnar verða á ný boðnar upp á morgun með breyttum skilyrðum. Fram kemur á vef Dimmalætting að áformað hafi verið að bjóða upp 20 þúsund tonn af kolmunna í fjórum uppboðum á næstu vikum. Þessi nið- urstaða boði ekki gott hvað það varði. Haft er eftir útgerðarmanni í frétt aktuelt.fo að næg verkefni séu við að veiða síld og makríl. Að kaupa kol- munna dýru verði til að veiða um miðjan desember sé hæpið þar sem menn viti ekki hvaða verð þeir fái þá fyrir kolmunna. Í færeyskum miðlum kemur fram að verðið á uppboðinu þurfi að lækka og eru 10 aurar fyrir kílóið m.a. nefndir í því sambandi. Høgni Hoydal sjávarútvegsráðherra segir ekki útlokað að verðið lækki enn frekar. aij@mbl.is Heimildir í kol- munna seldust ekki  Verðið lækkað en allt kom fyrir ekki Flugfélagið WOW air flutti 226.924 farþega til og frá landinu í ágústmánuði eða um 111% fleiri farþega en í ágúst í fyrra. Það sem af er árinu hefur WOW air flutt um milljón farþega en það er 110% fjölgun farþega á sama tímabili frá árinu áður. Sætanýting WOW air í ágúst var 95% en það er sama nýt- ing og í ágúst í fyrra. Gengið hefur vonum framar að fylla nýju 350 sæta Airbus-breiðþoturnar að sögn Skúla Mogensen, eiganda og for- stjóra WOW air, í tilkynningu fé- lagsins. Flytja 111% fleiri far- þega nú en í fyrra Samkvæmt upp- lýsingum frá Ice- landair Group í gær flutti félagið 484 þúsund far- þega í ágústmán- uði í millilandaflugi og voru þeir 17% fleiri en í ágúst á síðasta ári. Sætanýtingin var 87,5% sam- anborið við 89,1% í ágúst í fyrra. Framboðsaukning á milli ára nam 22% skv. upplýsingum félagsins. Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru 36 þúsund í ágúst. Framboð félagsins jókst um 17% samanborið við 2015. Sætanýt- ing nam 71,4% og minkaði um 6,3 prósentustig á milli ára. Mikil fjölgun farþega Icelandair í ágúst Lögreglan á Suðurlandi hefur auk- ið eftirlit sitt í Þorlákshöfn eftir að greint var frá því í fyrradag að karlmaður hefði reynt að draga 9 ára dreng inn í bíl til sín. Átti atvikið sér stað inni í bæn- um, ekki langt frá grunnskóla bæj- arins. Sveinn K. Rúnarsson yfirlög- regluþjónn segir að tilkynning um málið hafi borist lögreglu um klukkan þrjú í fyrradag. Sveinn segir aðspurður að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort lýst verði eftir manninum út frá lýsingum drengsins. Áfram verði fylgst vel með svæðinu, en eins og áður segir er málið nokkuð óljóst, meðal annars þar sem engin lýsing sé á bílnum. Pilturinn gat samt gefið ágæta lýsingu á manninum. Eftirlit í Þor- lákshöfn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.