Morgunblaðið - 07.09.2016, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 07.09.2016, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Alltaf eitthvað nýtt! Hágæða öflugar 12V loftdælur frá ViAir í Californíu fyrir jeppann, trukkinn og traktorinn á frábæru verði. Amerísk hönnun ViAir 70P ViAir 85P ViAir 88P ViAir 450P Ný sending, ennþá fleiri gerðir Morgunblaðið/Golli Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Ég var svo heppin að fágóðan sýningarstjóra.Þótt ég sé með gott ogspennandi efni, þá er það uppsetningin sem gerir sýninguna sterka,“ segir Borghildur Óskars- dóttir myndlistarmaður um sýn- ingu sína, „Umhverfismat vegna Skarðssels við Þjórsá“, í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, en sýningin stendur fram til 11. september. Sýningarstjórinn sem um ræð- ir er barnabarn Borghildar og nafna, Borghildur Indriðadóttir, en hún stundar nám í arkitektúr í Berlín. Borghildur segist ekki hafa verið í neinum vandræðum með að treysta dótturdóttur sinni fyrir uppsetningunni. „Hún kom með nýjar hugmyndir og aðra sýn á hlutina og bjó t.d. til nýtt rými í Tjarnarsalnum en það er mjög erf- itt að setja upp sýningar þar,“ segir hún. Á sýningunni hanga stórar myndir niður úr loftinu og ná að mynda nýtt rými. Heiti sýningarinnar vísar með beinum hætti í inntak sýningar- innar sem hverfist um umhverfis- mat Borghildar vegna Skarðssels. Þar byggðu forfeður hennar bæ og eftir standa tóftirnar. Þarna verður fyrirhuguð Hvammsvirkjun, efst af þremur virkjunum í neðri hluta Þjórsár og ef af virkjanafram- kvæmdum verður munu tóftirnar eyðileggjast. Borghildur er á móti þessum virkjunum og vill með sýn- ingunni sýna hverju verður fórnað. Skarðsselstóftirnar voru grafnar upp í sumar og var upp- gröfturinn liður í lögbundnu um- hverfismati vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda. „Ég vissi ekki fyrr en samdægurs að þarna væri verið að grafa. Mér brá þegar ég kom þangað í júní því þessi stað- ur hefur lengi verið mér sem heil- agur. Þetta voru fallegar grónar Fingraför í náttúru Umhverfismat vegna Skarðssels við Þjórsá, nefnist sýning Borghildar Óskars- dóttur myndlistarmanns í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Með sýningunni vill hún sýna hverju verður fórnað ef af fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum í Þjórsá verður. Tóftir af bænum Skarðsseli sem forfeður hennar byggðu munu hverfa. Barnabarn og nafna hennar, Borghildur Indriðadóttir, er sýningarstjóri. List „Mitt umhverfis- mat, hér á þessari sýn- ingu, er um þessi tengsl umhverfisins við tóft- irnar, heildarmyndin,“ segir Borghildur. Á þessari vefsíðu er hægt að finna allt um mikilvægi þess að auka vægi náttúrunnar í hönnun (e. biophilic design). Markmiðið með slíkri hönn- un er að skapa fallegan stað sem lætur manni líða vel en vellíðan og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. Meistaranemi í innanhúss- arkitektúr setti saman þessa frá- bæru vefsíðu. Á henni eru settar fram aðgengilegar upplýsingar fyrir hönnuði til að nýta sér í sinni vinnu. Á vefsíðunni eru birtar rannsóknir á mikilvægi náttúrunnar í hönnun en þær ná inn á mörg svið. Þetta er m.a. sálfræði, umhverfisfræði, þróunarlíffræði, félagsfræði, arki- tektúr og sagnfræði svo fátt eitt sé nefnt. Við eyðum 90% af tíma okkar inn- andyra og náttúrleg hönnun hjálpar m.a. með því að draga úr stressi og auka andlegt og líkamlegt atgervi. Vefsíðan www.rootedinnature.org Morgunblaðið/Styrmir Kári Náttúra Fólk er a.m.k. 90% innandyra og hönnunin þarf að taka mið af því. Mikilvægi náttúrunnar í hönnun Heilsuborg verður með opinn kynn- ingarfund á morgun, fimmtudag, kl. 17.30 til 18.30 í Faxafeni 14. Á fundinum verður kynnt margvísleg þjónusta sem styður fólk til betra lífs, kennir því að styrkja sig og halda verkjum í lágmarki. Fundurinn er ætlaður þeim sem kljást við verki, t.d. bakverki eða aðra stoðkerfisverki, eru að ná sér eftir langvinn veikindi og einnig þeim sem eru með gigt eða vefja- gigt. Í Heilsuborg finnum við réttu leiðina fyrir hvern og einn. Að- gangur er ókeypis og eru allir vel- komnir. Endilega... ...fræðist um stoðkerfisvanda Morgunblaðið/Kristinn Hreyfing Fundurinn í Heilsuborg er ætlaður þeim sem kljást við verki. Lestur er bestur, út fyrir endimörk al- heimsins er yfirskrift bókasafns- dagsins í ár sem er á morgun, fimmtudaginn 8. september. Til- gangur dagsins er að vekja athygli á bókasöfnum og mikilvægi þeirra fyrir samfélagið. Bókasöfn gegna mikilvægu hlut- verki sem miðstöðvar fræðslu og þekkingar, fyrir framboð á tónlistar- og myndlistarefni, yndislestri og af- þreyingu, fyrir aðstoð við upplýs- ingaöflun og gagnaleit. Bókasöfn eru auk þess samkomuhús, menningar- miðstöðvar og góður staður til að vera á. Þann áttunda verður einnig kynnt val starfsfólks bókasafna landsins á uppáhaldsljóðinu sínu. Bókasöfnin munu taka á móti gest- um sínum eins og vanalega þennan dag. Mörg þeirra verða með sérstaka dagskrá í tilefni dagsins eða tilbreyt- ingu í starfsemi sinni sem kynnt er á vef hvers safns. Flest bókasöfn eru skráð á www.bokasafn.is. Bókasafnsdagurinn er í dag Lestur sem leiðir lesandann út fyrir endimörk alheimsins Morgunblaðið/Kristinn Bókasafn Starfsfólk bóksafna mun taka vel á móti gestum sínum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.