Morgunblaðið - 07.09.2016, Síða 14

Morgunblaðið - 07.09.2016, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Tillaga velferðarráðs Reykjanesbæj- ar um kaup á tveimur forsniðnum einingahúsum til að leysa bráðan húsnæðisvanda heimilislausra ein- staklinga í Reykjanesbæ verður lögð fyrir bæjarráð í næstu viku. Tillagan snýr að lausnum í hús- næðismálum einstaklinga sem glíma við fíkni- og geðvanda. Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar, seg- ir að í tillögunni sé lögð til uppsetn- ing 25 fermetra einingahúsa. „Starfs- fólk mun þjónusta heimilin, líkt og gert er þegar um annars konar fé- lagslega þjónustu er að ræða,“ segir Hera. Að sögn hennar er stefnan sett á að kaupa tvær einingar fyrst um sinn. „En hópurinn sem gæti þurft svona til framtíðar er allt að tíu manns,“ segir Hera. Hún bendir á að húsnæðismarkað- ur sé mörgum erfiður. Bæði sé leigu- markaður dýr, auk þess sem langir biðlistar séu eftir félagslegu hús- næði. Hún segir að óskað sé eftir því að þessi hópur sé settur í forgang. „Það vantar sérstaklega húsnæði fyrir þá sem eru bara á götunni,“ seg- ir Hera. 134 á bið eftir húsnæði Hún segir að um 134 einstaklingar og fjölskyldur bíði eftir félagslegu húsnæði í Reykjanesbæ í ágúst. Í bæjarfélaginu búa rúmlega 16 þús- und manns. „Biðlistinn vex hraðast hjá þeim sem eru einhleypir,“ segir Hera. Vilja kaupa hús fyrir fólk með fíkni- og geðvanda  Fólk á götunni sett í forgang  Langir biðlistar í bænum Hera Ósk Einarsdóttir • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is BLI A3 MFP Line of the Year: 2011, 2012, 2013, 2014 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki BLI Pro Award: 2013, 2014 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikil aukning hefur orðið í notkun erlendra ferðamanna á golfvöllum landsins síðustu ár- in og aldrei sem nú í sumar. Miðnæturgolfið skapar íslensku golfi sérstöðu á markaði fyr- ir golfferðir til útlanda. Gefur ferðaþjón- ustan golfklúbbunum góðar tekjur. „Þetta fór hægt af stað, það tók tíma að koma því inn hjá erlendum söluaðilum að hér væri eitthvað að selja,“ segir Magnús Oddsson, fyrrverandi ferðamálastjóri, sem er stjórnarformaður samtakanna Golf Ice- land sem unnið hafa að því í átta ár að kynna golfvelli sem eiga aðild að samtök- unum fyrir erlendum ferðaskrifstofum sem sérhæfa sig í skipulagningu golfferða til ann- arra landa. Áhersla á sérkenni landsins Síðustu þrjú árin hefur þessi starfsemi heldur betur tekið við sér. Magnús nefnir tvær ástæður fyrir því. Annars vegar hafi samtökin í nýrri stefnumótun farið að leggja áherslu á sérkenni golfs á Íslandi, það er að segja möguleika á miðnæturgolfi og golfvelli sem eru hluti af mikilfenglegri náttúru landsins. Náðu samtökin athygli erlendra ferðaskrifstofa sem hafa í vaxandi mæli skipulagt ferðir hingað. Hins vegar nýtur golfið, eins og aðrir af- þreyingarmöguleikar, mjög góðs af mikilli fjölgun ferðamanna. „Við reyndum að koma golfinu að sem afþreyingu fyrir erlenda ferðamenn. Það hefur tekið vel við sér, sér- staklega nú í sumar,“ segir Magnús. Meðal annars hefur það aukist að farþegar skemmtiferðaskipa noti viðkomutímann í höfn í Reykjavík og Akureyri til að bregða sér í golf. Hér á landi eru rúmlega 60 golfvellir og eru 16 þeirra innan Golf Iceland. Magnús segir að möguleikarnir séu miklir og ekki beri á vandamálum fyrir íslenska kylfinga. Golfvellirnir séu mest ásettir um helgar og síðdegis á virkum dögum. Erlendu gestirnir séu hér í fríi og geti farið á morgnana og sækist sérstaklega eftir því að leika golf á kvöldin og nóttunni, svokallað miðnæturgolf, þegar fáir Íslendingar séu á völlunum. Þetta fari því ágætlega saman. Svo séu margir golfvellir í næsta nágrenni höfuðborgarinnar vannýttir. Kaupa mikla þjónustu Magnús hefur ekki áreiðanlegar tölur um aukninguna. Áætlar þó að erlendir gestir hafi spilað 8-10 þúsund hringi á golfvöllunum í sumar og þeir séu enn að. Það gæti verið 2 þúsund hringjum meira en á síðasta ári. Könnun hjá fjórum klúbbum sem halda vel utan um tölfræðina sýnir að erlendir kylfingar höfðu leikið 1.443 hringi í lok ágúst sem er 65% aukning frá sama tíma á síðasta ári. Magnús segir að erlendu kylfingarnir skilji eftir sig tekjur sem klúbbana muni um. Þeir kaupi yfirleitt mikla þjónustu, leigi golf- sett og golfbíl og kaupi mat. Áætlað er í frétt á vef Golfsambands Íslands að klúbb- arnir fjórir sem könnunin nær til hafi aukið heildarveltu sína um 15 milljónir með því að taka við erlendum gestum. Erlendum kylfingum fjölgar á golfvöllunum  Miðnæturgolfið sérstaklega vinsælt  Skilur eftir góðar tekjur hjá golfklúbbunum Morgunblaðið/Eggert Golf Stjórnarformaður Golf Iceland áætlar að erlendir gestir hafi spilað 8-10 þúsund hringi á golfvöllunum í sumar og þeir séu enn að. Það gæti verið 2 þúsund hringjum meira en í fyrra. Sóttvarnaáætl- un undirbúin Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stefnt er að því að undirrita við- bragðsáætlun sóttvarna fyrir hafnir og skip öðrum hvorum megin við næstu áramót, að sögn Þórólfs Guðnasonar sótt- varnalæknis. Eft- ir það þarf að æfa viðbrögð þeirra sem eiga að bregðast við verði þörf á sótt- varnaaðgerðum um borð í skipum sem hingað koma eða í íslenskum höfnum. Drög að við- bragðsáætluninni voru kynnt hags- munaaðilum 1. september sl. Áætl- unin kveður á um skipulag og stjórn sóttvarnaaðgerða þegar grunur leikur á að smitandi sjúk- dómur eða annað sem ógnað getur lýðheilsu kemur upp í skipi á leið hingað til lands, er hér í höfn eða á leið frá landinu eftir viðkomu hér. Þetta er í fyrsta sinn sem slík viðbragðsáætlun er gerð hér á landi. Þórólfur sagði að búið væri að gera áætlanir um viðbrögð við heimsfaraldri inflúensu og um heilbrigðisatvik í flugvélum sem koma til Keflavíkurflugvallar. Nú bætist við viðbragðsáætlun sem snýr að skipum og höfnum. Hann sagði að Ísland væri skuldbundið af alþjóðaheilbrigðisreglugerð Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar, sem leidd var í lög 2007, til að hafa svona hluti í lagi. „Ef eitthvað gerist um borð í skipum þá þarf að vera hægt að grípa til samræmdra aðgerða sem hafa verið æfðar,“ sagði Þórólfur. Dæmi eru um að margir hafi veikst í farþegaskipi sem kom hingað. T.d. komu upp torkennileg veikindi í farþegaskipi fyrir nokkrum árum. Teymi heilbrigðisstarfsfólks fór um borð til að kanna ástandið. Veik- indin reyndust vera hefðbundin inflúensa. Einnig hafa komið upp niðurgangspestir sem ekki hafa kallað á nein sérstök viðbrögð. Þór- ólfur sagði að viðbragðsáætlunin næði einnig til eiturefnaslysa um borð í skipi og hvernig brugðist yrði við þeim. Hún nær hins vegar ekki til sjóslysa. Viðbragðsáætlunin mun ná til alls landsins. Ákveðnar hafnir eru skilgreindar sem sótt- hafnir og er þær að finna í hverjum landshluta. Gerð áætlunarinnar er á ábyrgð sóttvarnalæknis og almannavarna- deildar ríkislögreglustjóra. Í rit- stjórn sitja fulltrúar sóttvarnalækn- is, almannavarnadeildar ríkis- lögreglustjóra, Hafnasambands Íslands, Umhverfisstofnunar, Heil- brigðiseftirlits sveitarfélaga, Sam- göngustofu, Tollstjóra og Landhelg- isgæslu Íslands.  Sóttvarnir í skipum og höfnum Þórólfur Guðnason Vinnulagi við lagningu heimtauga verður breytt í kjölfar banaslyss sem átti sér stað þeg- ar rafvirki fékk rafstraum er hann vann við lagningu heimtaugar og lést. Í samtali við mbl.is segir Inga Dóra Hrólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Veitna, að drög að nýju skipu- lagi liggi fyrir og verður það tilbúið á næst- unni. Hún segir að þeir sem hafi sótt um heimtengingar þurfi að bíða aðeins lengur eftir þeim eða þar til nýtt vinnu- lag verði tekið í notkun. Hún eigi ekki von á öðru en þeir sem bíði eftir tengingu sýni biðlund í ljósi aðstæðna. Maðurinn sem lést hét Trausti Klemenzson rafvirki og var 62 ára gamall og lætur hann eftir sig tvo uppkomna syni. Trausti var ásamt tveimur vinnufélögum að undirbúa tengingu heim- taugar á nýbyggingarsvæði í Úlfarsárdal upp úr hádegi á föstudag þegar hann fékk straum úr kapli sem lá frá húsinu, sem verið var að tengja, og átti að vera straumlaus. Trausti fór í hjartastopp við slysið og endurlífg- unartilraunir hófust á slysstað. Hann gekkst síðar undir hjartaþræðingu á sjúkrahúsi en lést aðfaranótt laugardags. Vinnulagi breytt í kjölfar banaslyss

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.