Morgunblaðið - 07.09.2016, Page 16

Morgunblaðið - 07.09.2016, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 Arctic Trucks Kletthálsi 3 110 Reykjavík sími 540 4900 info@arctictrucks.is www.arctictrucks.isEXPLORE WITHOUT LIMITS ® Vandaðar plasthlífar á flestar gerðir bifreiða. Hlífa bílnum gegn grjótkasti og varna lakkskemmdum. • Húddhlífar • Gluggavindhlífar • Ljósahlífar PLASTHLÍFAR 7. september 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 115.46 116.02 115.74 Sterlingspund 153.86 154.6 154.23 Kanadadalur 89.18 89.7 89.44 Dönsk króna 17.313 17.415 17.364 Norsk króna 13.927 14.009 13.968 Sænsk króna 13.479 13.557 13.518 Svissn. franki 117.89 118.55 118.22 Japanskt jen 1.1178 1.1244 1.1211 SDR 161.25 162.21 161.73 Evra 128.84 129.56 129.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 161.0329 Hrávöruverð Gull 1330.05 ($/únsa) Ál 1568.5 ($/tonn) LME Hráolía 46.7 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Hverfi Ríkis- útvarpið af auglýs- ingamarkaði mun það skerða mögu- leika auglýsenda á að ná til neytenda, að því er fram kem- ur í sameiginlegri tilkynningu frá Sambandi íslenskra auglýsingastofa, Birtingahúsinu og MediaCom. Saman hafi sjónvarps- og útvarpsstöðvar RÚV afgerandi mesta vikulega dekkun ljós- vakamiðlanna og „gæti brotthvarf þess- ara stöðva af auglýsingamarkaði orðið til þess að neytendur verði af mikilvægum upplýsingum um vörur og þjónustu“, eins og segir í tilkynningunni. Áætluð velta í birtingum auglýsinga er um 10 milljarðar króna á ári og sjá aug- lýsingastofur innan SÍA og fyrrgreind birtingahús um ráðstöfun helmings þessa birtingafjár í formi ráðgjafar og þjónustu fyrir hönd viðskiptavina. SÍA vill RÚV áfram á auglýsingamarkaði RÚV Mest dekkun ljósvakamiðlanna. STUTT Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Einföldun skattkerfisins er rauði þráðurinn í skýrslu sjálfstæðrar verkefnastjórnar um breytingar og umbætur í skattkerfinu, sem skilaði niðurstöðum sínum til Samráðsvett- vangs um aukna hagsæld í gær og kynnti um leið niðurstöður sínar. Verkefnisstjórnin, sem hóf störf í febrúar á þessu ári, er skipuð sex sér- fræðingum í skattamálum. Meðal þess sem hópurinn leggur til er eitt virðisaukaþrep, afnám vaxta- bótakerfisins, fækkun skattþrepa og breyting á persónuafslætti, svo eitt- hvað sé nefnt. Tillögur hópsins eru alls 27 og snúa að skattkerfinu í heild. Vægi persónuafsláttar minna Lagt er til að tekjuskattsþrepin verði tvö, annars vegar 25% og hins vegar 43%. Þá verður dregið veru- lega úr vægi persónuafsláttarins og vaxtabótakerfið fellt niður í núver- andi mynd. „Hér er um verulega skattalækkun að ræða í neðra þrepinu en inni í því er hvort tveggja, tekjuskattur og út- svar. Hún á að mæta breytingu á per- sónuafslætti en hann byrjar í núlli og hækkar krónu fyrir krónu að 970 þús- und,“ segir dr. Daði Már Kristófers- son, prófessor í hagfræði og forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, sem fór fyrir verkefnisstjórninni. „Ástæðan fyrir því að við höfum tvö þrep í stað þess að fara niður í eitt er reynsla annarra þjóða af tveggja þrepa kerfi. Það hefur sýnt sig að tveggja þrepa kerfi er skilvirkara en eitt þrep og kemur vel út í rannsókn- um.“ Öðru máli gegnir um virðisauka- skatt en þar telur Daði rétt að hafa eitt þrep. „Virðisaukaskattur er ekki heppi- legur til tekjujöfnunar og kerfið er of flókið í dag. Við leggjum því til að tek- ið verði upp eitt skattþrep virðis- aukaskatts og skattstofn breikkaður til að auka gagnsæi og bæta skil. Eins leggjum við til að undanþágum verði fækkað.“ Í tillögu vinnuhópsins er stefnt að einu 19% virðisaukaskattsþrepi. Innheimtudögum fækkað Í skýrslunni eru tillögur sem ættu að geta komist í gegn hér á landi en eru erfiðar í framkvæmd annars staðar, að sögn Daða. „Innheimtudagar ríkissjóðs, sem Tollstjóri vinnur eftir, eru 269 á ári en við leggjum til að þeim verði fækkað niður í 12. Það krefst þess að inn- heimtuákvæði séu tekin úr ein- stökum lagabálkum og færð yfir í eina samræmda innheimtulöggjöf. Þetta hefur engum tekist þó að Svíar séu kannski komnir hvað lengst. Þetta teljum við að sé vel gerlegt hér á landi.“ Einnig bendir Daði á að hátt í 17 þúsund einstaklingar þurfi að skila sérstökum rekstrarblöðum til Ríkis- skattstjóra vegna meðferðar óveru- legra tekna. „Þetta teljum við óþarft. Við eigum miklu frekar að hafa einfalda flata skattlagningu sem gerir ungu fólki eða öðrum með aukavinnu kleift að sinna henni, án þess að þurfa t.d. að leita aðstoðar vegna skattskila.“ Sérfræðingar leggja til einföldun á skattkerfinu Morgunblaðið/Ernir Skattur Einföldun skattkerfisins eykur skilvirkni kerfisins fyrir alla aðila.  Leggja til verulega skattalækun í neðsta þrepi og að vægi persónuafsláttar minnki Nýjar upplýsingar um greiðslustöðu ríkissjóðs og stöðu heildarútgjalda miðað við fjárheimildir á fyrri helm- ingi ársins benda til góðrar stöðu ríkissjóðs. Þetta er mat hagfræði- deildar Landsbankans í nýrri Hagsjá. Landsbankinn bendir í fyrsta lagi á að bæði heildarútgjöld ríkissjóðs, sem og meirihluta fjárlagaliða, voru innan fjárheimilda á fyrstu sex mán- uðum ársins. Heildarútgjöldin námu 343 milljörðum króna og voru rúm- um 8 milljörðum króna innan fjár- heimilda og um 14 milljörðum króna innan heildarfjárheimilda sé tekið tillit til fjárheimildastöðu ársins á undan. Þá voru 53% fjárlagaliða innan fjárheimilda, svo 47% liðanna náðu ekki markmiðum. Því sé enn töluvert í land með að fjárheimildir séu al- mennt haldnar þótt niðurstaðan sé jákvæð, að mati Landsbankans. Þeir 15 fjárlagaliðir sem voru með mest- an afgang skýrðu um 75% afgangs- liðanna og að sama skapi skýrðu 15 stærstu hallaliðirnir um 65% heild- arhallans. Þá bendir Landsbankinn á að tekjujöfnuður í greiðsluuppgjöri rík- isins á fyrri hluta ársins hafi verið já- kvæður um tæplega 58 milljarða króna. Handbært fé frá rekstri, sem er mælikvarði á hversu mikilli pen- ingamyndun reksturinn hefur staðið fyrir á tímabilinu, jókst verulega milli ára og var jákvætt um tæpa 38 milljarða króna. Rétt er þó að hafa í huga að tekjur af stöðugleikafram- lögum námu 68 milljörðum króna á fyrri helmingi þessa árs. Morgunblaðið/Eggert Ríki Landsbankinn telur nýjar tölur benda til góðrar stöðu ríkissjóðs. Telja stöðu ríkis- fjármála góða  Enn töluvert í að fjárheimildir séu almennt haldnar  Fjármagnstekjur skattlagðar miðað við raunávöxtun í stað nafn- ávöxtunar.  Tryggingagjald taki mið af hag- sveiflunni – lagt er til að ákvörðun tryggingagjalds fylgi einfaldri reiknireglu sem taki mið af þaki og gólfi á stöðu tryggingasjóðs.  Þunn eiginfjármögnun verði tak- mörkuð. Settar verði reglur sem takmarka umfang frádráttar vaxta- gjalda.  Lagt til að almenn eftirgjöf og umbreyting skulda rekstraraðila valdi ekki skattgreiðslum.  Bílastæðagjöld til uppbyggingar og aðgangsstýringar í ferðaþjónustu verði auðvelduð. Gistináttaskattur hækkaður og verði föst fjárhæð pr. nótt. Skattstofninn gistináttaeining felld niður. Stærstur hluti þessara skatta renni til þess sveitarfélags þar sem skatturinn myndast og hluti til Framkvæmdasjóðs ferðamála.  Hver og einn beri ábyrgð á sínum skattgreiðslum og skattkerfið með- höndli framteljendur á samkvæman hátt.  Samsköttun verði hætt en í dag eru hjón sjálfkrafa samsköttuð. Samsköttun dregur úr hvata maka með lægri laun til að fara út á vinnu- markaðinn.  Vaxtabótakerfið fellt niður í nú- verandi mynd og sparnaði beint til lágtekjuhópa með útborganlegum persónuafslætti.  Stuðningur við fasteignakaup á að gerast utan skattkerfis, t.d. við fyrstu kaup. Nokkrar af tillögunum 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.