Morgunblaðið - 07.09.2016, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 07.09.2016, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 BLÖNDUNAR- TÆKJADAGAR Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is SÉR VERÐ Sturtuhaus 6.500 kr. Verð áður: 9.337 kr. SPRING SÉR VERÐ Handlaugartæki með lyftitappa 9.900 kr. Ath. eldri gerð Mora Cera 20%afsláttur Hlýnun jarðar hefur orðið til þess að heimshöfin eru „sjúkari“ en nokkru sinni fyrr, stuðlar að útbreiðslu sjúk- dóma í dýrum og mönnum og ógnar matvælaöryggi í heiminum. Áttatíu vísindamenn frá tólf löndum komast að þessari niðurstöðu í nýrri skýrslu sem byggist á umfangsmestu rann- sókninni til þessa á áhrifum hlýnun- arinnar á höfin. Einn höfunda skýrslunnar, Dan Laffoley, segir að höfin hafi tekið til sín rúm 93% af hlýnuninni af völdum loftslagsbreytinga í heiminum frá áttunda áratug aldarinnar sem leið og það hafi haft mikil áhrif á lífríki sjávar. Ógnar heilsu manna Rannsóknin náði til allra helstu þáttanna í lífríkinu, allt frá örverum til hvala. Meðal annars kemur fram að svif, marglyttur og sjófuglar hafa færst um allt tíu breiddargráður í áttina að kaldari sjó við heimskautin. Laffoley telur að þessi tilfærsla í höfunum sé 1,5 til fimm sinnum hraðari en tilfærslan á lífverum á landi. „Við erum að breyta árstíð- unum í höfunum,“ hefur fréttaveitan AFP eftir honum. Hlýnunin ýtir undir súrnun sjávar og verður einnig til þess að sýkjandi örverur herja á stærri svæði í heims- höfunum. Vísindamennirnir segja að fram hafi komið vísbendingar um að hlýnun sjávar sé byrjuð „að valda auknum sjúkdómum í plöntum og dýrum“. Eitraður þörungagróður, sem getur valdið taugasjúkdómum, og sýklar á borð við gerla sem valda kóleru berast hraðar út í hlýjum sjó og hlýnunin hefur því bein áhrif á heilsu manna, að sögn vísindamann- anna. Minnkar matvælaöryggi Hlýnun sjávar hefur einnig stuðl- að að því að kóralrif eyðast nú hrað- ar en nokkru sinni fyrr og heim- kynni fiska eyðileggjast. Þetta hefur orðið til þess að ákveðnir fiskstofnar hafa minnkað og dregið úr matvæla- öryggi. „Gert er ráð fyrir því að sjávaraflinn minnki um 10-30 af hundraði í Suðaustur-Asíu fyrir árið 2050, miðað við árin 1970-2000, vegna breytinga á dreifingu fiskteg- unda,“ segir í skýrslunni. „Við vitum öll að höfin halda lífinu á jörðinni gangandi,“ hefur AFP eft- ir Inger Andersen, framkvæmda- stjóra alþjóðlegu náttúruverndar- samtakanna IUCN. „Samt erum við að sýkja höfin.“ Vísindamenn segja niðurstöður skýrslunnar staðfesta þörfina á því að auka sem fyrst notkun endur- nýjanlegra orkugjafa. „Við þurfum að draga úr losun lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifunum,“ hefur AFP eftir Carl Gustaf Lundin, sem stjórnar rannsóknum IUCN á heimshöfunum. „Það leikur enginn vafi á því í mínum huga að við völd- um þessu. Við vitum hverjar lausn- irnar eru. Við þurfum að koma okk- ur að verki.“ bogi@mbl.is „Erum að sýkja heimshöfin“  Hlýnun sjávar stuðlar að útbreiðslu sjúkdóma  Sjávarafli minnkar Yfirvöld á Spáni telja að brennuvargar hafi kveikt gróðurelda sem hafa valdið usla nálægt bænum Beni- dorm á Costa Blanca. Um 1.400 íbúar og ferðamenn á strandlengjunni hafa þurft að flýja heimili sín eða hótel vegna eldanna. Hundruð slökkviliðsmanna og flugvélar reyndu í gær að slökkva stærsta eldinn sem geisað hefur frá því á sunnudag nálægt bænum Jávea, norðan við Beni- dorm. Annar eldur kviknaði í gær nálægt bænum Bo- lulla í Valensíu, um 40 kílómetra vestan við Jávea, og þriðji skógareldurinn geisaði á Miðjarðarhafseyjunni Menorca. José María Ángel Batalla, sem stjórnar almanna- varnaþjónustu á Costa Blanca-svæðinu, sagði að einn eða fleiri brennuvargar hefðu kveikt stærsta skógar- eldinn í grennd við Jávea. Fundist hefðu nokkrir bensínbrúsar á svæði þar sem þrír eða fjórir eldar munu hafa verið kveiktir skömmu fyrir sólsetur á sunnudag. Slökkviliðsmenn höfðu því lítinn tíma til að slökkva eldana fyrir myrkur. Stærsti eldurinn hafði í gær farið yfir 800 hektara svæði nálægt hótelum í Jávea þar sem margir ferða- menn frá Bretlandi og Þýskalandi gista, að sögn frétta- veitunnar AFP. Mikil hætta hefur verið á skógareldum víða á Spáni frá því um helgina vegna hitabylgju. Hitinn hefur farið yfir 40 stig á Celsíus á sumum svæðum. Lítill loftraki og snarpur vindur torveldaði slökkvistarfið í fyrstu en slökkviliðsmenn sögðu í gær að aðstæðurnar hefðu batnað. bogi@mbl.is AFP Brennuvargar taldir hafa kveikt gróðurelda á Costa Blanca Eldar valda usla Flugvél varpar vatni á skógareld nálægt byggðu svæði meðfram ströndinni í grennd við bæinn Jávea í Valensíu. Um 1.400 manns hafa þurft að flýja gróðurelda á Costa Blanca, þeirra á meðal ferðamenn. AFP Eldur slökktur Slökkviliðsmenn að störfum nálægt ferðamannabænum Jávea, sem er með 33.000 íbúa. Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, aflýsti í gær viðræðum við Rodrigo Duterte, forseta Filipps- eyja, sem hafði kallað Obama „hóruson“. Gert hafði ver- ið ráð fyrir því að Obama og Du- terte ættu fund síðdegis í gær í Vientiane, höfuð- borg Laos, í tengslum við ár- legan leiðtoga- fund Samtaka Suðaustur-Asíuríkja. Áður höfðu bandarísk stjórnvöld gagnrýnt manndráp og aftökur án dóms og laga í „stríði gegn fíkniefn- um“ sem Duterte hóf þegar hann varð forseti Filippseyja 30. júní. Tal- ið er að síðan þá hafi nær 3.000 manns verið líflátin án dóms og laga á Filippseyjum, eða 44 að meðaltali á dag, m.a. fólk sem grunað er um að hafa neytt fíkniefna og saklaust fólk sem varð á vegi dauðasveitanna, þeirra á meðal fimm ára barn. Duterte sagði í fyrradag, áður en hann hélt til Vientiane, að hann myndi ekki hlusta á neinar að- finnslur frá forseta Bandaríkjanna á fundinum í Laos. „Hórusonur, ég ætla að bölva þér á þessum vett- vangi,“ sagði hann þegar fréttamenn spurðu hver skilaboð hans til Obama væru. Duterte gaf seinna út yfirlýsingu þar sem hann kvað það hryggja sig að orð sín skyldu hafa verið túlkuð sem „persónuleg árás“ á forseta Bandaríkjanna. Óformlegur fundur líklegur Einn helstu aðstoðarmanna Obama, Ben Rhodes, sagði í gær að tengsl Bandaríkjastjórnar við stjórnvöld á Filippseyjum væru enn sterk þótt ákveðið hefði verið að af- lýsa viðræðum forsetanna. Hann bætti við að Obama myndi líklega eiga óformlegan fund með Duterte í Vientiane í dag eða á morgun þótt formlegar viðræður kæmu ekki til greina. Áður hafði Duterte lýst sendi- herra Bandaríkjanna í Manila sem „hommatitti“ og „tíkarsyni“ vegna gagnrýni hans á manndrápin á Fil- ippseyjum. Forsetinn kallaði einnig Frans páfa „hóruson“ vegna umferðarteppu sem varð í Manila þegar páfi heimsótti Filippseyjar í fyrra. bogi@mbl.is Obama aflýsti fundi með Duterte  Forsetinn kallaði Obama „hóruson“ Rodrigo Duterte Tveimur fyrrverandi rektorum ríkisháskólans Karólínsku stofn- unarinnar í Stokkhólmi hefur verið vikið úr nefnd sem velur þá sem hljóta nóbelsverðlaunin í læknis- fræði. Ástæða brottvikningarinnar er þáttur þeirra í barkaígræðslu- máli skurðlæknisins Paolo Macchi- arini sem var sagt upp störfum hjá háskólasjúkrahúsi Karólínska eftir að tveir sjúklingar hans dóu. Áður hafði sænska ríkisstjórnin leyst stjórn Karólínska frá störfum vegna málsins. STJÓRN KARÓLÍNSKA Í STOKKHÓLMI VIKIÐ FRÁ STÖRFUM Vikið úr nóbelsverðlaunanefnd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.