Morgunblaðið - 07.09.2016, Síða 19

Morgunblaðið - 07.09.2016, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 Hafið heillar Fólk sem heimsækir Reynisfjöru heillast af náttúrufegurðinni þar og kraftmiklu hafinu, hvernig það ólmast og lætur í sér heyra. Þetta fólk kippti sér ekki upp við brimið. Ómar Enginn þingmaður getur vikið sér undan því að ganga hreint til verks og afgreiða breytingar á lögum um almannatrygg- ingar áður en efnt er til kosninga. Stjórn- arandstæðingar sem áður studdu ríkis- stjórn „norrænnar vel- ferðar“ sem skerti kjör eldri borgara og öryrkja verulega, hljóta að grípa tækifærið fegins hendi. Þingmenn ríkisstjórnarinnar hafa undirgeng- ist þá skyldu að láta eldri borgara og öryrkja njóta þess uppgangs sem er í efnahagslífinu. Þrátt fyrir að útgjöld ríkissjóðs vegna al- mannatrygginga hafi hækkað um- talsvert og kaupmáttur elli- og ör- orkulífeyris aukist mjög á kjör- tímabilinu eru enn margir eldri borgarar og öryrkjar sem búa við þröng kjör. Félagsmálaráðherra lagði fram frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar síðastliðinn föstudag. Þegar þetta er skrifað hefur ekki verið mælt fyrir frum- varpinu sem byggist að mestu á til- lögum nefndar, sem lengi var undir forystu Péturs heitins Blöndal. Nefndin – oft kölluð Péturs-nefndin – var skipuð fulltrúum helstu hags- munasamtaka eldri borgara og ör- yrkja, aðila vinnumarkaðarins, sveitarfélaga og allra þingflokka. Ég tók þátt í starfi nefndarinnar sem fulltrúi fjármálaráðuneytisins. Einfaldleiki vs. markmið almannatrygginga Það eru mikil vonbrigði að frum- varpið virðist hafa verið eins konar afgangsstærð hjá ráðherranum, sem hefur haft tillögur nefndar- innar undir höndum í hálft ár og gott betur. Frumvarpið snýr aðeins að eldri borgurum en ráðherra boð- ar í greinargerð að „sérstakt frum- varp sem lýtur að breytingum á ör- orkulífeyri, starfs- getumati og starfs- endurhæfingu,“ verði lagt fram. Í samtali við Ríkisútvarpið síðast- liðinn mánudag sagð- ist ráðherra vonast til að breytingarnar næðu fram fyrir kosn- ingar. Raunhæft eru hins vegar litlar líkur á því sem er miður. Starfsgetumat er mik- ið hagsmunamál fyrir öryrkja og atvinnulífið allt. Reglur almannatryggingakerfis- ins eru flóknar, ruglingslegar og með ósanngjörnum tekjuteng- ingum. Fáir skilja núverandi kerfi að fullu. Frumvarp ráðherra mun leiða til einföldunar, gera kerfið gagnsærra og bæta hag þúsunda eldri borgara. Í bókun sem ég lagði fram og fylgdi tillögum Péturs- nefndarinnar bendi ég hins vegar á að „allar breytingar, hvort heldur þær sem nefndin leggur til eða aðr- ar á síðari stigum, verða að taka mið af því að almannatrygginga- kerfinu er fyrst og síðast ætlað að styðja við þá sem mest þurfa á að- stoð að halda, til lengri eða skemmri tíma“: „Það er rétt og skynsamlegt að einfalda kerfið og gera það gagn- særra, en einfaldleikinn má ekki ganga gegn meginmarkmiði al- mannatrygginga og verða á kostn- að þeirra sem verst standa.“ Frítekjumark Frumvarp félagsmálaráðherra gerir ráð fyrir að grunnlífeyrir, tekjutrygging og sérstök uppbót til framfærslu, verði sameinuð í einn bótaflokk, ellilífeyri. Fjárhæð sam- einaðs bótaflokks verður 212.776 krónur á mánuði. Heimilisuppbót til þeirra sem búa einir helst óbreytt. Tekjur eldri borgara verða meðhöndlaðar með sama hætti óháð uppruna (atvinnutekjur, fjár- magnstekjur og lífeyrissjóðs- tekjur). Frítekjumörk verða afnum- in en fjárhæð ellilífeyris skerðist um 45% vegna tekna frá öðrum en almannatryggingum en þó ekki greiðslur úr séreignarlífeyrissparn- aði. Flestar breytingarnar eru stórt skref í rétta átt fyrir eldri borgara. Eftir því sem ég hef kynnst al- mannatryggingum betur hef ég hins vegar sannfærst um að það sé ekki aðeins réttlætismál heldur einnig skynsamlegt að innleiða eitt frítekjumark ellilífeyris. Þannig er innbyggður hvati fyrir fólk til að bæta sinn hag án þess að vera refs- að fyrir það. Slíkt kerfi er í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins og því er nauðsynlegt að þingmenn flokks- ins leggi fram breytingatillögu þar sem frítekjumark er lögfest sam- hliða öðrum breytingum. Um leið er sleginn tónn – gefið ófrávíkjandi fordæmi við endurskoðun laga al- mannatrygginga er varðar öryrkja og upptöku starfsgetumats. Eins og sést á meðfylgjandi töflu mun frítekjumarkið hafa veruleg áhrif á heildartekjur eldri borgara og, þegar þar að kemur, einnig er varðar öryrkja. Dæmin sem tekin eru miðast við 50 þúsund króna frí- tekjumark á mánuði og að viðkom- andi hafi lífeyris- eða fjármagns- tekjur. Heildartekjur þess sem hefur 50 þúsund á mánuði hækka um 23,5% frá því sem nú er. Ef við- komandi er með atvinnutekjur nemur hækkunin tæpum 22% en mismunurinn skýrist af því að í gildandi reglum er gerður grein- armunur að eðli annarra tekna en þeirra sem koma frá almannatrygg- ingum. Eftir því sem aðrar tekjur eru hærri því lægri verður hlut- fallsleg hækkun heildartekna. Með innleiðingu frítekjumarks verður eldri borgurum gert kleift að bæta sinn hag verulega. Þetta ættu þingmenn að hafa í huga þeg- ar þeir ganga til þess verks að af- greiða frumvarp félagsmálaráð- herra. Kostnaðurinn er verulegur Kostnaður við frítekjumarkið er verulegur en á móti er hægt að ganga rösklegar til verka við hækk- un eftirlaunaaldurs. Frumvarp fé- lagsmálaráðherra gerir ráð fyrir að eftirlaunaaldurinn hækki í áföngum í 70 ár á næstu 24 árum og er það í samræmi við tillögur Péturs- nefndarinnar. Í bókun með tillög- unum undirstrikaði ég að gengið væri of skammt og að miklu skipti að hækkun lífeyrisaldurs kæmi til framkvæmda á ekki lengri tíma en næstu 15 árum. Um leið var bent á að stjórnvöld yrðu að meta kosti og galla þess að setja inn í lög ákvæði um reglubundna endurskoðun líf- eyrisaldurs út frá lífaldri sem stöð- ugt verður hærri. Þannig ætti eft- irlaunaaldur að hækka um ákveðið hlutfall af hækkun lífaldurs á 5-10 ára tímabili. Regla af þessu tagi tryggir ekki síst fyrirsjáanleika fyrir yngri kynslóðir. Fyrir eldri borgara skiptir miklu að í frumvarpinu er gert ráð fyrir að einstaklingum sé heimilt að fresta lífeyristöku til allt að 80 ára aldurs en um leið sé hægt að hefja lífeyristöku frá 65 ára aldri. Þá er opnað á þann möguleika að taka hálfan ellilífeyri frá lífeyrissjóði og fresta töku hins helmingsins sem hækki í samræmi við reglur við- komandi lífeyrissjóðs og samhliða verði heimilt að fá hálfan ellilífeyri frá almannatryggingum. Þessar breytingar gefa eldri borgurum aukinn sveigjanleika og eru til mikilla bóta. Verði frí- tekjumarkið innleitt með þeim hætti sem hér er lagt til, má full- yrða að um sé að ræða mestu kjara- bót eldri borgara í áratugi. Þeir sem lokið hafa góðu dagsverki eiga það inni hjá okkur sem erum yngri að tryggja að breytingarnar nái fram að ganga og að lögin taki gildi 1. janúar næstkomandi. Og því verður ekki trúað að mikil andstaða verði á þingi við að bæta hag þús- unda eldri borgara og marka um leið stefnuna við innleiðingu starfs- getumats. Eftir Óla Björn Kárason » Verði frítekjumarkið innleitt með þeim hætti sem hér er lagt til, má fullyrða um sé að ræða mestu kjarabót eldri borgara í áratugi. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Frítekjumark er réttlætismál Frítekjumark er raunveruleg kjarabót Lífeyris- Greiðslur Heildar Greiðslur Heildar Greiðslur Heildar Breyting frá greiðslur frá TR tekjur frá TR tekjur frá TR tekjur núverandi kerfi 50.000 162.776 212.776 190.276 240.276 212.776 262.776 23,5% 100.000 137.813 237.813 167.776 267.776 190.276 290.276 22,1% 150.000 118.638 268.638 145.276 295.276 167.776 317.776 18,3% Núverandi kerfi Samkvæmt frumvarpi Með 50 þúsund kr. frítekjumarki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.