Morgunblaðið - 07.09.2016, Page 21

Morgunblaðið - 07.09.2016, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 ✝ Hreiðar Stein-grímsson fæddist á Hofi í Arnarneshreppi 17. desember 1942. Hann lést á heimili sínu 28. ágúst 2016. Hreiðar var son- ur Óskars Stein- gríms Guðjónsson- ar, f. 1.9. 1910 í Björk í Sölvadal, d. 27.12. 1988, og Elínar Bjargar Pálmadóttur, f. 4.6. 1917 á Hofi í Arnarneshreppi, d. 12.10. 1979. Hreiðar var elstur af átta systkinum. Hin eru: Pálmi, f. 17.12. 1944, d. 2.9. 2013; Elín Guðrún, f. 27.6. 1948, gift Vé- steini Garðarssyni, f. 16.6. 1942, þau eiga þrjú börn; Að- alheiður Valgerður, f. 6.4. 1948, d. 18.2. 2006, maki Bjarni Indriðason, f. 2.11. 1948, d. 27.12. 1999, þau eignuðust þrjá syni; Jón Ragnar, f. 11.10. 1949, kvæntur Halldóru Ás- geirsdóttur, f. 27.10. 1958, þau Arnari Yngvasyni, dætur þeirra eru Sandra Rebekka, f. 30.11. 1985, og Marta Aníta, f. 27.1. 1991. Aðalheiður, f. 1.5. 1966, gift Þórgný Dýrfjörð, börn þeirra eru: Styrmir, f. 25.1. 1990, Bjarmi, f. 25.12. 1996, og Embla, f. 30.8. 2005. Hermína, f. 4.5. 1967, gift Kristjáni Ben Eggertssyni, börn þeirra eru: Heiðrún Dóra, f. 30.5. 1989, Sigrún Edda, f. 30.10. 1992, Hólmar Ben, f. 27.12. 1998, og Ásrún Vala, f. 14.4. 2003. Marta Kristín, f. 10.5. 1971, gift Bjarka Sigfús- syni, dætur þeirra eru: Karitas, f. 17.6. 2000, og Dóra, f. 30.6. 2005. Elín Ósk, f. 19.3. 1975, í sambúð með Gavin Lucas, börn þeirra eru: Marteinn Edward, f. 9.2. 2007, Benjamín Óskar, f. 5.9. 2009 og Elísabet June, f. 10.3. 2016. Hreiðar átti tvö barnabarnabörn. Hreiðar ólst upp á Kroppi í Eyjafirði. Hann bjó á Akureyri og starfaði lengstum hjá bif- reiðaverkstæðinu Þórshamri (síðar Brimborg). Síðustu starfsárin vann hann í Krist- nesi. Útför Hreiðars fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 7. sept- ember 2016, og hefst athöfnin kl. 13.30. eiga tvær dætur, Valur, f. 15.6. 1953, kvæntur Regínu Úlfars- dóttur, f. 19.3. 1957, þau eiga fjögur börn, Úlfar, f. 21.6. 1953, kvæntur Guð- björgu Steingríms- dóttur, f. 28.2. 1954, þau eiga þrjú börn og Lárus Örn, f. 24.4. 1955, kvæntur Guðnýju Kristjánsdóttur, f. 24.4. 1954, þau eiga þrjú börn. Hreiðar kvæntist þann 9.10. 1965 eftirlifandi eiginkonu sinni Halldóru Kristínu Mar- teinsdóttur, f. 30.6. 1940 í Túnsbergi, Húsavík. Hún er dóttir Marteins Steingrímsson- ar, f. 2.8. 1913, d. 28.4. 2004, og Hermínu Eiríksdóttur, f. 13.10. 1913, d. 24.7. 1993. Hreiðar og Halldóra eignuðust fjórar dætur en fyrir átti Hreiðar dótturina Önnu Elísu, f. 9.4. 1965. Anna Elísa er gift Elsku afi. Okkur systkinunum finnst ekki langt síðan þú tókst brosandi á móti okkur heima hjá ykkur ömmu og tókst þétt utan um okkur. Það er alltaf erfitt að kveðja og hjörtu okkar gráta það að fá ekki fleiri stundir með þér. Elsku afi okkar, sem var alltaf svo hraustur og glaður, enda sagðir þú alltaf allt gott því enginn mátti hafa neinar áhyggjur af þér. Okkur finnst við virkilega hepp- in að hafa fengið að hafa þig í lífi okkar í öll þessi ár, enda eigum við margar góðar minningar saman og höfum brallað ýmislegt. Það sem okkur finnst standa upp úr er þegar við fórum í Vaglaskóg í heimsókn til ömmu og afa því þar fórum við í gönguferðir, fengum að vaða í ánni og fara í hengirúmið góða. Ásrún Vala var alltaf glöð að hlaupa yfir í næsta hjólhýsi og fá kleinur og mjólk hjá ykkur ömmu. Þið amma voruð svo mikið útivist- arfólk og tókuð okkur líka stund- um með í berjamó á Húsavík. Það var alltaf jafn gott að koma í Norðurbyggðina til ykkar ömmu því þið tókuð svo vel á móti okkur. Við minnumst þess þegar amma gaf okkur ristað brauð með berja- sultu að borða og kakó að drekka. Það var alltaf nóg á boðstólum hjá ykkur. Þú last fyrir barnabörnin þín og lékst Rauðhettu og úlfinn með svo miklum glæsibrag að við urðum hrædd við úlfinn. Þú varst skemmtilegur maður, orðsnjall í svörum, góður og hlýr. Það sem okkur systkinunum er efst í huga á tímum sem þessum er þakklæti. Takk fyrir að vera afi okkar og takk fyrir allt sem þú hef- ur gert með okkur og fyrir okkur. Að leiðarlokum viljum við systk- inin á Húsavík þakka þér fyrir yndislega samveru öll okkar ár og við munum alltaf minnast þín með hlýju. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér gáðu ég dó ei ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir) Hvíldu í friði, alltaf. Þín Heiðrún Dóra, Sigrún Edda, Hólmar Ben og Ásrún Vala. Þegar við hugsum um afa Hreiðar detta okkur fyrst í hug sögur og þjóðsögur. Og súkkulaði með rúsínum og hnetum, í útilegu. Afi var nefnilega duglegur að ferðast og alltaf að segja sögur. Við munum sérstaklega eftir því þegar við gistum í Atlavík fyrir einhverjum árum. Þá held ég að afi hafi sagt okkur söguna af Lag- arfljótsorminum að minnsta kosti tvisvar á dag, á meðan hann maul- aði súkkulaði eða spilaði lönguvit- leysu. Það er rosalega afaleg minning. Afalegustu minningarnar okk- ar eru samt flestar úr Vaglaskógi. Við fórum í mörg ár norður til ömmu og afa í viku á hverju sumri. Fyrst fór Karitas ein til að fá að vera einkabarn í nokkra daga en þegar Dóra stækkaði fékk hún að koma með líka. Þá fóru þau með okkur í hjólhýsið í Vaglaskógi þar sem aðalsportið var að fara í hengirúmið og kveikja upp í kamínunni. Við frændsystkinin undum okkur fram eftir öllu við að kveikja í smáprikum og grillprjónum, dag- blöðum og ýmsu öðru sem við fundum og afa þótti síður en svo leiðinlegt að verða okkur úti um eldivið. Svo var það spilamennskan. Afi elskaði að spila, eða, hann elskaði að vinna. Hann reyndi samt að láta okkur ekki finna fyrir því en þegar honum var farið að ganga vel vorum við „höfðingjar miklir“ og súkkulaðið var tekið fram, sér- staklega ef við létum honum eftir tromp. Það verður erfitt og skrítið að heimsækja Norðurbyggðina eftir að afi er farinn. Hann var búinn að vera veikur lengi og undir lokin var ekki margt sem hann gat gert. Hann kvartaði þó aldrei en það fór ekki framhjá okkur hversu veikur hann var. Það er því í raun gott að hann fékk að fara, vonandi líður honum betur þar sem hann er núna. Hvíl í friði, elsku afi – minning- arnar um þig munu lifa Karitas og Dóra Bjarkadætur. Í dag fylgjum við til grafar góð- um vini og samstarfsfélaga, Hreiðari Steingrímssyni. Hann kveður eftir erfiða baráttu við veikindi. Þegar Hreiðar kom til starfa á Kristnesspítala árið 2002 var hann að skipta um starfsvettvang. Hann hafði unnið störf tengd bílum og birgðahaldi en fór að vinna sem að- stoðarmaður sjúkraþjálfara. Þar starfaði hann þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 2013. Hreiðar var góður vinnufélagi, vandvirkur og samviskusamur. Hann var sjálfstæður og hug- myndaríkur í störfum sínum, þar bjó hann að reynslu sinni sem íþróttamaður og þjálfari. Hann hafði létta lund og auðsýndi skjól- stæðingum sínum mikla hlýju. Hann náði sérstaklega vel til eldri kynslóðarinnar og gat oft fengið einstaklinga í lið með sér þegar öðrum tókst kannski ekki eins vel til. Hreiðar var þúsundþjalasmiður sem alltaf var gott að leita til, hvort sem á þurfti að halda í vinnunni eða hjá samstarfsfólki og taldi hann ekki eftir sér alls kyns aðstoð og ráðleggingar að vinnudegi lokn- um. Hann var líka skemmtilegur félagi og alltaf ungur í anda. Hann lét sig ekki muna um að taka þátt í flestu sem okkur vinnufélögum hans datt í hug eða boðað var til á vegum starfsmannafélagsins. Það gat verið allt frá því að hjóla í vinn- una á milli sveitarfélaga – stundum í snjó og alltaf í mótvindi, yfir í að klæða sig upp á með okkur sem snjókarl eða pönkari til að keppa í krullu eða keilu. Hreiðar var líka mikill keppnismaður, hann keppti til að vinna og það var ekkert gefið eftir. Okkur er mikil eftirsjá að þess- um fjölhæfa og skemmtilega sam- ferðamanni. Við vottum eiginkonu hans Halldóru, dætrum hans og fjölskyldum samúð okkar allra. Fyrir hönd vina og samstarfs- fólks á Kristnesspítala, Ragnhildur Jónsdóttir. Hreiðar Steingrímsson sókn með ungar dætur mínar þar sem ég var svo þreytt unga- mamma, en þau hjón pössuðu upp á að ég hvíldi mig á meðan þau sáu um dæturnar og svo fengum við alltaf eitthvað gott í gogginn. Þegar dæturnar urðu aðeins eldri og fóru að hafa vit fengu þær oft á tíðum að velja hvert við færum í heimsókn þegar við vorum á ferð- inni og undantekningalaust var valið að fara heim til ömmu og afa. Haukur og Ásta hjálpuðu okkur mikið með dæturnar og tóku þær oft yfir nótt þegar á þurfti að halda og Haukur tók að sér sjá um dæturnar á morgnana þegar þær voru 6 ára þar sem skólinn byrjaði ekki fyrr en eftir hádegi og hann var kominn á eft- irlaun og hafði ekkert betra við tímann að gera. Það hefur oft ver- ið brosað yfir því á okkar heimili að þegar afi var að passa var æðsta óskin að fá að vera í dag- vistun í skólanum eins og hinir krakkarnir þannig að afa var sagt upp starfinu og dæturnar byrj- uðu í dagvistun, en það voru ekki liðnir nema tveir dagar þegar óskað var eftir því að fá afa aftur í vinnu þar sem það var miklu skemmtilegra að vera með hon- um en þar. Seinni árin ferðuð- umst við mikið til útlanda með þeim hjónum og eigum við marg- ar fallegar og góðar minningar frá þessum ferðum okkar. Hans aðaláhugamál á þessum árum voru einmitt ferðalög til útlanda og vídeóupptaka, en hann tók upp allar ferðir og allar uppákomur á vídeó og klippti þetta til þannig að allt myndefni sem til er frá fæð- ingu dætra okkar og fram á full- orðinsár eru frá Hauki og eigum við honum mikið að þakka fyrir það. Haukur var afskaplega ljúf- ur og góður maður sem lét lítið fyrir sér fara og framkvæmdi hlutina í hljóði, hann var áhuga- samur um allt er sneri að hans nánustu og fylgdist vel með öllu því sem börn og barnabörn voru að gera hverju sinni og þó svo all- ur lífsneisti hafi verið horfinn spurði hann samt alltaf um barna- börnin og hvað þau væru að gera. Ég vil þakka samfylgdina og megir þú hvíla í friði. Með kveðju, þín tengdadóttir, Auður. Elsku afi. Nú er komið að kveðjustund sem erfið er þó svo lengi hafi ver- ið vitað hvert stefndi og við vitum að þér líður miklu betur þar sem þú ert núna kominn til hennar ömmu sem var stoðin þín og stytta í einu og öllu. Við systur eigum margar og góðar minning- ar um samvistir okkar við ykkur ömmu enda eyddum við ansi mörgum stundum á heimili ykkar og bjuggum um tíma í kjallaran- um hjá ykkur þegar verið var að bíða eftir nýju húsnæði sem for- eldrar okkar höfðu fest kaup á. Afi tók það verkefni að sér að passa okkur systur á morgnana þegar við vorum 6-9 ára ára en þær stundir eru ennþá í fersku minni okkar. Það var gott að hafa afa sem gerði nákvæmlega „allt“ sem við vildum gera og þjónust- aði okkur í bak og fyrir, en stund- um vildum við bara leika okkur og þá lagði afi sig í sófanum í stof- unni og hraut hátt og innilega, en okkur systrum fannst það mjög fyndið og fóru margar stundir í það að fylgjast með afa sofa og hrjóta og hlæja að því. Þegar komið var að skólatíma fylgdi hann okkur alltaf í skólann, en að sjálfsögðu var gengið í skólann og afi bar töskurnar. Afi spilaði mik- ið við okkur og kenndi okkur fullt af spilum og að leggja kapal. Þeg- ar frí var í skólanum tókum við strætó með afa til ömmu sem þá var tilbúin með uppáhaldsgrjóna- grautinn okkar. En afi fór einmitt með okkur í fyrstu strætóferðina sem var rosalega mikill spenning- ur fyrir og mikið gaman. Við ferð- uðumst mikið með afa og ömmu og það var afskaplega gott að hafa þau með í för þar sem þau vöknuðu alltaf miklu fyrr en for- eldrar okkar, þannig að þegar við vöknuðum var alltaf kominn morgunverður á borð og þau tilbúin að fara út með okkur. Okk- ur er mjög minnisstætt að alltaf þegar afi hitti okkur klappaði hann okkur alltaf föðurlega á hausinn, en með þessum fallegu minningum kveðjum við afa okk- ar. Ásta og Birna Bergsdætur. inu með því að segja góða nótt og guð verði með þér. Ég verð þér ævinlega þakklát fyrir það. Það eru margar góðar minn- ingar sem ég á eftir að varðveita í hjarta mínu. Allir göngutúrarn- ir okkar í gegnum árin, sumrin sem ég vann á róló hjá þér, ferðalögin sem við fórum í og ferðirnar í sveitina þína sem var þér svo kær. Elsku mamma, við kveðjum þig með miklum söknuði en ég veit þér líður vel núna og þú ert komin til pabba. Ég mun ávallt geyma minninguna um þig í hjarta mínu og veit að þú verður engillinn minn og átt eftir að vaka yfir mér og fjölskyldu minni ásamt honum pabba. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna, þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa, og eykur þeirra afl og trú, en það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. Í augum þínum sá ég fegri sýnir en sólhvít orð og tónar geta lýst, – svo miklir voru móðurdraumar þínir, þó marga þeirra hafi frostið níst. Sem hetja barst þú harmana og sárin, huggaðir aðra – brostir gegnum tárin, viðkvæm í lund, en viljasterk. Þau bregða um þig ljóma, liðnu árin. Nú lofa þig – þín eigin verk. Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt. Er Íslands bestu mæður verða taldar, þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna, blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, – og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson) Takk fyrir allt, elsku mamma. Þín Hrafnhildur. Elsku Svandís. Að setjast niður og skrifa mína hinstu kveðju til þín eru þung skref. Tómarúm hefur myndast hjá okkur fjölskyldunni þar sem við eyddum miklum tíma í Sóleyjarrimanum hjá ykk- ur hjónum. Þú varst einstaklega ljúf og góð kona. Eldaðir ljúf- fengan fisk, dásamlega kjötsúpu og himneska skúffuköku sem ég á eftir að sakna þess að fá hjá þér en þó kemst það ekki nærri söknuði mínum til þín. Þú varst ekta amma. Amma sem sá til þess að enginn fór svangur frá þér og prjónaðir lopapeysur á okkur öll. Þegar ég hugsa til þín rifjast upp margar dásamlegar minningar sem við bjuggum til saman. Minningar sem ég mun varðveita og segja börnunum okkar, Svandísi Sif og Sverri Hauki, frá í framtíðinni. Svandís Sif, litla dúllan þín og nafna, á erfitt með að skilja að hún sjái þig ekki aftur. Hún var vön að sjá þig oft í viku, fá ömmuknús í ömmuholu, ís og skrípó og stund- irnar sem þið áttuð saman eru ómetanlegar. Hún saknar ömmu sinnar og eins og hún orðaði sjálf þá var hún ekki búin að knúsa þig bless. Við söknum þín öll og vildi ég óska þess að þú hefðir fengið lengri tíma með okkur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allt. Þín tengdadóttir og vinkona, Elsa Petra. Enn og aftur er komið að því að kveðja einstakling sem fer of snemma frá okkur. Að þessu sinni er það móðursystir mín, hún Svandís. Það koma margar fallegar minningar upp þegar hugurinn er látinn reika yfir liðna tíma. Svandís var að mínu mati frekar hlédræg kona sem vildi ekki láta mikið á sér bera í fjölmenni. En á heimavelli var hún í essinu sínu og tók alltaf á móti mér á sinn ljúfa hátt. Við gátum alveg gleymt tímanum saman yfir skemmtilegu spjalli. Oft var hún að rifja upp gamlar minningar og þótti mér sérstak- lega gaman að heyra sögur frá því þegar hún kom á sínum yngri árum í heimsókn til mömmu og pabba á Garðsenda. Hún hafði oft á orði hvað það hefði nú verið gaman þá. Svandís var einstaklega lagin við að spjalla við börn, alveg sama á hvaða aldri þau voru og þess vegna þótti okkur systkin- unum alltaf gaman þegar hún kom í heimsókn þegar við vorum lítil. Það var mjög gaman að fylgj- ast með þegar hún og Sverrir voru í tilhugalífinu og hvað þau voru samrýnd hjón. Það var mik- ill missir fyrir hana þegar hann lést fyrir tæpum tveimur árum. Svandísi var einstaklega annt um börnin sín, var mjög stolt af þeim og talaði alltaf mjög fallega um þau. Þessi orð úr spámann- inum vil ég tileinka þeim. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Hvíl í friði, kæra frænka. Hrafnhildur Pálsdóttir. Um og upp úr miðri síðustu öld fór bylgja íþróttaáhuga um hverja sveit og bæ. Fræknir frjálsíþróttamenn efldu þjóðar- stoltið og áhugann. Um allar grundir var hlaupið, stokkið og kastað. Þessi bylgja fór ekki framhjá Snæfellsnesinu og hér- aðsmótin voru einar stærstu samkomur sumarsins. Ég, sem strákur í Hnappa- dalnum, hreifst með og það var ekki síst vegna þess að á næsta bæ – Hallkelsstaðahlíð – var til harðsnúin sveit úr stórum systk- inahópi sem sópaði að sér verð- launum á héraðsmótunum í ein 15 ár. En það kemur alltaf að síðustu metrunum í lífshlaupinu og sú sem löngum var sprett- hörðust – frænka mín Svandís Hallsdóttir – er komin í loka- markið. Þau voru 12 Hlíðarsystkinin og það var fyrir mig eins og að koma í lítið þorp að koma í heim- sókn. Á þessum árum var hvorki vegur, sími eða rafmagn komið að innstu bæjum í dalnum, en fréttastofurnar voru í eldhúsun- um. Það er bjart yfir þessum ár- um þrátt fyrir einangrun og oft langa vetur. Þegar æsku- og unglingsár eru að baki, heldur hver gjarnan sína leið. Leiðir okkar Svandísar og hennar fólks lágu því sjaldan saman nema helst á ættarmót- unum. En minningin um ljúfling og frækna íþróttakonu er ennþá ljóslifandi. Hana mun ég geyma það sem eftir er. Kæru Sigrún, Hrafnhildur, Ragnar, Ragna, Kolbeinn og fjölskyldur. Innilegar samúðarkveðjur. Reynir Ingibjartsson frá Hraunholtum. Ástkær eiginkona mín og bezti vinur, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA PÉTURSDÓTTIR, Bjargartanga 5, Mosfellsbæ, lézt á kvennadeild Landspítalans þann 5. september 2016. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Sveinn Frímann Jóhannsson, Elsa Guðrún Sveinsdóttir, Heiðar Sveinsson, Hallgrímur Stefánsson, Una Björg Einarsdóttir, Íris Stefánsdóttir, Jóhann Friðleifsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.