Morgunblaðið - 07.09.2016, Page 22

Morgunblaðið - 07.09.2016, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 ✝ Atli Helgasonfæddist 9. nóv- ember 1930 í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu, Grandavegi 47, 24. ágúst 2016. Foreldrar hans voru Helgi Guð- mundsson kirkju- garðsvörður, f. 27. janúar 1889, d. 18. maí 1961, og Engil- borg Helga Sigurðardóttir hús- freyja, f. 19. maí 1896, d. 29. mars 1957. Systkini Atla eru: Þóra Sigríður, f. 1918, d. 1992, Sigurður Jóhann, f. 1923, d. 2015, Guðfinna, f. 1925, Hörð- ur, f. 1927, d. 2012, Helgi Hrafn, f. 1928, d. 1976, og Stefnir, f. 1930. Árið 1956 giftist Atli Jónu Gretu Sigurjónsdóttur, f. 1. júní 1992. 3) Hildur, f. 1962, gift Jóni Hrafni Björnssyni, f. 1962. 4) Þorkell, f. 1964. Börn hans eru Diljá, f. 1991, Greta, f. 1992, og Steinn, f. 1999. Atli var fæddur í vesturbæ Reykjavíkur og ólst þar upp til 18 ára aldurs. Hann lærði prentiðn í Iðnskólanum í Reykjavík og starfaði síðan sem prentari til sjötugsaldurs í Vík- ingsprenti og síðar Umslagi. Hann hóf ungur að æfa knatt- spyrnu með KR og var sigur- sæll leikmaður og þjálfari með félaginu. Hann þjálfaði yngri flokka félagsins í yfir þrjá ára- tugi og hlaut margar viður- kenningar fyrir störf sín. Á seinni hluta starfsævinnar ferð- aðist Atli mörg sumur umhverf- is Ísland og sá um knattleikn- inámskeið á vegum KSÍ auk nefndarstarfa í þágu íþróttar- innar. Atli verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag, 7. september 2016, og hefst athöfnin kl. 15. 1935, d. 16. júlí 2013. Foreldrar hennar voru Sig- urjón Jörundsson, f. 1903, og Stein- unn Björg Hinriks- dóttir, f. 1896. Börn Atla og Jónu eru: 1) Björg Helga Atladóttir, f. 1956, gift Jóni Ægi Péturssyni f. 1954. Börn þeirra eru Atli Sveinn, f. 1978, giftur Rak- el Heimisdóttur, f. 1980, börn þeirra eru Birta, Brynjar Orri og Andri Leon. Ólafur Örn, f. 1981, sambýliskona Ólöf Tara Smáradóttir, f. 1985. Ægir Már, f. 1988, og Lilja Rut, f. 1991. 2) Auður Atladóttir, f. 1957, gift Helga Þórðarsyni, f. 1958. Börn þeirra eru Orri Steinn, f. 1979, d. 1995, Atli, f. 1982, Finnur, f. Á þjóðveginum líður líf vort skjótt og löndin bruna hjá með turna og hallir. Sumarið hefur sagt þér góða nótt og sólskinsdagar þínir munu allir. Á morgun ó og aska, hí og hæ og ha og uss og pú og kanski og seisei og korríró og amen, bí og bæ og basl í hnasli, sýsl í rusli og þeyþey. (Halldór Laxness.) Þetta ljóð úr Heimsljósi eftir Halldór Laxness er í minning- unni eitt fyrsta kvæðið sem þér tókst að læða að mér, svo að ég barnung lærði það utanbókar og kann það enn. Steinn Steinarr og Laxness voru þínir uppáhaldshöfundar og þú þreyttist seint á að kynna mér þá. Svo rækilega náðir þú mér þar að ég, ung kona nýfarin að búa, lét það verða mitt fyrsta raðgreiðsluverk að kaupa bækur þeirra beggja. Tók það mig á annað ár að ljúka þeim greiðslum. Svo djúp varð ástríðan fyrir skáldunum að frumburðurinn var skírður í höf- uð annars skáldsins. Þetta er dálítið lýsandi dæmi um hvernig þér tókst á látlausan hátt að læða inn hugmyndum og visku, sem ég áttaði mig ekki á fyrr en löngu seinna hvaðan kom. Þú kenndir mér líka að meta góða tónlist og myndlist, jazzinn var þitt uppáhalds. Þú varst hógvær, alltaf glaður. Ég man ekki eftir því að þú hafir nokkurn tíma skipt skapi sama hvað gekk á. Mér er minnisstætt atvik fyrir langa löngu þegar ég var gelgja, eitthvað stuðaði skap unglingsins og græjurnar voru stilltar í botn. Þá labbaðir þú pollrólegur og slóst út öryggið á herberginu, tjáðir svo brjálaðri gelgjunni að sennilega þyrfti hún að fara annað ef hún vildi hafa tónlistina svona hátt, það væru ekki allir í blokkinni að fíla þessa tegund af tónlist. Það er vart hægt að hugsa sér betri uppalanda en þig. Þegar ég lít til baka þá sé ég ekkert nei- kvætt, engan skugga, nema að þú yfirgafst okkur of snemma. Ég var ekki tilbúin. Þó árin yrðu næstum 86 þá varstu aldrei gam- almenni, þú varst meiri vinur en foreldri. Ég á eftir að sakna þín mikið. Ég er þakklát fyrir allt sem þú kenndir mér, allar þær stundir sem þú eyddir með okkur innanlands og utan. Óendanlega þakklát er ég fyr- ir að hafa eytt með þér þínu síð- asta kvöldi sem er orðið eins og rispaður vínyll í huga mér. Takk fyrir að fá að vera dóttir þín. Sjáumst í næsta stríði. Auður. Ég trúi ekki að þú sért farinn. Ég man lítið eftir mér sem ung- um strák en ég gleymi aldrei ferðalögunum með þér og ömmu með tjaldvagninn í eftirdragi, lögðum land undir fót vopnuð opnum hug, nóg af kjötbollum frá 1944 og fótbolta. Ég mun aldrei vita hvaðan hugmyndin kom að gefa mér Chelsea-treyju í afmæl- isgjöf þegar ég var um tíu ára en í dag á ég þrjár. Er kannski smá líkur þér með að halda í raun ekki með ensku liði en þetta hef- ur lið sérstakan stað hjá mér. Ég mun heldur ekki gleyma símtali frá þér eitt kvöld þegar þú varst kominn heim úr heimsókn og spurðir mig hvar ég hefði fengið skóna mína, ég furðaði mig á áhuganum og sagði nú hvaðan þeir væru þegar þú tjáðir mér að þú hefðir tekið þá í misgripum fyrir þína og fannst þeir svo fjandi góðir. Þeir eru fáir sem ég get setið hjá án þess að þurfa að hugsa fyrir einu einasta um- ræðuefni, KR, stríðsárin, prent- ið, sundið, íþróttir. Þú sagðir mér oft sögur frá prentsmiðjunni, sögur af næturvöktum þegar skipta þurfti um pappír, slökkva á vélunum, hversu erfitt það var að kveikja á þeim aftur, rjúfa þá miklu þögn sem myndaðist og byrja aftur lætin sem þær gáfu frá sér. Íþróttir áttu hug þinn all- an það skipti í raun ekki hvaða íþrótt það var, þú hafðir alltaf gaman af því að horfa á og hafðir sögur að segja. Enn man ég eftir mér sem krakki og horfa á Ól- ympíuleikana, sennilega 1996, við sátum tveir á steypuklumpnum í sjónvarpsholinu á Kapló og vor- um orðnir þrælgóðir, jafnvel betri en dómararnir að sjá hvort langstökkið og þrístökkið var gilt eða ógilt vorum allavega sam- mála um að Carl Lewis átti gilt stökk sem leiddi til gullverðlauna í langstökki. Við sátum eitt sinn saman í um 4 klukkutíma, byrj- uðum á því að klára kaffið sem þú hafðir hellt upp á um morguninn, helltum upp á ferskan pott, til- efnið.. hjólreiðakeppni í Póllandi á Eurosport þér fannst landslag- ið svo fallegt sem hafði komið þér á óvart. Fótboltinn var samt í fyrsta sæti og við vorum mikið í sambandi yfir EM í sumar og gátum talað um Íslenska lands- liðið og gengi þeirra „fótboltinn er nú ekki flókin íþrótt“ var yf- irleitt svarið þitt. Þú hafðir mikið um hvítan búning Íslands að segja, hann var „djöfulli“ flottur, kannski var það bara því ég var klæddur í einn slíkan þegar við horfðum á leik með þeim saman. Þótti mér alltaf vænt um að fá símtal frá þér þegar allt var kom- ið í rugl í tækni málum og þú varst búin að ýta á einhverja takka og sjónvarpið komið á flakk, það tók um fjögur skipti þegar við loks ákváðum að skrifa niður hvað þyrfti til að þú fengir nú mynd í sjónvarpið aftur. Mér þykir erfiðast að hugsa til þess að kíkja ekki aftur í kaffi til þín ég hlakkaði til í hvert skipti. Ég reyndi að koma í það minnsta einu sinni í viku, og stóð nátt- úrlega ekki alveg við það, en ég hafði miklar áhyggjur af því að þú værir einmana eða leiddist eftir að amma dó, ég vildi að ég hefði spurt þig að því samt. Þú varst ekki bara afi minn, þú varst einn besti vinur minn. Mikið mun ég sakna þín. Takk fyrir komuna og sjáumst í næsta stríði. Ægir Már Jónsson. Elsku afi. Þú skilur eftir stórt gat í hjörtu margra og það er svo af- skaplega sárt að missa þig. Mér er svo minnisstætt þegar við systkinin og frændsystkinin komum í gistingu til þín og ömmu og það var labbað í Vest- urbæjarlaug í sund, setið í pott- inum og við hittum fólkið þitt þar sem heilsaði þér alltaf með nafni og bros á vor. Best var síðan gönguferðin heim þar sem stoppað var í Melabúðinni og við fengum öll Smámál. Þú áttir alltaf svo margar skemmtilegar sögur um æsku þína og einna helst fótboltann og það var svo gaman að hlusta og upplifa þessar minningar í gegn- um þig, það er skrýtið að hugsa til þess að þær verða ekki fleiri. Ég var ekki alveg tilbúin að missa þig strax og hefði svo mik- ið verið til í fleiri stundir saman því þú varst æðislegur afi, allt fram til síðasta dags og mér þyk- ir svo vænt um þig. Hvíldu í friði, elsku afi. Lilja Rut. Þeir sem þekktu afa kynntust án efa hvað honum fannst gaman að segja sögur. Hérna er smá brot af sögu sem hann sagði mér í sumar þegar við sátum og horfðum á EM. Það var einn sem var að keppa í fótbolta og svo er tíminn kom- inn og hann labbar til dómarans og segir: „Dómari, er ekki tíminn kominn?“ „Jújú,“ sagði dómar- inn, „ég ætla bara að sjá hvernig hornið fer.“ Og þá kvittuðu þeir! Þetta gerðist norður á Akur- eyri, bara svona gamanleikur, eða „friendly“ . „Jújú leikurinn er búinn“ – hann ætlaði bara svona hinkra og sjá hvernig hornið færi. Þessi er sannur. Ég spilaði þennan leik. Hvíldu í friði, elsku afi, þín verður sárt saknað. Diljá. Í dag kveðjum við Atla Helga- son sem um árabil þjálfaði yngri flokka KR í knattspyrnu og átti stóran þátt í framþróun knatt- spyrnunnar hjá KR sem og um allt land með knattleikninám- skeiðum KSÍ. Meðal margra flokka sem Atli þjálfaði var þriðji flokkur KR 1956 sem hann og Sigurgeir Guðmannsson gerðu með slíkum árangri að liðið vann alla leiki sumarsins með markatölunni 53-4. Enginn vafi er á því að Atli lagði grunninn að þessum ár- angri með natni og þrotlausum æfingum við að auka getu okkar til nákvæmra sendinga til sam- herja fremur en mótherja. Í framhaldi af þessu sigursæla sumri ákváðum við strákarnir að stofna félagsskap sem fékk nafn- ið KR-56. Markmiðið var að halda hópinn og minnast þessa skemmtilega sumars og óhugs- andi var annað en að Atli og Sig- urgeir yrðu hluti af hópnum. Ákveðið var að félagarnir kæmu saman einu sinni á ári, ræddu málefni knattspyrnunnar á hverjum tíma og þá sérstak- lega allt sem varðaði framgang okkar gamla góða félags, KR. Frá stofnun félagsins hittist þessi hópur árlega í 50 ár og skemmtu sér saman. Fyrstu árin var þetta strákaklúbbur en síðan með eiginkonum. Mikil sam- heldni hefur einkennt þennan hóp og öll höfum við haft ómælda ánægju af samverustundum okk- ar. Oftast voru fundir okkar haldnir í Reykjavík en einnig var farið í nokkrar ferðir innanlands og einu sinni til útlanda. Á öllum þessum samkomum var Atli létt- ur og kátur og naut samveru- stundanna með lærisveinum sín- um. Nú þegar komið er að leiðar- lokum fyllumst við öll þakklæti fyrir þær mörgu ánægjustundir sem við höfum átt saman í KR-56. Við munum ávallt minn- ast Atla sem ljúfs og góðs læri- föður sem lagði sitt af mörkum til að gera okkur að betri knatt- spyrnumönnum og KR að betra félagi. Við sendum fjölskyldu Atla hugheilar samúðarkveðjur. Fyrir hönd KR-56, Gunnar Felixson. Kveðja frá KR Í dag kveðjum við góðan KR- ing, Atla Helgason. Atli lék með meistaraflokki KR og varð Ís- landsmeistari með félaginu árið 1948. Atli byrjaði að þjálfa 19 ára gamall og þjálfaði hjá KR í ára- tugi og sótti m.a. þjálfaranám- skeið í Danmörku. Auk þess að þjálfa hjá KR þjálfaði hann einn- ig Víking og Aftureldingu. Atli tók þátt í því að stofna knatt- spyrnuskóla KR árið 1980 og ár- ið 1987 hlaut hann sérstaka við- urkenningu frá knattspyrnu- deild KR fyrir framúrskarandi störf í þágu félagins. Atli var frá- bær þjálfari og hafði einstakt lag á að umgangast unglinga. Hann var brosmildur, hjálp- og tillits- samur og bjó yfir sterkri sam- kennd. Hann hafði einstakt lag við að kenna og miðla áfram til ungra knattspyrnumanna. Atli lagði mikla áherslu á einfalda hluti sem sneru að tækni og knattleikni. Ég minnist þess þegar hann þjálfaði mig í gamla daga þá byrjuðu allar æfingar á grunnatriðinu, að taka á móti bolta, stoppa og senda innanfót- ar. Í viðtali í Morgunblaðinu árið 1981 segir Atli: „Það ber að leggja aðaláhersluna á tækni- sviðið. Knattleikni og mýkt. Það verður alltof fljótt of mikið um hörku í leikjum yngri flokkanna. En ef við náum ekki upp mýkt fyrr en við látum ungu drengina æfa alveg á grasi og leika þar líka.“ Atli markaði djúp spor í þjálfun knattspyrnumanna KR. Margar kynslóðir KR-inga nutu leiðsagnar hans og eru margir af þekktustu knattspyrnumönnum landsins meðal þeirra, knatt- spyrnukappar eins og Þórólfur Beck, Sveinn Jónsson, Ellert B. Schram, Rúnar Kristinsson, Þormóður Egilsson, Heimir Guðjónsson o.m.fl. Árið 1989 fól Knattspyrnusamband Íslands Atla að efla knatttækni drengja og stúlkna en knattspyrnusam- bandið hafði áhyggjur af því að félögin legðu minni áherslu á knattspyrnukennslu en meiri áherslu á keppni. Þetta sýnir hversu mikillar virðingu Atli naut innan íslenskrar knatt- spyrnuhreyfingar. Atli var mjög sigursæll þjálfari, þekkt er margra ára samstarf hans og Sigurgeirs Guðmannssonar. Atli þjálfaði einn sigursælasta ár- gang KR fyrr og síðar en hann gerði ’69 og ’70 árganginn að Ís- lands- , Reykjavíkur- og haust- meisturum í fjórða og fimmta flokki. Árangur fjórða flokks var einstakur, en liðið lék samtals 27 leiki, sigraði 25, gerði eitt jafn- tefli og tapaði einum leik. Atli hélt alltaf tryggð við sitt gamla félag. Eftir að ég tók við formennsku í KR hitti ég Atla oft í KR-heimilinu. Hann var dug- legur að mæta í kaffi niður á KR ásamt öðrum góðum KR-ingum. Það var alltaf gaman að spjalla við Atla, hann var alltaf tilbúinn að gefa manni góð ráð og maður fann ástríðu hans fyrir gamla fé- laginu sínu. Við KR-ingar minn- umst Atla með miklu þakklæti fyrir allt sem hann gerði fyrir gamla góða KR og þökkum hon- um samfylgdina í gegnum tíðina. KR-ingar senda börnum Atla og öðrum ættingjum innilegar sam- úðarkveðjur. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR. Minning Atla Helgasonar og arfleifð hans í knattspyrnunni mun lifa á meðal lærisveina hans. Hann var einstakur kennari og var afar natinn við að kenna hverjum einstaklingi undur knattspyrnunnar. Margar eftir- minnilegar stundir lifa enn í minningunni hjá okkur sem æfð- um og lékum undir stjórn hans og hægri handar hans, Sigurðar Ægis Jónssonar árið 1987. Ferð- in til Asnæs í Danmörku stendur upp úr þar sem við sigruðum Odsherred Cup. Þetta sama ár féll Ægir frá og Atli hætti að þjálfa. Við í árgöngum 1973 og 1974 í KR vottum aðstandendum Atla Helgasonar innilega samúð okkar. Fyrir hönd árganga 1973 og 1974 í KR, Ívar Örn Reynisson. Með Atla Helgasyni er fallinn frá einstakur maður. Okkar fyrstu kynni af Atla eru úr Frostaskjólinu, þar sem Atli varði ófáum stundum um ævina. Við vorum þá að stíga okkar fyrstu skref á knattspyrnuvellin- um og Atli fékk það verðuga verkefni að kenna okkur undir- stöðuatriðin. Afraksturinn varð annar og meiri en okkur óraði fyrir. Atli hafði allt til að bera sem einkennir góðan þjálfara. Hann bjó yfir mikilli kunnáttu og reynslu og hafði einlægan áhuga á að miðla þessari þekkingu til ungra iðkenda. Atli hafði ein- stakt lag á að ná til allra, jafnt þeirra efnilegu sem hinna sem voru styttra komnir. Hann kenndi okkur aga og virðingu fyrir leiknum, félaginu og bún- ingnum. Menn pússuðu takkas- kóna sína fyrir leik, að öðrum kosti mættu menn sætta sig við bekkjarsetu. Á löngum og far- sælum ferli skilaði Atli einhverj- um sigursælustu yngri flokkum sem nokkurt íslenskt félagslið hefur státað af. Við fengum að njóta starfs- krafta Atla í mörg ár, nutum ótrúlegrar velgengni og áttum með honum frábærar stundir innan sem utan vallar. Fyrir það erum við gríðarlega þakklátir. Við eignuðumst hins vegar ekki einungis þjálfara heldur góðan vin. Atli varð lærifaðir okkar á fleiri sviðum en knattspyrnu og hélt tengslum við okkur fram á síðasta dag. Hann kom því til leiðar, ásamt vini sínum Sigurði Ægi Jónssyni, heitnum, þegar við vorum á unglingsárunum að stofnað var félag leikmanna KR sem fæddir voru 1969 og 1970. Skrifaðar voru samþykktir og markmið sett um árlega fundi, hvað sem á gengi. Hann vildi með þessu tryggja að við héldum hóp- inn þótt leiðir kynni að skilja í fótboltanum. Við höfðum ekki aldur eða þroska til að bera á þessum tíma til að skilja hversu verðmætt þetta framtak þeirra Atla og Ægis var. Við kunnum hins veg- ar svo sannarlega að meta það í dag, rúmlega 30 árum síðar. Þessir strákar, sem Atli átti svo stóran þátt í að móta, bæði sem einstaklinga og knattspyrnu- menn, eru án efa samheldnari í dag en þegar til félagsskaparins var stofnað. Atli hefur alla tíð verið virkur þátttakandi í starf- semi félagsins og ljóst að hans verður sárt saknað. Við þökkum Atla allt sem hann gaf okkur og vottum aðstandend- um hans okkar innilegustu sam- úð. Minningin um frábæran þjálfara og einstakan félaga lifir. Fyrir hönd félaga í KR ’69 og ’70, Hörður Felix Harðarson, Þorsteinn Guðjónsson, Guðni Hrafn Grétarsson. Atli Helgason HINSTA KVEÐJA ég kíkti í sund um kl. 10 laugin var tóm líka hjartað mitt við gleymdum kannski að fá okkur kebab en kaffisögunum þínum gleymi ég ekki takk fyrir farið ég elska þig afi Gréta Þorkelsdóttir. • Skattaleg ráðgjöf • Skattauppgjör dánarbús og erfingja • Erfðafjárskýrslugerð • Önnur þjónusta Spekt ehf. • S. 587 7600 • Borgartúni 3 jon@spekt.is • petur@spekt.is Þjónusta við dánarbússkipti Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR KRISTINN JÚLÍUSSON, Kópavogsbraut 1b, áður búsettur í Hófgerði 13, Kópavogi, andaðist á Landakoti 4. september 2016. Útförin verður miðvikudaginn 14. september klukkan 13 frá Kópavogskirkju. . Þórdís Helga Guðmundsdóttir, Birgir Þórðarson, Unnur María Ólafsdóttir, Leifur Ottó Þórðarson, Gróa Jónsdóttir, Júlíus Þórðarson, Katrín Níelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.