Morgunblaðið - 07.09.2016, Side 23

Morgunblaðið - 07.09.2016, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 ✝ Halla fæddist íHaukadal, Dýrafirði, 18. apríl 1931. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Ísafold í Garðabæ 29. ágúst 2016. Foreldrar henn- ar voru Jón Krist- inn Elíasson, f. 1894, d. 1945, og Daðína Matthildur Guðjónsdóttir, f. 1903, d. 1999. Systkini Höllu eru Elsa, f. 1927, Jóhannes, f. 1928, Baldur, f. 1932, d. 1982, og Lára, f. 1938. Halla giftist Guðmundi Rós- enkranz Einarssyni, f. 26. nóv. 1925, d. 16. sept. 2014, hinn 11. maí 1949. Börn þeirra eru: 1) Matthild- ur Rósenkranz, f. 1949, synir hennar G. Orri Rósenkranz og Sindri Rósenkranz. 2) Elín Birna, f. 1952, börn hennar Halla Rósenkranz, Stella Rósenkranz og Arnar Rósen- kranz 3) Trausti Þór, f. 1953, kvænt- ur Önnu Sigríði Markúsdóttur, dæt- ur þeirra Inga Kar- en og Sara Dögg Rósenkranz. Barnabarnabörnin eru í dag átta tals- ins. Halla bjó ásamt foreldrum sínum í Haukadalnum til ársins 1945 er Daðína, móðir hennar, fluttist til Reykjavíkur með barnahópinn eftir fráfall eigin- mannsins. Halla varði starfsævi sinni við verslunarstörf og starfaði lengst af hjá versluninni Bern- harð Laxdal á Laugavegi. Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, í dag, 7. september 2016, kl. 13. Engin lífsreynsla líkist móð- urmissinum, er maður missir mömmuna, sem eins og lím batt alla meðlimi fjölskyldu böndum sem halda endalaust. Mömmu sem kenndi okkur svo ótal margt, og hugsaði framar öllum um velferð okkar og heilbrigði. Mömmu sem var fyrst af öllum til að styðja okkur í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, mömmu sem var alltaf til staðar á alls konar stundum í lífinu, bæði gleði- sem og sorgarstund- um. Mömmu sem var besta amma barnanna okkar sem hugsast gat. Mömmu sem hafði gleðina og Pollýönnuleikinn með sér alla leið fram í andlátið. Mömmu sem við elskum, sökn- um og kveðjum með djúpri ást, virðingu og þakklæti fyrir allt og allt Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Matthildur, Birna og Trausti Þór. Hádegissólin skein á heiðskír- um himni þegar þú kvaddir þennan heim, umvafin ást og þínum nánustu. Þakklæti mitt til þín er ómælanlegt. Þó stendur ávallt upp úr þegar ég lít yfir all- ar þær góðu stundir sem við átt- um hversu þakklátur ég er fyrir tímann, umhyggjuna, heilræðin og þolinmæðina sem þú gafst af þér helgi eftir helgi í Grýtubakk- anum á æskuárum mínum. Allt gert til að senda mig með sem best veganesti út í lífið og gera mig að mannsæmandi manni, þetta er eitthvað sem ég mun búa að alla ævi og deila án efa með afkomendum mínum. Ég leyfi mér samt sem áður að brosa í sorginni þar sem þú get- ur nú loksins látið hugann reika um minningar og mannfólk hömlulaust og rifjað upp allt sem þú kærir þig um, laus úr greip- um illvígs sjúkdóms. Ég stend við það sem ég hvíslaði að þér, ég lofa þér því. Við ræðum svo hvernig þetta gekk, ég, þú og afi, þegar sá tími kemur. En þangað til, ást, friður og endalaust þakk- læti. G. Orri Rósenkranz. Það er stundum sagt að maður velji sér foreldra áður en í jarð- vistina er komið. Það vita það all- ir sem móður mína þekkja að þar hef ég greinilega vandað valið en ég er nokkuð viss um að ég hef ekki síður verið að velja mér ömmu og afa. Af þessu dásam- lega þríeyki var ég umvafin ást og umhyggju allt frá fyrstu stundu. Nú, 42 árum síðar, kveð ég elsku ömmu mína og er full þakklætis. Elsku amma mín, takk fyrir kærleikann, góð- mennskuna og hlýjuna. Takk fyrir að taka svona ríkulegan þátt í barnæsku minni og upp- eldi. Takk fyrir að hætta að vinna svo að mamma gæti klárað námið sitt. Takk fyrir öll ferða- lögin okkar og sundferðirnar. Takk fyrir kósýstundirnar í Grýtó. Takk fyrir allan ísinn. Takk fyrir hvatninguna og takk fyrir að hafa endalausa trú á mér. Mér fannst vont að horfa upp á þig svona veika en á sama tíma var ég svo stolt af þér hvernig þú fórst í gegnum veikindin. Þú stóðst alltaf teinrétt með gleðina að vopni. Þú varst líka alltaf glæsilegasta amman. Alltaf svo vel til höfð og sæt og fín. Nú ertu komin til afa. Það hafa, án nokkurs vafa, verið miklir fagnaðarfundir. Minning þín lifir, elsku amma mín. Við kveðjum þig, elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minningaljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu, góði guð, í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo, amma, sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Þín, Halla Rós. Elsku Halla móðursystir hef- ur kvatt. Hún er laus úr viðjum gleymskuveikinnar eins og hún kallaði sjúkdóminn sinn sjálf. Hún er komin í faðm Mumma síns í himnaríki og annarra geng- inna fjölskylduengla. Ég sé fyrir mér kærleiksríka endurfundi í bland við hlátrasköll og glens í anda stórfjölskyldunnar. Þegar kemur að kveðjustund er kær- leikur mér efst í huga og þakk- læti fyrir hlýjar minningar. Halla frænka var gull af manni. Einstaklega falleg kona með mikla útgeislun. Ég man svo vel eftir bæjarferðum með mömmu í gamla daga. Það voru yndislegar samverustundir og sérstaklega ef þær enduðu í Bernharð Laxdal í Kjörgarði en þar starfaði Halla frænka í mörg ár. Það var gaman að fara með rúllustiganum upp í verslunina og sjá svo fallegu frænku bak við afgreiðsluborðið eða að sinna við- skiptavinum við mátun. Alltaf kom hún brosandi á móti okkur með faðminn útbreiddan. Mér fannst ég eitthvað svo merkileg manneskja í návist hennar. Halla og Mummi eignuðust fyrsta barnabarn sitt í byrjun árs 1974. Það sumar hlotnaðist mér sá heiður að sækja Gullmolann þeirra á vöggustofuna í Bakka- borg og fara með heim í Grýtu- bakkann. Þetta sumar var ég að- eins 11 ára gömul. Stoltið og hamingjan með þetta dásamlega verkefni líður mér seint úr minni. Ég var með annan fótinn í Grýtu- bakkanum hjá frændfólki mínu fyrstu ár Höllu Rósar. Djúpstæð tengsl sköpuðust og ég á svo ótal margar og ljúfar minningar frá þessum tíma. Höllu frænku tókst alltaf að láta mér líða eins og ég væri besta stúlkan í öllum heim- inum. Mér fannst svo notalegt að geta létt aðeins undir með frænku. Meðan fallega Rósin tók fegurðarblundinn sinn snurfus- aði ég stundum á heimilinu. Fyr- ir það fékk ég mikið þakklæti og knús frá frænku. Hún gaf sér alltaf tíma eftir langan vinnudag til að setjast niður með kaffibolla og spjalla við mig um alla heima og geima. Dýrmætt fyrir óharðn- aðan ungling að finna slíkan áhuga og umhyggju. Mér þótti afar vænt um Höllu frænku, hún var einstök manneskja. Það er sárt að missa móður sína, elsku Lóló, Birna og Trausti. Ég er sannfærð um að nú skottast hún um með honum pabba ykkar í hæstu hæðum, fallega klædd og geislandi eins og hún var alla tíð. Guð blessi og varðveiti minn- ingu elsku Höllu frænku. Minn- ingin fallega lifir. Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. (Oddný Kristjánsdóttir í Ferj- unesi) Metta frænka. Það er mér ögn skrítið, kom- inn á áttræðisaldur, að skrifa kveðjuorð til hennar sem gætti mín í vöggu. Svona er það nú samt. Mér var sagt að hún Halla hefði gætt mín að minnsta kosti sumarlangt þegar ég var á fyrsta árinu. Frænka mín var hún; við áttum sömu langömmu, kjarna- konuna Guðbjörgu á Arnarnúpi í Keldudal, Bjarnadóttur. Þá átti Halla heima í Haukadal við Dýrafjörð, í stórum frændgarði okkar þar. Þröngt var í dalnum um ungt og dugandi fólk. Fjöl- skylda Höllu flutti suður – eins og fleiri á þeim á þeim árum. Erfiðleikar höfðu einnig steðjað að; fjölskyldufaðirinn féll frá á besta aldri. Tengslin rofnuðu. Leiðir lágu vart saman úr því né skárust. Hver vann að sínu og lifði sínum eins og fara gerir. Að- eins óljósar spurnir af frændfólk- inu í straumi áranna. Og nú er komið að leiðaskilum. Það er því vonum seinna sem ég þakka Höllu, langfrænku minni, fyrir sumarfóstrið fyrir meira en sjö- tíu árum – hún þá unglingurinn en ég ómálga barn í vöggu – svo foreldrar mínir gátu gefið sig heila og óskipta að heyskap og öðrum búverkum. Mitt fólk á Kirkjubóli minntist starfsstunda Höllu ávallt með hlýju. Fjöl- skyldu hennar sendi ég enn- fremur samúðar- og kærleik- skveðju. Bjarni Guðmundsson. Mætar eru minningar okkar, sem senn erum komin á leiðar- enda í síðasta áfanga jarðvist- arinnar. Og margt er það sem leitar á hugann, þegar við þurf- um að sjá á bak gamla fólkinu, þótt allt sé það að vísu liðið hjá og troðið undir hjólbörðum nýja tímans. Halla hans Mumma föður- bróður míns dó þann 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Daðína Matthildur Guðjónsdótt- ir saumakona og Jón Kristinn Elíasson, sjómaður og trésmið- ur. Þau áttu heima á Sæbóli í Haukadal, bæ Þorgríms goða í Gísla sögu Súrssonar. Daðína var dóttir hjónanna Elínborgar Guðmundsdóttur og Guðjóns Þorgeirssonar, bónda á Arnarnúpi í Keldudal í Dýra- firði, og konu hans, Elínborgar Guðjónsdóttur; var Daðína í móðurætt komin af síra Torfa í Gaulverjabæ. Guðjón, faðir Daðínu, var sonur Þorgeirs Ei- ríkssonar, húsmanns á Hrafns- eyri og konu hans, Bjarneyjar Kristínar Jónsdóttur. Kristinn Elíasson, faðir Höllu, var sonur Guðbjargar Jónsdótt- ur og Elíasar Péturssonar, bónda á Baulhúsum í Arnarfirði Péturssonar, sem bæði voru Arnfirðingar að ætt og uppruna. Þau Daðína eignuðust fimm börn og var Halla hið þriðja í röðinni. Kristinn var bókhneigður mannkostamaður. Hann andað- ist á sóttarsæng hinn 9. ágúst 1945 á 51. aldursári sínu og var jarðsunginn frá Þingeyrar- kirkju. Stóð Daðína þá uppi ekkja á fertugasta og öðru aldursári með börnin 18, 17, 14, 13 og 7 ára. Mánuði síðar flutti hún til Reykjavíkur og kom með fádæma dugnaði og reglusemi börnunum öllum til manns. Hinn 11. maí 1949 gekk Halla að eiga föðurbróður minn, Guð- mund Rósenkranz Einarsson, hljómlistarmann af Presta- Högna ætt. Foreldrar hans voru hjónin Ingveldur Jónína Rósa- munda Björnsdóttir Rósenkr- anz, kjólameistari af Bergsætt, og Einar Jórmann Jónsson, hár- skerameistari og tónlistarmaður af Járngerðarstaðaætt. Þau Halla og Mummi voru alla tíð samrýnd, fjölskyldufólk og ynd- islegir foreldrar. Vart gat skemmtilegri frænda en Mumma. Hann var barnelskur, snillingur að um- gangast börn, leika við þau, gleðja þau og gera þeim stund- ina ógleymanlega. Enginn endir var á því, hve hann var hug- kvæmur, þegar því var að skipta að hafa ofan af fyrir krökkum; það lá opið fyrir honum að velta upp nýjum flötum til þess að kæta börnin. Og þegar þau héldu, að nú hlyti uppsprettu- lind ærslanna að vera þurrausin, þá fann hann enn upp á nýju spaugi. Halla var afbragðskona að manngæðum og þrautseigju, vel greind og gerð. Vann í kjólabúð Laxdals við Laugaveg og setti sinn fallega svip á verslunina með hlýlegu viðmóti. Alltaf var gaman að koma á heimili þeirra Mumma; þau samhent í gest- risninni, hvort heldur var í Mávahlíðinni, á Hverfisgötunni, Laugaveginum eða Grýtubakk- anum; síðast áttu þau heima við Hrísmýri í Garðabæ, – og mátu jafnan mikils gestakomur. Gerði enginn upp á milli góðsemi þeirra. Húsfreyjan hlý og hugs- unarsöm, vann öllum góðan beina, og bæði ávallt glöð og reif, svo að aldrei skorti ánægju- samleg umræðuefni. Guð blessi minningu þeirra. Gunnar Björnsson, pastor emeritus. Halla Kristinsdóttir HIINSTA KVEÐJA Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir, vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan, hjartasláttinn, rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður, kyssa blómið, hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Kæra frænka okkar, sofðu rótt. Unnur Einarsdóttir, Helgi og Atli Jóhannessynir. Þær voru blendnar til- finningarnar sem börðust mér í brjósti stundina sem þú kvaddir okkur. Hjartað fylltist sorg en tilfinningar eins og gleði og þakklæti yfirgnæfa þó sorgina í þessu tilfelli, ástæðan er einföld, þú vannst leikinn. Gleðin sem fylgdi þér og einkenndi þig er einstök og mun ég alla tíð nýta hana sem leiðarvísi í gegnum lífsins raunir. Takk fyrir allan þann kærleika og þá gleði sem þú hefur veitt mér og stelpunum mínum, elsku amma, þín verður sárt saknað. Sindri Rósenkranz Sævarsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir, bróðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR PÁLSSON ROFF, lést á Landspítalanum Fossvogi 3. sept- ember síðastliðinn. Jarðarför auglýst síðar. . Ásthildur Brynjólfsdóttir Roff, Steinunn Ásta Roff, Daniel B. Nater, María Alva Roff, systkini, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÍVAR H. FRIÐÞJÓFSSON, Klapparhlíð 5, Mosfellsbæ, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 3. september. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 19. september klukkan 11. . Guðlaug Helgadóttir, Lilja Ívarsdóttir, Lóa Mjöll og María Sól Kristjánsdætur, Inga Ívarsdóttir og Björn Jóhannsson, Ívar Örn, Snorri, Finnur og Björn Ingi Björnssynir. Elskuleg frænka mín, JÓHANNA GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Þórarinsstöðum, lést á dvalarheimilinu Blesastöðum 1. september. Útförin fer fram frá Hrunakirkju föstudaginn 9. september klukkan 14. Fyrir hönd vandamanna, . Steinunn Þorsteinsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR S. MAGNÚSSON læknir, Kleifarvegi 8, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans síðastliðinn þriðjudagsmorgun. . Börn hins látna, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.