Morgunblaðið - 07.09.2016, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.09.2016, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 ✝ Steinþór Bald-ursson fæddist í Reykjavík 8. júlí 1966. Hann lést á líknardeild LSH 28. ágúst 2016 eftir erf- iða sjúkdómslegu. Steinþór var son- ur hjónanna Arndís- ar Ármann Stein- þórsdóttur, f. 10. september 1946, hagfræðings og fyrrverandi skrifstofustjóra í sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneyti, og Baldurs Þórs Baldvinssonar, f. 19. júní 1941, byggingameistara og fyrrver- andi formanns Meistarafélags húsasmiða. Þau skildu. Systir Steinþórs er Unnur Baldurs- dóttir, f. 26. október 1969, leik- skólakennari. Steinþór kvæntist Claire Bil- ton, f. 6. september 1969, silfur- smið og hönnuði frá Gloucester í Englandi. Foreldrar hennar eru Barbara, f. 1944, og David Bilton, f. 1941. Bróðir Claire er Nigel Bilton, f. 1972, hagfræðingur. Börn Steinþórs og Claire eru Bríet, f. 5. desember 1999, nemi í MR, Felix, f. 24. október 2001, var einn skákdómara á Ólympíu- skákmótinu í Tromsö 2014 og á Evrópumóti landsliða í Laugar- dalshöllinni 2015. Hans síðasta skákstjóraverkefni var dóm- gæsla á Íslandsmótinu á Seltjarn- arnesi í júní síðastliðnum. Eftir útskrift frá USC starfaði Stein- þór hjá japanska fjárfestingar- félaginu Wells Fargo Nikko Investment Advisors in San Francisco. Hann flutti heim til Ís- lands 1995 og hóf þá störf á ís- lenskum fjármálamarkaði, fyrst hjá Íslandsbanka, varð fram- kvæmdastjóri hjá Frjálsa fjár- festingabankanum 1996 en lengst starfaði hann sem for- stöðumaður í Landsbankanum frá 2001. Árið 2009 varð hann framkvæmdastjóri Vestía, eign- arhaldsfélags NBI. Hann stofn- aði 2011 eigið ráðgjafafyrirtæki, ODIX. Hann hóf störf sem fram- kvæmdastjóri hjá Virðingu í árs- byrjun 2014 og þar starfaði hann uns hann lét af störfum vegna veikinda í ársbyrjun 2016. Stein- þór sat í stjórnum fjölda fyrir- tækja, bæði innlendra og erlendra, ýmist sem stjórnarfor- maður eða stjórnarmaður. Má þar nefna Icelandic Group, Húsa- smiðjuna, Teymi, Tal hf., 365 miðla og við andlát hans var hann stjórnarformaður Lyfju hf. Útför Steinþórs fer fram frá Digraneskirkju í dag, 7. sept- ember 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. nemi í Álfhólsskóla og Lotta, f. 17. des- ember 2006, nemi í Álfhólsskóla. Stein- þór lauk stúdents- prófi frá MR 1987, BSc-gráðu í tölv- unarfræði frá HÍ 1991 og MBA-gráðu með sérstakri áherslu á fjármál fyrirtækja frá Uni- versity of Southern California, Los Angeles, árið 1993. Steinþór spilaði í mörg ár á saxófón í Skólahljómsveit Árbæj- ar og Breiðholts. Hann spilaði handbolta með ÍR og var hand- boltadómari á vegum félagsins. Steinþór sat í stjórn handknatt- leiksdeildar ÍR sem og í aðal- stjórn ÍR um árabil. Steinþór lauk einkaflugmannsprófi 1994. Hann var einn af stofnendum Flugfélagsins Geirfugls 1997 og sat í mörg ár í stjórn félagsins. Steinþór sat í stjórn Skák- sambands Íslands frá árinu 2011 og í stjórn Skákfélagsins Hugins, áður Hellis, um langt árabil. Hann var í hópi öflugustu skák- dómara landsins og hafði al- þjóðleg dómararéttindi. Hann Margs er að minnast þegar ég fer yfir árin okkar systkinanna saman. Ýmislegt gekk á í uppvext- inum eins og gengur og gerist milli systkina. Hins vegar gat ég alltaf stólað á að stóri bróðir minn pass- aði vel upp á litlu systur sína. Við vorum svo heppin að alast upp í barnmörgu hverfi. Um hver áramót var safnað í áramótabrenn- ur sem haldnar voru í móanum fyr- ir ofan blokkirnar. Mikil keppni var ár hvert á milli barnanna í hverfinu um hver væri með stærstu og flott- ustu brennuna. Safnararnir lögðu mikið á sig til að eiga þá stærstu. Jafnvel kom fyrir að „hrekkjalóm- ar“ sem söfnuðu í aðrar brennur sáu ástæðu til að minnka sam- keppnina með því að kveikja í brennu hættulegasta keppinautar- ins. Þá var safnað aftur af enn meiri krafti. Oftar en ekki var Leirubakkabrennan okkar stærst. Enda voru strákarnir búnir að leggja mikið á sig við undirbúning- inn til þess að brennan yrði hin glæsilegasta. Við vorum bæði í Skólalúðra- sveit Árbæjar og Breiðholts. Bróð- ir minn var í eldri deild og spilaði á saxófón en ég var í yngri deildinni. Margar skemmtilegar minningar á ég úr öllum þeim fjölmörgu ferðum sem við fórum saman með lúðra- sveitinni bæði innanlands og utan. Ég man sérstaklega eftir ferðinni okkar til Noregs. Við gistum í íþróttahúsi inni á æfingasvæði fyr- ir norska hermenn og kynntumst því lítillega framandi lífi í herbúð- um. Þegar Steini komst á unglings- árin er ekki hægt að segja að tón- listarsmekkur okkar færi saman. Ég vildi hlusta á Rokklingana en hann var kominn með aðeins þroskaðri tónlistarsmekk. Þar sem eini plötuspilarinn á heimilinu var í stofunni þurfti að hækka vel í græj- unum til þess að tónlistin heyrðist nú sæmilega inn í herbergið hans. Til að ekki yrðu árekstrar um plötuspilarann kenndi hann mér að hlusta á og meta tónlist AC/DC og Iron Maiden. Mér er mjög minnisstætt þegar hann réð sig sem messagutta á Bakkafoss eitt sumar og sigldi til Bandaríkjanna. Að sjálfsögðu kom hann færandi hendi úr hverjum túr og gaf mér meðal annars kassa af kóki í dós sem þótti flott að eiga og var ekki á boðstólum á Íslandi á þessum tíma. Flugið átti hug hans alveg frá fyrstu tíð. Hann náði sér í einka- flugmannsréttindi og aðgang að flugvélum. Við nutum góðs af þeim réttindum hans bæði hér og er- lendis. Mér er sérstaklega minn- isstæð ein flugferð þegar hann flaug frá Reykjavík til Hornafjarð- ar til að sækja mig og son minn þegar við þurftum að komast til Reykjavíkur. Sú flugferð var æv- intýri líkust. Við flugum yfir landið í frábæru björtu veðri og skoðuð- um það frá öðru sjónarhorni en vanalega. Ég gæti haldið endalaust áfram að rifja upp minningar. Hann var veislustjóri í brúðkaupinu mínu og gerði veisluna létta og skemmti- lega með kímni sinni og gleði, ár- legar fjölskylduferðir okkar í sum- arbústaði og svo framvegis. Ég er heppin að hafa átt bróður eins og hann. Milli okkar var náið sam- band og kærleikur. Elsku Claire, Bríet, Felix, Lotta, mamma og pabbi, við höfum misst mikið en minning um ynd- islegan dreng lifir í hjörtum okkar. Unnur Baldursdóttir. Frábær félagi og góður vinur, Steinþór Baldursson, er fallinn frá eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hópurinn sem þetta ritar hefur gengið undir nafninu „Tyrkjahóp- urinn“ og er þar vísað til enska orðsins turkey eða kalkúnn á ís- lensku. Upphaf þessarar vináttu má rekja til borgar englanna í byrj- un tíunda áratugar seinustu aldar þegar við vorum að hefja þar nám. Vináttan spannar því hartnær 26 ár. Við vorum fljót að tileinka okk- ur amerískar hefðir. Eitt af því var að halda þakkargjörðadaginn há- tíðlegan, þ.e. kalkún með öllu. Okk- ur er það minnisstætt, þegar í eitt skiptið hafði „gleymst“ að kaupa kalkún. Steini kunni ráð við því. Það var keyptur frosinn „kalli“. Steini skellti sér í sturtu með fugl- inn og við tók snögg þíðing. Það var einróma álit okkar að við hefðum aldrei bragðað eins safaríkan kal- kún. Þetta var einkennandi fyrir Steina. Í hans augum var ekkert vandamál svo flókið að ekki væri til lausn á því. Hann var maður fram- kvæmda og fylginn sér. Að loknu námi í Los Angeles starfaði hann um tíma í San Francisco og þar kynntist hann Claire sinni. Þegar þau komu heim settu þau sig niður í Kópavoginum og hafa búið þar allar götur síðan. Núna síðast í Hlíðarhjallanum þar sem þau bjuggu sér hlýlegt og fallegt heim- ili ásamt börnunum sínum þrem. Eftir að heim var komið hélt hópurinn áfram að hittast við alls kyns tækifæri en alltaf var þakkar- gjörðardagurinn okkar aðalhátíð. Dagurinn var þá tekinn snemma og notið þess að vera saman. Eftir að börnin komu til sögunnar hafa þau tekið þátt í þessu með okkur. Steini var mikill matgæðingur, grillmeistari, sósusnillingur og bjórunnandi. Sósan með „kallanum“ var aldr- ei tilbúin fyrr en Steini var búinn að smakka hana vel til. Hamborg- ararnir hans voru kapítuli út af fyrir sig. Þar var ekkert til sparað. Það voru hakkaðar niður rib eye- steikur eða nautalundir, blandað með beikoni og allskonar góðmeti og auðvitað bjór á kantinum. Hann hefði eflaust getað fundið sér frama í matreiðslugeiranum en hins vegar valdi hann sér veg við- skiptanna sem hann sinnti af mik- illi alúð og natni. Hann var iðinn við að ræða það sem var að gerast á mörkuðunum, skiptast á skoðun- um og leita að lausnum og tæki- færum í flækjum hversdagsins. Hann var mikill pælari og hafði gaman af alls konar heilabrotum. Hann var mikill skákunnandi og þar fundu þeir feðgar, Steini og Felix, sér sameiginlegt áhugamál. Verkefnin sem okkur er úthlut- að á lífsleiðinni eru miserfið. Það er ekki nema rétt um mánuður síð- an okkur var boðið í fimmtugsaf- mæli hjá Steina sem hann hélt með glæsibrag með hjálp fjölskyldu og vina. Að sjálfsögðu voru þar í boði „Steina“-borgarar með öllu og kaldur á kantinum. Við sáum að þá var talsvert af honum dregið. Við áttum þó ekki von á því að enda- taflið yrði svona stutt. Að leiðarlokum þökkum við góða vináttu og ógleymanlegar samverustundir. Elsku Claire, Bríet, Felix, Lotta og fjölskylda. Ykkar missir er mestur. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Tyrkjahópurinn, Bjarni og Guðbjörg, Einar og Ása, Sigurður og Berglind, Stefán og Hrefna, Steinþór og Elín. Í dag kveð ég minn kæra vin, Steinþór, sem háði stutta og snarpa baráttu við illvígan sjúk- dóm. „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag,“ segir í kvæði Tómasar Guðmundssonar og átti það vel við um samfylgd okkar Steinþórs. Saman ferðuðumst við um allan heim vegna starfa okkar. Steinþór var einstaklega skemmtilegur ferðafélagi. Á ferðum okkar mynd- aðist djúp vinátta og til urðu dýr- mætar minningar sem við höfum oft rifjað upp í gegnum árin og sér- staklega núna, síðustu vikurnar þar sem hann dvaldist á líknar- deild. Steinþór var einstaklega vand- aður maður. Hann var drífandi, ákveðinn og fastur fyrir en um leið hrifnæmur, hjartahlýr og nærgæt- inn. Steinþór hafði alveg einstak- lega gaman af lífinu og lagði mikið upp úr því að öllum í kringum hann liði vel. Þau sem unnu með Stein- þóri fundu vel fyrir þessu. Auk þess að fá góðan samstarfsmann fengu þau líka traustan og góðan vin sem stóð með þeim og var annt um þeirra hag. Steinþór var mikill fjölskyldu- maður. Hann gat alltaf tekið sér pásu, sama hversu mikið var að gera hverju sinni, sest niður og rætt mál sem snéru að fjölskyldu- lífinu. Hann sá ekki sólina fyrir fjölskyldu sinni og ég mun alltaf minnast þess hvernig lifnaði alveg sérstaklega yfir honum þegar börnin hans þrjú eða Claire bar á góma. Ég kveð góðan dreng fullur þakklætis fyrir samfylgdina. Claire og börnum hans þremur, þeim Bríeti, Felix og Lottu, Unni systur hans og foreldrum, Arndísi og Baldri, vottum við Lára Björg samúð okkar og biðjum góðan Guð að styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Tryggvi Tryggvason. Í dag fylgjum við vini okkar, Steinþóri Baldurssyni, til grafar. Það er sorg í hjörtum okkar en um leið erum við þakklátir fyrir þau ár sem við áttum saman, endalausar minningar sem við vinirnir eigum og munu lifa með okkur alla tíð. Þannig verður Steini með okkur í framtíðinni. Við strákarnir í 6́6 ár- ganginum, „smíðaklúbbnum“ höf- um farið í gegnum lífið með Steina allt frá því að við vorum litlir strák- ar í grunnskóla til dagsins í dag. Við þekktum hann vel og viss- um hvaða mann hann hafði að geyma. Hann var samkvæmur sjálfum sér, traustur og trúr, uppátækjasamur, ævintýragjarn, stríðinn, staðfastur, metnaðar- gjarn, fyndinn og þegar kom að vitsmunum var hann skarpasti hnífurinn í skúffunni. Maður fór ekki í rökræður við Steina illa undirbúinn því hann hafði alltaf svör. Í 6. bekk grunnskólans var Steini farinn að rökræða við stærðfræðikennarann sinn og gaf ekkert eftir. Steini var hjálpsamur og ótal sinnum var hann maðurinn sem hringt var í til að fá ráðleggingar. Hann sagði sína meiningu á skýr- an hátt og var sanngjarn. Við höf- um verið með Steina í veiðiferðum, íþróttum, skólum, ferðalögum og hvar sem er í lífinu. Þegar við ætl- um að draga upp mynd af vini okk- ar til að minnast hans eftir allan þennan tíma verður málið flókið. Hann hafði svo víða komið við í sínu lífi. Inn í líf okkar strákanna hafði Steini komið svo oft, á mis- jöfnum tímum og við misjafnar að- stæður. Elsku Steini. Þegar fréttin af andláti þínu barst hittumst við strákarnir og áttum kvöldstund saman til að minnast þín. Þrátt fyrir sorgina og eftirsjá að góðum vini okkar gátum við líka leyft okk- ur að skella upp úr af hlátri þegar við sögðum sögurnar sem þú áttir með okkur. Þú varst okkur mik- ilvægur og verður um ókomna tíð. Þú stóðst þig vel, karl. Hvíldu í friði. Blessuð sé minn- ing þín. Elsku Clarie, Bríet, Felix, Lotta, Arndís, Baldur og Unnur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Magnús, Gylfi, Haraldur, Þorsteinn, Frosti, Gunn- laugur, Erlendur, Vigfús, Hrafn, Matthías, Runólfur, Ólafur og Haukur. Steinþór Baldursson  Fleiri minningargreinar um Steinþór Baldursson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg dóttir, systir, móðir, tengdamóðir og amma okkar, ÞORBJÖRG HALLDÓRA GUNNARSDÓTTIR, andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans mánudaginn 29. ágúst. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju fimmtudaginn 8. september klukkan 13. . Guðrún Jóhannsdóttir, Linda Óskarsdóttir, Halldór Magnússon, Gunnar Magnússon, Sigrún Auðunsdóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir, Ragnar Ingólfsson, Berglind Óskarsdóttir, Andri Óskarsson, Lilja Þórarinsdóttir, systkini og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA BJÖRGÚLFSDÓTTIR, lést föstudaginn 2. september. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 8. september klukkan 13. . Ólafur M. Jóhannesson Þórdís G. Stephensen Valgarður Jóhannesson Rós Navart Jóhannesson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA VALSTEINSDÓTTIR, lést 23. ágúst á dvalarheimilinu Lögmannshlíð. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Sérstakar þakkir fær starfsfólk í Kollugerði. . Valsteinn Jónsson, Alda Þórðardóttir, Birgir Jónsson og fjölskyldur. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR EIRÍKSSON, Meistaravöllum 19, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 31. ágúst. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 9. september klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim er vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. . Hulda Ósk Sigurðardóttir, Kristján Pálmason og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru ÞÓRU BJÖRGVINSDÓTTUR, Sléttuvegi 31, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólteigs, Hrafnistu í Reykjavík. . Friðrik Jóhann Stefánsson, Erla Friðriksdóttir, Snorri Þórisson, Örn Friðriksson, Aðalbjörg Pálsdóttir, Valur Friðriksson, Ragna Proppé, Metta Kristín Friðriksdóttir, Jón Sigurðsson, Björgvin Friðriksson, Brynhildur Benediktsdóttir og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN BJÖRNSSON frá Siglufirði, Sóleyjarima 3, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Hömrum 5. september. Hann verður jarðsettur frá Grafarvogskirkju föstudaginn 16. september klukkan 15. . Hrönn Björnsdóttir, Jón Pálsson, Katrín Björnsdóttir, Gunnlaugur Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.